Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2017, Blaðsíða 15

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2017, Blaðsíða 15
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2017 http://www.ætt.is aett@aett.is15 Bjarni Jónsson bjó lengi á Kollabúðum í Þorskafirði og andaðist þar 17. desember 1753, þá talinn 74 ára. Hann var sagður auðmaður mikill og almennt kallaður Kollabúða-Bjarni. Foreldrar Bjarna voru hjónin Jón Björnsson og Margrét Auðunsdóttir, sem bjuggu í Múlakoti í Þorskafirði 1703. Bjarni var ekki í foreldrahús- um í Múlakoti 1703. Segir Hannes Þorsteinsson þjóðskjalavörður í athugasemdum sínum við manntalið 1703 að hann muni vera sami mað- ur og Bjarni Jónsson, sem var í vinnumennsku á Stað á Reykjanesi 1703, þá talinn 26 ára. Ekki er sú túlkun einhlít og má allt eins vera að hér sé um að ræða Bjarna Jónsson, sem var í lausa- mennsku í Kálfadal í Gufudalssveit 1703, þá tal- inn 24 ára. Fyrri kona Bjarna var Guðlaug Brandsdóttir, f. um 1683, dóttir hjónanna Brands Sveinssonar og Halldóru Gísladóttur, sem bjuggu í Skáleyjum á Breiðafirði 1703. Guðlaug var í foreldrahúsum í Skáleyjum 1703. Seinni kona Bjarna var Sigríður Björnsdóttir, f. um 1696, dóttir hjónanna Björns Björnssonar og Helgu Guðmundardóttur, sem bjuggu á Hamarlandi í Reykhólasveit 1703. Sigríður var í foreldrahúsum á Hamarlandi 1703. Hún lifði Bjarna og andaðist á Kollabúðum 12. júní 1767, þá talin 72 ára. Árni Jónsson hét maður sem lengi bjó í Hlíð í Þorskafirði. Hann var fæddur um 1714 og dó 1778 eða 1779, utan heimasóknar, að því er best verð- ur séð. Árni var fyrr kvæntur Margréti Bjarnadóttur, dóttur Bjarna á Kollabúðum, en síðar Þórönnu Sigmundsdóttur, og fyrir hjónabönd sín hafði hann eignast dóttur, Jóhönnu að nafni, með Ingibjörgu Þorsteinsdóttur. (Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 195; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 3974). Ofangreindu fólki hafa verið gerð allgóð skil í prentuðum ritum, einna fyrst í bók Játvarðar Jökuls Júlíussonar: Umleikinn ölduföldum, 1979, þá í ritverki Jóns Guðmundssonar: Skyggir skuld fyr- ir sjón I, 1990 og loks í ritverki Þorsteins Jónssonar: Eylendu II, 1996. Þessum ritum ber öllum saman um að Margrét Bjarnadóttir í Hlíð hafi verið af fyrra hjónabandi Bjarna á Kollabúðum – dóttir Guðlaugar Brandsdóttur. Guðmundur Sigurður Jóhannsson: Um móðerni Margrétar Bjarnadóttur frá Kollabúðum Þetta stangast á við allar klassískar ættatölur, svo langt sem þær ná. Ættatalnahöfundarnir Espólín og Snóksdalín staðhæfa báðir að Margrét í Hlíð hafi ver- ið af seinna hjónabandi Bjarna á Kollabúðum - dótt- ir Sigríðar Björnsdóttur. Steingrímur Jónsson biskup nefnir Margréti ekki í ættatölum sínum - enda van- telur hann fleiri en eitt og fleiri en tvö af börnum Bjarna og Sigríðar ­ en er samsaga þeim Espólín og Snóksdalín um að Bjarni og Guðlaug hafi aðeins átt saman tvær dætur, Guðrúnu og Ingibjörgu. Margrét Bjarnadóttir dó í Hlíð 1761 (greftruð 6. nóvember 1761), talin ,,gift“ og sögð ,,miðaldra“, sem er teygjanlegt hugtak. Þess má geta að elsta barn Árna og Margrétar sem kemur fyrir í fæðingarregistri, Helga, var skírð 3. nóvember 1749, og það yngsta, Guðrún, var skírð 28. janúar 1757. En fyrir hjónaband hafði Margrét eignast son, Jón Jónsson, skírðan 15. nóvember 1747, og var hún þá í föðurhúsum á Kollabúðum. Má af þessu ráða að Árni og Margrét hafa gengið í hjúskap um 1748, en færsla um giftingu þeirra finnst ekki í prestsþjónustubókum. Árni Jónsson í Hlíð var, sem áður sagði, fædd- ur um 1714 (ekki um 1712 eins og sums staðar seg- ir), sonur hjónanna Jóns Árnasonar og Guðrúnar Brandsdóttur, sem bjuggu í Skáleyjum 1703. Guðlaug á Kollabúðum og Guðrún í Skáleyjum voru systur, og ef Margrét í Hlíð hefði verið af fyrra hjónabandi Bjarna á Kollabúðum, hefðu þau Árni og Margrét þar af leiðandi verið systrabörn, og því þurft leyfi frá kon- ungi til að ganga í hjúskap eftir þeirrar tíðar venju. Í handritinu Lbs. 86, 4to, eru varðveitt í uppskrift hjúskaparleyfi frá árabilinu 1730-1756 og þar finnst ekki stafkrókur um Árna og Margréti. En í sjálfu sér útilokar það ekki neitt, því ekki er hægt að slá því föstu að öll hjúskaparleyfi sem voru gefin út á umræddu tímabili hafi skilað sér inn í handritið. Má í því samhengi benda á að ekki hafa skilað sér inn í Lagasafn Magnúsar Ketilssonar (Kongelige allernaa- digste forordninger og aabne breve som til Island ere udgivne af de höist-priselige konger af den oldenborg- iske stamme) öll þau hjúskaparleyfi sem að réttu lagi hefðu átt að vera þar, og er mér þar efst í huga hjúskap- arleyfi Einars Halldórssonar og Ingunnar Snorradóttur í Ólafsvík, dagsett 28. mars 1693, en það er varðveitt í uppskrift í handritinu Lbs. 81, 4to. En hvað sem þessu líður er vandséð að þeir ann- ars ágætu menn, Játvarður Jökull Júlíusson, Jón Guðmundsson og Þorsteinn Jónsson, hafi haft hand-

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.