Félagabréfið - 11.09.1971, Blaðsíða 16

Félagabréfið - 11.09.1971, Blaðsíða 16
Sp. 5. Hvers vegna er verkalýðsstéttin hin eina byltingarsinnaða stétt? "Af öllum peim stéttum, sem standa andspænis borgarastéttinni, er öreigalýðurinn einn byltingarsinnuð stétt í raun og sannleika." (lommúnistaávarpið bls. 35). Hvaða hlutlægar aðstæður liggja til grundvallar byltingarsinnuðum eiginleikum verkalýðsstéttarinnar? "I fyrsta lagi er verkalýðsstéttin eignalaus stétt, þ.e.a.s. hún á engin framleiðslutæki. Lifsviðurværi sitt fær hún eingöngu af sinni eigin vinnu. I öðru lagi er hlutverk verkalýðsstéttarinnar eingöngu, vegna stöðu sinnar í framleiðsluháttum auðvaldsskipulagsins, að fram- leiða gildisaukann, verða arðrænd af borgurunum, sem eiga framleiðslu- tækin. Af þeim gildum, sem verkamaðurinn skapar, fær hann aðeins það, sem nauðsynlegt er til að hann sjálfur og afkomendur hans geti dregið fram lífið, þ.e.a.s. til þess að hann geti haldið áfram að framleiða gildisauka fyrir borgarann. Að öðru leyti liggur arðránshlutfallið til grundvallar lífsafkomu verkalýðsstéttarinnar i auðvaldsskipulag- inu. Staða verkalýðsstéttarinnar í framleiðsluháttum auðvaldsskipulagsins gerir hana ekki aðeins að andstæðingi hinnar borgaralegu eignar og hins borgaralega arðráns, heldur einnig að andstæðingi einkaeignar og arðráns í sérhverri mynd. Markmið hennar, afnám arðráns með afnámi einkaeignarinnar, er í samræmi við hin hlutlægu skilyrði fyrir áfram- haldandi þróun þjóðfélagsframleiðslunnar yfirleitt. Verkalýðsstéttin er því hin framsækna stétt. En er hún megnug þess að steypa kapítalistunum og taka völdin í sínar hendur? Hvar liggur styrkur hennar? I fyrsta lagi er það öreigastéttin, sem vegna stöðu sinnar í fram- leiðslunni, ber uppi allt samfélagið. Hún skapar öll gildi. I öðru lagi eykur auðvaldið, með sinni eigin þróun, stöðugt styrk verkalýðsstéttarinnar og kemur það aðallega fram í fjölda hennar og skipulagningu. Vöxtur auðvaldsins eykur stöðugt fjölda öreiganna jafnframt sem það með sinni eigin samþjöppiAn og miðmögnun (centraliseringu) þjappar saman og skipuleggur öreigana í framleiðslunni. Þeir þættir, sem hafa hagstæð áhrif á einingu verkalýðsstéttarinnar - sífjölgandi sameinkennum vinnu- og lífsskilyrða - styrkjast með degi hverjum. Jafnframt versna lífsskilyrði hennar - atvinnuleysi og vaxandi við- bjóðs- og firringareðli vinnunnar - , þættir, sem auka stöðugt hatur öreiganna á arðránskerfinu." (Klasskampen Nr. 2-3 1971, bls. 4-5). "Hið sögulega forystuhlutverk er nú verkalýðsins, þeirrar stéttar, sem vegna þjóðfélagslegrar stöðu sinnar á aðeins eina leið til frelsis- ins: afnám alls stéttavalds, þrældóms og arðráns í hvaða myn.d sem er." (Engels: "Karl Marx", Úrvalsrit I, bls. 15). 14

x

Félagabréfið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagabréfið
https://timarit.is/publication/1332

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.