Félagabréfið - 11.07.1971, Blaðsíða 6

Félagabréfið - 11.07.1971, Blaðsíða 6
5 Atburðir síöustu daga.. ■ " Gagnrýni okkar á^Fylkinguna hefur komið hreyfingu af stað bæði innan og utan hennar.^ Svarbréfin, sem hingað hafa borizt, eru nær undantekningar- laust mjög jákvæö, en þo hefur ekkert bréfanna verið alveg laust við gagn- rýni. Við tökum undir það, að gagnrýni okkar á Fylkinguna er ekki gallalaus.’ Stærsti gallinn er sá, að við höfðum ekki tíma til að gera neinar meiriháttar rannsóknir á Fyikingunni. Við getum heldur ekki skilið nauðsyn þess, að slík rannsókn verði framkvæmd, þar sem mörþ önnur mikilvægari verkefni bíða. Teljum við því þennan galla í gagnrýni okkar á Fylkinguna beri fyrst og fremst að skoða sem takmörkum Það að við völdum eitt ákveðið bréf * til að gagnryna og gera grein fyrir afstöðu okkar til Fylkingarinnar, verjum við með eftirfarandi rökum : 1) Bráfið er skrifað fyrir hönd framkvæmdanefndar miðstjórnar Fylkingar- innar. 2) Bréfinu var ætlað að koma á samstarfi við námsmenn í Svíþjóð og þar af leiðandi stílað til okkar 1 I bréfinu var farið fram á* að við hefðum samstarf við Fylkinguna með þy;ðingar í Neista Sem höfuðmarkmið. Við komumst að þeirri niðurstöðu, að það væri ekki rétt að hefja samstarf, án þess að pólitískur grundvöllur yrðiýagður að samstarfinui Þau eintök lMeista, sem við höfðum undir höndum eru ákaílega stefnulaus og þess vegna mjög erfitt að greina hver stefna Fýlkingarinnar_er. Stefnuyfirlýsing 25. þingsins er eínnig harla losaraleg og má frekar líkja við drög að útvarpserindi um daginn og veginn en stefnu- yfirlýs ingu byltingarhreyfingar. Við munum nú reyna að bæta úr ammörkum fyrra bréfsins og takaþetur fyrir helstu vankanta Fylkingarinnar. Við munum treysta á að svarbréf ykkar - Fylkingarinnar - undirritað: Fylkingin - baráttusamtök sósíalista og greinin "Frumkvæði Gautaborgarhcpsins", Neista 5. tbl. '71, séu frá hendi "ábyrgrar" forystu Fylkingarinnar. - 6 -

x

Félagabréfið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagabréfið
https://timarit.is/publication/1332

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.