Félagabréfið - 11.07.1971, Blaðsíða 5

Félagabréfið - 11.07.1971, Blaðsíða 5
Ymsir aðilar heima á Islandi biðu framhaldsins með eftirvæntingu. Þar sem aögerðin í Stokkhólmi hafði mikil áhrif á yfirborð stjórnmála- ástandsins, héldu menn að "ellefumenningarnir" eða aðrir námsmenn mundu fylgja sendiráðstökunni eftir með nýjum yfirlýsingum og jafnvel aðgerðum, en svo varð ekki raunin. Ilópurinn, sem stóð að sendiráðstökunni vah ekki samstilltur á þann háct, að virk pólitísk samvinna yrði næsti liður baráttunnar eftir aðgerðina. Það sem sameinaði hópinn í upphafi var fyrst og fremst stéttarsamstaða og erfið kjör námsmannanna erlendis. Skýringa á sendiráðstökunni ber því að leita á Islandi. 3 Engin byltingarhreyfing. Sem fyrr segir skapaðist ekkert pólitískt samstarf innan hópsins eftir sendiráðstökuna, og þa að sjálfsögðu ekkert samstarf út á við, við aðra hópa eöa samtök. Astæðan var fyrst og fremst sú, að engin byltingarhreyfing var til á Islandi. Fylkingln var "hrærigrautur alls kyns skoöana" svo notuð séu orð Fylkingarinnar 1 Neista (5. tbl. 1971). Sömu sögu má einnig segja um "ellefumenninganna". Með_öðrum orðum, þá höfou engir aðilar, hópar eöa samtök hafið rannsókn á íslenzka þjóðfélaginu með það að takmarki að bylta íslenzka auðvaldsskipulaginu og koma á sósialisma. Astandið hefur ekki breytzt hvað snertir rannsóknir á þjóðfélaginu nema að þvf leyti að þessi staðreynd hefur orðið ljósari með degi hverjum. Þokuvefur borgaralegrar hugmyndafræði hefur oroið að víkja um set fyrir vaxandi meðvitund íslenzkra félaga um sannleiksgildi orða Lenrns : 'Ym byItingarsinhaðrar fræðikenningar getur engin byltingarsinnuð hreyfing átt sér stað". 4 Gautaborgarhópurinn* Eftir sendiráðstökuna var hópurinn hér í Gautaborg mjög sundurlausæg ítrekaðar tilraunir til þess að hefja skipulegt starf, aðallega athuganir á þvf sem gerst hafði eftir sendiráðstökuna, mistókust. Okkur fór að skiljast betur og betur hve vanmáttur okkar var takmarkalaus, hvað snertir að sundurgreina og skilja eðli og inntak baráttunnar. En við vorum ekki einangruð. Nokþur okkar höfðu þegar hafið virkt starf gyrir^KFML. Var því næsta skrgfið að taka þátt f námshópum þeirra. Námshóparnir eru þannig skipulagðir, að þátttakendur eru virkir við blaoasölu og ýmiss konar áróðursaðgerðir samtímis náminu. Einnig eru haldnir fundir, þar sem vandamál dagsins eru tekin til athugunar og rann- sóknar. Námið hefur dýpkað skilning okkar á þeim vandamálum, sem áður voru torskilin, pg hefur gert okkur kleift að taka rökvísari afstöðu til vandamála, sem við höföum aðeins haft skynræna afstöðu til áður. Afstaða okkar til ástandsins heima hefur þar af leiðandi einnig breytzt. Okkur hefur t. d. skilizt enn betur nauðsyn þess, að þið heima hefjið skipulegt nám. Þar sem ykkur heima er einnig að verða Ijóst mikilvægi námsins, á að geta hafizt starf, sem smán saman leiðir til þess, að heima á Islandi myndist hópar félaga, sem geta unnið nauösynlegt undirbúningsstarf fyrir stofnun byltlngarhreýfingar og síðar flokks, sem verður þess megnugur að leiða íslenzkan verkaiýð fram til sigurs í stéttabaráttunni. - 5 -

x

Félagabréfið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagabréfið
https://timarit.is/publication/1332

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.