Félagabréfið - 11.09.1971, Qupperneq 8
II Svör við átta spurningum úr "Bréfi til róttækra Islendinga
heima og erlendis".
(Okkur er að sjálfsögðu ljóst, að svör okkar við þeim átta spurning-
um, sem Gautaborgarhópurinn m-1 setti fram í "róttæka bréfinu", eru
ekki nein endanleg svör við þessum spurningum - og að þau gera ekki
annað en endurspegla ástand okkar á þessu stigi námsins. Okkur væri
það mikil stoð, að Gautaborgarhópurinn m-1 tæki þau til vandlegrar
yfirferðar og gagnrýni, sem hann setti síðan fram í sínu næsta fél-
agabréfi. Sömuleiðis, að hinir námshóparnir gerðu sínar athugasemdir
við þau.)
Sp. 1. Hvað eiga Marx og Engels við með eftirfarandi: "Saga mannfél-
agsins hefur fram að þessu verið saga um stéttabaráttu"?
Sp. 2. Hvað er átt við með borgarastétt annars vegar en öreigastétt
hins vegar?
a) Framleiðsla.
Til þess að geta gert okkur grein fyrir stéttum og stéttaskiptingu
byrjum við á að athuga grunn þjóðfélagsbyggingarinnar; framleiðsluna.
Framleiðslan er undirstaðan að lífi sérhvers mannlegs samfélags, for-
sendan fyrir viðhaldi mannskepnunnar; "maðurinn verður umfram allt að
borða, drekka, eiga þalc yfir höfuðið og föt að klæðast í - þ.e.a.s.
vinna, áður en hann deilir um völd, fæst við stjórnmál, heimspeki
o.s.frv, ..." (Engels: "Karl Marx", Úrvalsrit I, bls. 14).
"Slíkir sem framleiðsluhættir þjóðfélagsins eru, þannig er og í aðal-
atriðum þjóðfélagið sjálft, hugmyndir þess og kenningar, pólitískar
skoðanir og stofnanir. Eða ónákvæmar að orði komizt: Slíkir sem lífs-
hættir manna eru, þannig er og hugsunarháttur þeirra. - (Marx: 'Það
er ekki meðvitund mannanna, sem ákveður tilveru þeirra, heldur er
meðvitundin ákveðin af hinni þjóðfélagslegu tilveru.') (Innskotstil-
vitnun okkar). - Þetta þýðir, að þróunarsaga þjóðfélagsins er fyrst
og fremst þróunarsaga framleiðslunnar, saga framleiðsluháttanna, sem
taka við hverir af öðrum, eftir því sem aldir líða, það er þróimar-
saga framleiðsluafla og mannlegra framleiðsluafstæðna." (bls. 209).
b) Framleiðsluöf1 - framleiðsluafstæður.
Við skulum nú gaumgæfa, hvað átt er við með orðunum framleiðsluöf1
og framleiðsluafstæður.
"Framleiðslutól til þess að búa til hin efnahagslegu gæði, menn, sem
beita þessum framleiðslutólum, ákveðin reynsla og leikni, að því er
framleiðsluna snertir, - allt eru þetta þættir þess, sem einu nafni
nefnast framleiðsluöfI þjóðfélagsins.
En framleiðsluöflin eru aðeins önnur hlið framleiðslunnar og fram-
leiðsluháttanna, sú hliðin, er sýnir afstöðu mannanna til þeirra
hluta og náttúruafla, sem beitt er til framleiðslu hinna efnahags-
legu gæða. Hin hlið framleiðslunnar og framleiðsluháttanna er sú,
sem sýnir gagnkvæma afstöðu manna sín á milli í framleiðslustarfinu,
það er að segja, framleiðsluafstæður manna. Þegar mennirnir heyja
baráttu sína við náttúruöflin og hagnýta þau til framleiðslu efnahags-
- 6 -