Félagabréfið - 11.07.1971, Blaðsíða 12

Félagabréfið - 11.07.1971, Blaðsíða 12
- yy**' Það þarf ekki mikla skarpskyggni til að sjá hve þessi skýring er fráleit. Meðal "fólksins", eins og KFMLs kallar það, eru starfshópar, sem vegna stöðu sinnar og starfs er ómögulegt að staðsetja annars staðar en við_hlið borgarastéttarinnar og eru þar af leiðandi óvinir verkalýðsins og sósía- lismans. Þetta hefur t. d. leitt til að KFMLs styður lögregluna 1 launabaráttunni og meðan á verkfalli háskólamenntaðra manna stóð, rak KFMLs áróður fyrir "launþegafylkingu" gegn ríki og einokunarauðvaldinu. "Aðalatriði er að við sameinumst og barátta hefst" segja þessir endurskoðunarsinnar. En hvort baráttan leiðir til sósíalisma hafa þeir engar áhyggjur af. Hvernig getur málmiðnaðarmaður haft áhuga á að styðja aðalfram- kvæmdarstjóra, sem hefur því eina hlutverki að gegna að þjóna auðvaldinu og vinna gegn verkalýðsstéttinni? Getur sameining þeirra leitt einn einasta millimetir nær sósíalismanum? Neií "Sameiningarárátta" KFMLs hefur leitt til afneitunar á þeirri stað- reynd, að verkalýðsstéttin er eina byltingarstéttin! Fræðikenning þeirra um að marxisminn gildi ekki lengur, hvað þetta atriði snertir, hafa þeir ekki fundið upp á eigin spýtur. Bo Gustafson, fremsti hugmyndafræðingur |)eirra, hefur fengið skýringar sínar frá öðrum stórsvikara gegn sósialismanum - Krússa. Krustjov segir: "Það er ekki útilokað, að demókratískar hreyfingar gegn heimsvaldastefnu borgarastéttaripnar geti við vissar aðstæður orðið að demókratfskum byltingum. Þ?ssar byltingar yrðu antieinokunar- kapitalistiskar, þar sem þær mundu leitast við að steypa alræði stór- einokunarauðvaldsins. Aflvaki þessara byltinga mundi verða verkalýðs- stéttin, bændur, millistéttirnar í bæjunum og demókratfsk gáfumenni (intelLigensian). Það yrði með öðrum orðum spurning um demókratiska:.. bjóðbyltingu, þar sem allur þorri þjóðarinnar væri þáttakandi". (Marxismen-leninismens grunder, utg. Moskva, sid. 507). KFMLr neitar bæði hugmyndafræði Krustjovs og Gustafsonar og_ fylgir þess_ f stað Lenín, þar sem hanri segir : "I auðvaldsþjóðfélagi eru aðeins þrjár stéttir til: borgarastétt, smaborgarastétt og öreigastétt". Þar semýfFMLr er marxísk hreyfing lítur hún á verkalýðsstéttina sem einu stéttina, sem er f einu og öllu fyrir byltinguna og sósfalismann. Aðeins með því að treysta fullkomlega á öreigastéttina er hægt að mynda flokk, sem getur safnað öreigunum sarhan í baráttunni gegn stéttaróvin- inum. Þessvegna er það auðskiljanlegt, að KFMLr hefur hafið rannsóknir sínar á þjoðfélaginu með rannsóknum á öreigastéttinni og þeim breytingum, sem hún hefur gengið f gegnum á þróujiarskeiði auðvaldsskipulagsins í Svíþjóð. En það dugar ekki til þess að þekkja stöðu öreigastéttarinnar og þær breytingar, sem hún á eftir að ganga í gegnum. Þess vegna er einnig nauðsynlegt að rannsaka stöðu smáborgarastéttarinnar og borgarastéttar- innar og einnig hinna svokölluðu milljstétta, sem eru ekki neinar stéttir vegna þess að þær eiga sér ekki neina stöðu í framleiðslunni. Þessi rannsókn er óhjákvæmiiegur grundvöLlur þess að hægt verði að skapa rétta baráttuaðferð og skilja hvaða hópar það eru f þjóðfélaginu, sem koma til með að fylkja sér undir merki öreigastéttarinnar f væntan- legu stéttastrfði. - 12 -

x

Félagabréfið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagabréfið
https://timarit.is/publication/1332

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.