Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2017, Blaðsíða 20

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2017, Blaðsíða 20
20http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2017 aett@aett.is síns og sagði: „Ég sé hann Jóhannes minn aldrei meir”. Það urðu orð að sönnu, hún sá hann bróður sinn aldrei oftar. En seinna sagði hún: „Það er þó mest um vert að hann lenti á réttri hillu, hann hugsaði bara um úr og klukkur.” Og hvað varð svo Jóhannes, ef ekki úrsmiður! Jóhannes Jóhannes, sem var ömmubróðir Jarls, afa Ingvars tengdasonar míns, og því langalangalangömmubróð- ir barnabarnanna minna, fluttist til Eyrarbakka þar sem hans beið ansi skrautlegt líf. Hann giftist þar árið 1896 ekkjunni Þórdísi Símonardóttur sem var 13 árum eldri en hann. Sagan segir að Þórdís hafi lokað Jóhannes inni á kamri þangað til hann játaðist henni. Þórdís var við giftinguna 43 ára. Hún átti stórt hús á Eyrarbakka. Hún var áður gift Bergsteini Jónssyni (1856­1894) og átti með honum dótturina Guðrúnu Ásu, fædda 1891, sem dó viku gömul. Þau Þórdís og Jóhannes áttu engin börn saman, en hjá þeim var vinnukona sem Valgerður hét Álfsdóttir. Með henni átti Jóhannes dótturina Ágústu, f. 11. ágúst 1898, tveim og hálfu ári eftir að Jóhannes giftist Þórdísi. Þótt Valgerður væri látin fara af heimilinu neitaði Þórdís að láta Ágústu frá sér og ól hana upp. Jóhannes lét sér ekki nægja að barna Valgerði. 1902 átti hann soninn Harald, með Elínu Júlíönu Sveinsdóttur sem einnig var til heimilis hjá þeim Þórdísi. Elín var sögð falleg kona, með sítt, ljóst hár niður á lendar. Ekki batnaði ástandið á heimilinu við það og Jóhannes sendi Elínu austur á Seyðisfjörð, til bræðra sinna, með Harald son þeirra nýfæddan. Heldur var stirt með þeim Þórdísi og Jóhannesi eft- ir þessar uppákomur og stuttu seinna skildi Jóhannes svo við Þórdísi, flutti til Seyðisfjarðar til Elínar sinn- ar, og átti með henni 13 börn! Frá þeim er kominn mikill ættbogi. Má þar m.a. nefna að Jóhannes var afi Sigrúnar Klöru Hannesdóttur háskólabókavarð- ar og faðir Guðmundar kvensjúkdómalæknis. Þau Ingibjörg sögukona og Guðmundur voru skyld að 2. og 3. Lilja, (Sumarlilja) mamma Jarls, Guðmundur læknir og Jóhannes á Hömrum voru systkinabörn. Uppgefnar! Og Ingibjörg hélt áfram að rekja: Hermann (sonur hennar) barnsfaðir Ragnheiðar vinkonu minnar, Bjarni Jarlsson tengdafaðir dótt- ur minnar, Hallgrímur Indriðason fréttamaður og Helgi Hólm eru allir fjórmenningar út frá Sveini og Halldóru í Smiðsnesi. Sonarsynir Halldóru og Sveins, þeir Ólafur og Jarl, langafi barnabarnanna minna, ólust upp hjá Halldóri á Grjótlæk í Stokkseyrarhreppi, bróður Jóhannesar á Hömrum og konu hans Sigurveigu Vigfúsdóttur. Halldór var bóndi og bókbindari á Gíslastöðum, Suðurkoti og Grjótlæk. Halldór og Lilja (Sumarlilja) móðir Jarls voru systrabörn. Öll börn Lilju eiga afkomendur. Það var farið að halla degi þegar við stöllurnar renndum í hlað heima um kvöldið. Við Ragnheiður dauðuppgefnar og ringlaðar en Ingibjörg enn á fullu með fróðleikinn. Næsta dag sat ég frá morgni til kvölds og reyndi að klóra mig fram úr texta gærdagsins. Svo bar ég þetta saman við Íslendingabók, Ábúendatal Villingaholtshrepps, Sögubrot frá Seyðisfirði og seinna Grímsnesbókina og úr þessu öllu varð svo þetta greinarkorn. En aldrei hefði mig grunað að einn dagur gæti gefið slíka uppskeru. Smiðsnes við Höskuldslæk. Hér sitja þær stöllurnar Ragnheiður og Ingibjörg á grasigrónum rúmbálknum í Smiðsnesi, þar sem Sveinn og Halldóra bjugggu. Þakkir Ættfræðifélagið þakkar Guðjóni Ragnari Jónassyni fráfarandi formanni fyrir frábært starf í þágu félagsins. Þegar hann tók við formannsembættinu var ástandið afar erf- itt, meðalaldur félagsmanna var orðinn mjög hár, margir féllu frá og félögum fækk- aði ört. Efnahagurinn var mjög erfiður og félagið átti fullt í fangi með að standa í skil- um. Guðjón Ragnar hóf mikið átak í söfn- un félaga og tókst að safna mörgum tugum nýrra félaga og færði meðalaldurinn neðar. Það er óhætt að fullyrða að án hans verka væri Ættfræðifélagið ekki starfandi í dag. Stjórnin.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.