Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2017, Blaðsíða 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2017, Blaðsíða 1
ISSN 1023-2672 2. tbl. 35. árg. – apríl 2017 Horft inn til Laugarness frá Kolbeinshaus á slóðum Hörpunnar. Holdsveikraspítalann ber í Mosfellið og austur af honum stendur Laugarnesbærinn á gamla bæjarhólnum, líkt og forverar hans höfðu gert í 800 ár. Sunnan undir kúrir kirkjugarðurinn, hinsti hvílustaður gömlu Laugarnesinganna. Laugarnesið geymir sögu atburða og örlaga, biskupa og valda, mennta og menningar, stríðs og átaka, hernáms og fátæktar, sjúkdóma og erfiðleika, lista og listamanna og inn á milli, þótt ekki fari hátt, sögu alþýðunnar sem háði þar sitt stríð öld fram af öld. Þar er einnig að finna einu ósnortnu fjöruna á norðurströnd Reykjavíkur frá Örfirisey að Grafarvogi. Málverk eftir Eirík Jónsson í eigu Guðfinnu Ragnarsdóttur. Meðal efnis í þessu blaði: Guðfinna Ragnarsdóttir: Laugarnesið Halldór Þórðarson: Gréta Guðfinna Ragnarsdóttir: Steinboginn og hústrú Helga Guðmundur Sigurður Jóhannsson: Um móðerni Margrétar Bjarnadóttur frá Kollabúðum Guðfinna Ragnarsdóttir: Óvænt uppskera Guðjón Ragnar Jónasson fráfarandi formaður: Ársskýrsla Ættfræðifélagsins fyrir árið 2016

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.