Félagabréfið - 11.07.1971, Blaðsíða 17
Þetta er hreinræktuð hentistefna og gagnrýnum við ykkur - Fylkinguna -
, harðlega fyrir þessa hentifjöldastefnu. Byltingarhreyfing vex ekki sam-
lc/æmt öfugu þensiulögmáli. Byltingarhreyfing vex fyrst og fremst á þann
hátt, að dugmestu og meðvituðustu félagarnir mynda kjarna, sem síðan
« færir markvisst út kvíarnar, og að sjálfsögðu er takmarkið, að sem flestir
verði meðvitaðir um nauðsyn byltingarinnar og verði reiðubúnir að leggja
alla orku sfna af mörkum í væntanlegu byltingarstríði.
Fjöldastefna ykkar á heima á stefnuskrá ungmennafélaganna, en ekki á
stefnuskrá samtaka, sem skoða það hlutverk sitt að verða frumkvöðlar
byltingarinnar á Islandi. Þið virðist ekki gera ykkur grein fyrir hve gífur-
lega mikið starf er fyrir höndum og þar af leiðandi ekki heldur mikilvægi
þess að byggja upp hreyfingu innan frá með lifandí sambandi út á við á
grundvelli sögulegs hlutverks öreigastéttarinnar.
Svipaða fjöldastefnu boðar KFMLs f Svfþjóð. Þeir hamast við að þynna
út pólitfkina til að sem flestir geti verið með>
Við hvetjum ykkur til að kasta fjöldastefnunni á dyr og láta þess f stað
alvöru námsins verða efst á dagskrá í
Það^er alls ekki mikilvægast, að sep flestir fari af stað og taki þátt í
námshópunum. Að sjálfsogðu er æskilégt, að margir komi með, en
mikilvægast er að þeir sem hefja nám iaki námsstarfið alvarlega.
Þið megið ekki ætla okkur þá einfelani, að við höldum þvf fram, að
namið eigi að fara fram í einangrun, eins og kemur fram f Neista.
Þar segir:
og jafn mikilvægt væri að þeir sem einhverja nasasjón hafa^nú þegar
aí þvf starfi, sem marxistar hafa unniö um allan heim á löngum tíma,
leggi jafnmikla áherzlu á það að beita'óeirri þekkingu, sem þeir hafa,
i praktísku byltingarsinnuðu starfi".
Við viljum svara þessu með: að v*rr er af stað farið en heima setið,
ef viðkomandi þekkir ekki sína takmörkun.
Aðyjálfsögðu veröa þátttakendur nímshópanna að reyna kunnáttu siha
i hagnýtu starfi og skapa lifandi samb&nd milli Starfs og þekkingar._
Þegar námshóparnir hafa farið í geinum grundvallarnám í marxismanum-
leníhismanum verða þeir að láta það kcma fram f því aö færa áróðurinn
fyrir sósfalismann á hærra stig og hagiýta þekkingu sína á öllum sviðum
stettabaráttunnar samtfmis sem þeir verða að tákast á við þann vanda að
hef ja markvissar rannsóknir á þjóðfélaginu. Þeir mega heldur ekki gleyma
því að þeir verða að rhiðla af reynslu smni gagnVaTt þeim námshópum, sem
eftir koma og takast á við þann vanda, sem því fylgir að vera kjariii innan
hreyfingarinnar á Islandi*
Þannig getur hreyfingin smárnsaman vaxið út á við eftir því sem ástæður
og baráttan gefa tilefni til.
, Gautaborgarhópurinn m-1 hvetur Fylkinguna til að endurskoða afstöðu
sma til fjöldaþátttöku f námshópunum sem eitt mikilvægasta atriði náms-
starfsins í dag:
Við hvetjum námshópar.a til að taka þetta atriði til rækilegrar athugunar.
i
- 17 -