Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2017, Side 21
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2017
http://www.ætt.is aett@aett.is21
Guðjón Ragnar Jónasson fráfarandi formaður:
Ársskýrsla Ættfræðifélagsins
fyrir árið 2016
Starfsemi Ættfræðifélagsins var með hefðbundnu
sniði á síðastliðnu starfsári, sem var hið 72. í sögu
þess, en það var stofnað 22. febrúar 1945.
Í stjórninni sátu Guðjón Ragnar Jónasson, for-
maður, Arnbjörn Jóhannesson ritari, Kristinn
Kristjánsson gjaldkeri, Anna Guðrún Hafsteinsdóttir,
Jón Sævar Baldvinsson, Ragnar Ólafsson og Rúna
Þráinsdóttir. Skoðunarmenn reikninga voru Olgeir
Möller og Ólafur Pálsson.
Megináhersla var lögð á útgáfu Fréttabréfsins undir
ritstjórn Guðfinnu Ragnarsdóttur, enda er Fréttabréfið
megin tenging margra félagsmanna við félagið, ekki
síst þeirra sem búa úti á landi. Hinn máttarstólpinn eru
félagsfundirnir sem haldnir eru síðasta fimmtudaginn
í hverjum mánuði yfir veturinn. Aðsókn að fundunum
hefur verið góð, oft mjög góð, ekki síst þegar fjallað
er um einstakar ættir.
Félagið hélt aðalfund sinn á síðastliðnu ári
fimmtudaginn 25. febrúar í Félagsmiðstöðinni í
Árbæ í Hraunbæ. Á dagskrá voru venjuleg aðalfund-
arstörf og á eftir flutti Guðfinna Ragnarsdóttir ritstjóri
ættfræðipistil á léttu nótunum.
Viðgerðum á sal Þjóðskjalasafnsins lauk svo fyr-
ir um ári og nú hefur félagið aðgang að frábærum,
nýuppgerðum sal sem búinn er öllum tækjum og
tólum til myndasýninga og fundarhalda. Við greið-
um nú 10 000 kr fyrir hvern fund, fyrir aðganginn
að salnum. Það hafa alltaf verið sterk tengsl milli
Ættfræðifélagsins og Þjóðskjalasafnsins, allt frá því
félagið var stofnað þar fyrir um 70 árum. Við höf-
um unnið að ýmsum verkefnum með safninu og alltaf
mætt þar einstökum velvilja og vonum að svo verði
áram um ókomna framtíð.
Á marsfundinum hélt Þorvaldur Friðriksson
fréttamaður og fornleifafræðingur erindi um keltnesk
áhrif í íslenskri menningu, orðum, örnefnum og
húsagerðarlist. Í apríl héldu Halldóra Kristinsdóttir
íslenskufræðingur og Sigríður Hjördís Jörundsdóttir
sagnfræðingur erindi um utangarðsfólk og förufólk á
Vesturlandi og Vestfjörðum frá síðari hluta 18. aldar,
og fram á fyrstu ár 20. aldar.
Í maí var farið í hefðbundna göngu og að þessu
sinni var Austurbæjarskólinn heimsóttur og skoðaður
hver krókur og kimi þeirrar merku byggingar þar sem
margir hafa gengið um ganga í æsku sinni.
Á septemberfundinum hélt Guðfinna Ragnarsdóttir
ritstjóri erindi sem hún kallaði Úr ættanna kynlega
blandi. Þar sagði hún frá langömmu sinni Vigdísi
Vigfúsdóttur, draugnum Goggi, maurakerlingunni
Jórunni, sem var „langhálsuð og siginaxla með
krepju í augum“, og óvissu um langafann Guðbrand
Einarsson sem hokraði á fjórtán bæjum á lífsleið-
inni.
Í október hélt Margrét Gunnarsdóttir sagnfræð-
ingur erindi sem hún kallaði Íslenskar ættir og
evrópskt tengslanet Gríms Jónssonar Thorkelín.
(1752–1829). Grímur hélt ungur að árum til náms
í Kaupmannahöfn og bjó utanlands eftir það. Engu
að síður var hann virkur þátttakandi í mótun íslensks
samfélags á umbrotatímum. Hann var kallaður
“Icelandic ambassador extraordinaire” er hann dvaldi
á Bretlandseyjum á 9. áratug 18. aldar. Eftir að hann
sneri aftur til Kaupmannahafnar tók hann við embætti
leyndarskjalavarðar og gegndi því til æviloka.
Fimmtudaginn 24. nóvember var svo komið að
síðasta fundi ársins, en þá hélt Sigrún Sigurgestsdóttir
fyrirlestur um langömmu sína Hólmfríði sjókonu,
og afkomendur hennar, en nýlega gáfu þau syst-
kinin, Sigrún og Ásgeir, út bók um hana. Hólmfríður
var hugumstór, einstæð móðir, bóndi og sjómaður í
Rangárþingi á 19. öld. Hún réri tólf vetrarvertíðir frá
Landeyjasandi og lést frá einkasyninum þegar hann
var á barnsaldri. Hún var af alþýðufólki og saga henn-
ar gefur innsýn í harðneskjuleg lífskjör og baráttuþrek
íslenskrar alþýðu.
Fimmtudaginn 26. janúar 2017 hélt Jón M. Ívarsson
sagnfræðingur fyrirlestur um Flóamannabók sem
mun verða eitt yfirgripsmesta æviágripasafn á Íslandi.
Þar verða ævilýsingar um 6000 bænda og húsfreyja
í Flóanum allt frá 1703 til þessa dags, einnig lýs-
ingar á 267 bújörðum og búsetustöðum í núverandi
Flóahreppi, ásamt örnefnaskrám og eigendasögu. Jón
fjallaði einnig um ættartengslin, en það er fróðlegt
að sjá hvernig sumar fjölskyldur hafa breiðst út yfir
Flóann og blandast á allra handa mögulegan máta. Á
sumum bæjum hafa sömu ættirnar einnig búið öld-
um saman.
Allir fyrirlesararnir hafa gefið framlag sitt og kann
Ættfræðifélagið þeim miklar þakkir fyrir, en fjárhags-
staða félagsins er ekki upp á það besta.
Fjöldi stjórnarfunda voru haldnir og liggja fundar-
gerðirnar frammi. Rætt hefur verið um peningamál,
viðveru á skrifstofunni, fjölgun félaga, tölvumál,
húsnæðismál, laugardagsopnunina og fleira. Ákveðið
hefur verið að halda Opnu húsi á laugardögum áfram
enn um sinn þótt aðsókn sé afar dræm og áhugi