Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2017, Blaðsíða 10

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2017, Blaðsíða 10
10http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2017 aett@aett.is vorið, en þegar honum lauk réði Gréta sig í vorvinnu til Einars Helgasonar og Kristínar konu hans sem þá ráku Gróðrarstöðina við Laufásveg 74 og vann hún þar fram að slætti og kynntist þar ýmsu mætu fólki og var Ragnar Ásgeirsson, síðar ráðunautur, einn af þeim. Þegar leið að slætti fór hún austur og hjálpaði for- eldrum sínum við heyskapinn og þeirri reglu hélt hún áfram um áratugi, en foreldrar hennar létu af búskap um 1920. Þá tóku systkini hennar, Halldór og Margrét eldri, við búinu. Margrét lauk svo kennaranáminu eft- ir tvö ár. Það fylgdi Grétu alla tíð að vera mikil atorkukona og þurfti hún oft á því að halda á lífsleiðinni. Einu sinni er hún var komin austur í Hrosshaga í heyskap- inn, var Halldór bróðir hennar mjög heilsutæpur. eins og hann var iðulega. Töluvert hey var flatt, en orð- ið þurrt á túninu, og aðkallandi að koma því í hlöðu. Gréta gekk þá að heyskapnum með öðru fólki og var ekki við annað komandi en að hún léti upp á öðrum megin á hvern hest sem heim fór. Ekki sló hún af fyrr en allt hey var komið í hlöðu og var þá komið kvöld sem vænta mátti. En svo mikið hafði heyskapurinn reynt á hana að hún lá í harðsperrum allan næsta dag. Kenndi sund Þessir tveir vetur í Kennaraskólanum urðu Margréti æði giftudrjúgir og mótuðu mikið lífsviðhorf henn- ar sem og margra annarra sem nutu leiðsagnar hins ágæta skólamanns Magnúsar Helgasonar. Ekki er mér kunnugt um hvar Gréta byrjaði sinn kennaraferil en býst þó við að það hafi verið fljótlega eftir að hún lauk prófi. Hitt vissi ég að hún kenndi úti í Laugardal og þar var Karl Jónsson frá Efstadal, f. 1904, einn af nemendum hennar. Um kennslu hennar hér í sveit er mér ekki kunnugt að öðru leyti en því að hún var einhver fyrsti sund- kennari hér. Gísli Bjarnason, f. 1915, sagði mér frá því að hún hefði kennt honum, og fleirum, að synda við það sem nú þættu að minnsta kosti heldur frum- stæðar aðstæður. Þar sem engin sundlaug var til í sveitinni var málinu bjargað með því að hlaða stíflu í kringum afrennslið úr Reykholtshver. Þar voru svo sett upp tjöld sem búningsklefar og við þessar að- stæður lærðu börnin að synda. Norður Ekki hefur mér tekist að fregna hvenær Margrét réð sig sem heimiliskennara norður í Húnavatnssýslu en hún fór að Ósum á Vatnsnesi. Þá bjó þar Eggert Leví hreppstjóri og sýslunefndarmaður með fjölskyldu sinni. Var þá kominn mikill hugur í héraðsbúa að koma upp sjúkraskýli og var Eggert einn ötulasti bar- áttumaður fyrir því máli. Eftir þennan fyrsta kennsluvetur á Ósum fer Gréta í kaupavinnu fyrir norðan, en kemur síðan aftur að Ósum og kennir þar næsta vetur. Þá er sjúkrahúsmál- ið komið svo langt áleiðis að Margrét er ráðin til þess að taka þessa stofnun að sér, þótt hún sé lærður kenn- ari en ekki hjúkrunarkona. Til að ráða bót á þessu varð það að ráði að hún fór til Reykjavíkur og var þar eitt ár á Vífilsstöðum og annað á Landakoti. Eftir þetta tveggja ára nám fer hún norður aftur 1923, sem fullgild hjúkrunarkona, og má segja að hún hafi ekki gert það endasleppt á staðnum því þar starfaði hún samfellt milli 30 og 40 ár, oft við hinar erfiðustu aðstæður. Heyrt hef ég að oft hafi Margét starfað þarna ein, séð um hjúkrun, eldun, þvotta og ræstingu. Hún mun hafa verið eina menntaða hjúkr- unarkonan á sjúkraskýlinu fram yfir 1950. Skýlið var ekki stórt í sniðum og starfsaðstaðan ekki upp á marga fiska. Í ágripi af sögu sjúkrahússins á Hvamstanga segir m.a: Margrét hafði til umráða lítið herbergi, það var hennar eina athvarf. Hún dvaldist heldur ekki oft ein í herberginu, mörgum sinnum tók hún inn til sín sjúklinga, sem ekki áttu neitt annað athvarf. Þá blund- aði hún sjálf í stól, milli þess sem hún leit til sjúkling- anna, en tíðum annaðist hún þá bæði daga og nætur. Margrét Halldórsdóttir kom víða við á lífsleiðinni, fór vel undirbúin út í lífið og lærði bæði af reynslunni, sam- ferðafólkinu og í skólum. Öll hennar störf beindust að því að hlúa að öðrum og hjálpa, hvort sem það voru for- eldrarnir, börnin eða sjúklingarnir. Munið maígönguna!

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.