Félagabréfið - 11.07.1971, Blaðsíða 2

Félagabréfið - 11.07.1971, Blaðsíða 2
GRUNDVÖLLUR NAMSHOPANNA - TAKMARKIÐ, SEM NAMSSTARFIÐ VBRÐUR AÐ MIÐAST VIÐ. Stéttabarátta öreigastéttarinnar álslandi hefur verið háð þeirri takmörkun að vera nær eingöngu á grundvelli kjarabaráttunnar, leidd af endurskoðunar- sinnum, sem nær ævinlega hafa breitt yfir sögulegt hlutverk öreigastéttar- innar. Sá flokkur, sem í dag þykist vera fremsti ieiðandi útvörður verkalýðsstétt- arinnar - Alþýðubandalagið, er samanSafn endurskdðunarsinna, sem í raun og veru eru þægir hestasveinar borgarastéttarinnar. En til þess að sannleikurinn um Alþýðubandalagið verði ekki íýðum ljós leika þeir þann skollaleik að kasta hnútum aö blábeljunum í Sjálfstæðisflókknum og öðrum opinberum kvígum. Þegar bezt lætur ieiðir þessi leikur Alþýðubandaiagsmanna til þess að opin- berustu og aulalegustu hyskibrögð auðvaldsins eru dregin fram í dagsljósið. Það jer engan veginn nóg að leika afhjúpunarbrögð á þingpöllum. Alþýðubandalagið sér ekki fram fyfir tærnar á sér og lendir því ævinlega stöðu skósveins borgarastéttarinnar, þegar til átakanna kemur og það kemst valdaaðstöðu. Alþýöubandalaginu er fyrirmunað að verða nokkuð annað en verkfæri borgarastéttarinnar, vegna þess að það byggir ekki stjórnmálastefnu sína á sogulegi hiutverki Öreigastéttajúnnar - sósíalískri byltingu - með þvi talonarki að afmá stéttaþjóðfélagið - reisa alræði Öreiganna, sem stig í átt að hinu kommúníska þjóðfélagi. Námshóparnir? sem hafa verið stöfnaðir í vor og sumar, og allir heiðar- legir öreigar og liðsmenn öreigastéttarinnar verða stöðugt að hafa í huga, að námsstarfið verður að leiða til þess áó á fót komist hreyfing byggð á marx- ismanum-leninismanhm, sem verði það afl, sú lyftistöng, sem getur lagt grundvölj að stofnun byitingarflokks *■ stofnun kommúnistaflokks, sem leiðir oreigastéttina gegnum stórsjóa og brtmsker stéttabaráttunnar. Til þess að baráttan á Islandi konjist á það stig, að stofriun kommúnista- flokks verði að veruleika, verðum við að skapa ökkur trausta þekkingu á maxxismanum-lenínismanum - læra af reynslu hinna alþjóðlegu hreyfingar - ]æra af ástandinu f heiminum f dag og á Islandi - læra af eigin reynslu. HEFJUM MARKVISST UNDIRBUNENGSNAM FYRIR STOFNUN M-L HRSYFINGAR MEÐ STOFNUN KOMMUNISTAFLOKKS AÐ TAKMARKI. Fræðikenningin er grundvöllurinn, sbr. lausnarorð Lenfns : "An bylting- arsinnaðrar fræðikenningar getur engin byltingarsinnuð hreyfing átt sér stað". Þar að auki er algjörlega nauðsynleat til þess að flokkurinn geti orðið fram- vörður baráttunnar “ aó hann hafi á að skipa sterkum Qg dugmiklum leiðtogum - að hann hafi mjöcr náið og lifandi samband við stærstu hópa öreigastéttar- innar. Gautaborg 11/7 1971 Gautaborgarhópurinn m-1

x

Félagabréfið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagabréfið
https://timarit.is/publication/1332

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.