Félagabréfið - 11.09.1971, Side 12

Félagabréfið - 11.09.1971, Side 12
"Þannig skilar verkamaður i þjónustu kapítalista aftur ekki aðeins verðmæti þeirrar vinnu, sem hann fær greitt fyrir, heldur skapar hann að auki gildisauka, sem kapítalistinn hrifsar fyrst til sín, en dreifist síðan eftir ákveðnum efnahagslögmálum i kapítalista- stéttinni og myndar höfuðstól, sem er uppspretta jarðrentu, ágóða og upphleðslu auðmagns, í stuttu máli þess auðs, sem arðránsstétt- irnar safna eða eyða. En þetta sannaði, að auðsöfnun kapítalista nútímans byggist á því, að þeir slá eign sinni á'vinnu, sem engin greiðsla kemur fyrir, (Engels: "Karl Marx", Úrvalsrit I, bls. 16). "ÖLL FYRRI SAGA MANNKYMSINS ER SAGA STÉTTABARÁTTU, .. ÖLL HIN MARG- BREYTILEGA OG FLÓKNA STJÓRNMÁLABARÁTTA ER EINUNGIS BARÁTTA EINSTAKRA STÉTTA ÞJÖÐFÉLAGSINS UM HIÐ PÓLITÍSKA FORRÆÐI, HVERNIG HIN GAMLA VALDASTÉTT REYNIR AÐ HALDA I HORFINU OG NYJAR STÉTTIR RlSA UPP OG HRIFSA TIL SlN VÖLDIN." (Engels: "Karl Marx", Urvalsrit I, bls.13). (Tilvitnanir merktar blaðsíðutali innan sviga eru allar teknar úr kaflanum "Hin díalektíska og sögulega efnishyggja" í "Sögu Kommún- istaflokks Ráðstjórnarríkjanna (B)".j Sp. 3. Hvaða hlutverki gegndi borgarastéttin, þegar auðvaldsþjóðfél- agið myndaðist og hvaða hlutverki gegnir hún í dag? Borgarastéttin verður til og byrjar að þróast á tímabili lénsskipu- lagsins. Hún hefur að upphlaða auðmagni með.gróða af vöruskiptum við lönd, sem finnast í "landafundunum miklu" 1. Hún tekur að koma á fót handiðnaðarfyrirtækjum og þróar framleiðsluöflin áfram. "Vinnubrögð þau, er voru ríkjandi i handverki lénsveldis og iðngilda, fengu ekki lengur fullnægt sívaxandi þörfum nýrra markaða. Þá tók handiðjan við. Gildismeistarar urðu að þoka fyrir handiðjustéttinni. Verkaskiptingin milli iðngildanna varð að víkja úr sessi fyrir verka- skiptingu á hverri vinnustöð. En markaðirnir stækkuðu og þarfirnar uxu án afláts. Handiðjan fékk ekki heldur annað því, sem af henni var krafizt. Þá gerbyltu gufuafl og vélar iðnaðarframleiðslunni. Stóriðja nútímans byggði út hand- iðjunni. Iðjuhöldar, sem drottna yfir herslcörum verkamanna, stórborg- arastétt nútímans, settist í bú handiðjunnar. Stóriðjan hefur skapað heimsmarkaðinn, sem fundur Ameríku bjó í hag- inn fyrir. Heimsmarkaðurinn hleypti feikna vexti í verzlun, sigling- ar og samgöngur á landi. Þessi vöxtur orkaði aftur á þróun iðnaðarins. Að sama skapi og iðnaður, verzlun, siglingar og járnbrautir færðust í aukana, efldist borgarastéttin, margfaldaði auðmagn sitt og bægði burt öllum stéttum, er miðaldirnar höfðu látið eftir sig." Með sigri borgarastéttarinnar yfir aðalsstéttinni líður lénsskipulagið undir lok og óhindruð þróun auðvaldsskipulagsins hefst. 1) Orð eins og "landafundir" endurspegla drottnunarafstöðu borgara- stétta Vesturlanda - og þessi borgaralega sögutúlkun er okkur innrætt í borgaralegu skólakerfi. 10

x

Félagabréfið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagabréfið
https://timarit.is/publication/1332

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.