Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2017, Qupperneq 22
22http://www.ætt.is
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2017
aett@aett.is
stjórnar manna á að taka að sér umsjón á Opnu húsi
mjög lítill.
Opið hefur verið á skrifstofu félagsins í Ármúlanum
á þriðjudögum í vetur milli kl 13:00 og 16:00 og hef-
ur Kristinn Kristjánsson séð um það.
Heimasíðan var undir stjórn Jóns Sævars Baldvins-
sonar og Ættfræðifélagið var einnig á Facebook undir
hans stjórn. Hann hefur verið virkur þar fyrir hönd
félagsins og auglýst okkur og náð þar inn nýjum
félögum.
Átakið í söfnun félaga heldur áfram, en hæg-
ar gengur nú en á síðasta ári. 40 nýir félagar bætt-
ust við á fyrsta formannsári undirritaðs, og álíka
margir komu til liðs við okkur á árinu 2015. Á síð-
asta ári bættust við tólf nýir félagar. En betur má ef
duga skal. Meðalaldur félagsmanna er hár og marg-
ir falla frá á ári hverju. Með söfnunarátakinu hefur
okkur rétt tekist að halda í horfinu. Félagið nýtur
engra styrkja hvorki frá hinu opinbera né frá einka-
aðilum.
Safnanótt var haldin 5. febrúar. Ættfræðifélagið tók
eins og oft áður þátt í dagskránni með Þjóðskjalasafninu.
Kristinn Kristjánsson og Anna Guðrún Hafsteinsdóttir
tóku á móti gestum á Safnanótt, kynntu félagið,
Fréttabréfið og manntölin og sýndu ættrakningar á
Espólín. Þema Safnanætur var förufólk, flóttamenn og
þjóðflutningar af ýmsu tagi. Guðfinna Ragnarsdóttir
ritstjóri hélt erindi um Vesturfarana og setti upp sýn-
ingu á vegum Ættfræðifélagsins í Lestrarsalnum með
ættargripum og skjölum og ættrakningum af ýmsu
tagi. Sýningin stóð í tvær vikur. Gestir voru mjög
margir og áhugasamir.
Sala á manntölum er alltaf fremur dræm og lag-
erinn er stór. Alltaf selst þó eitthvað á bókamarkaðn-
um en um þá sölu hefur Kristinn Kristjánsson séð.
Hann hefur einnig haft veg og vanda af daglegum
rekstri félagsins.
Mikil vinna er lögð bæði í rekstur félagsins,
skipulagningu félagsfundanna og útgáfu Frétta-
bréfsins. Það væri því afar ánægjulegt ef okkur tæk-
ist að fjölga félögum svo fleiri gætu notið þess efnis
sem fram er borið bæði á fundum og í blaðinu. Það
er mjög kostnaðarsamt að auglýsa og framboðið á af-
þreyingu og fróðleik hefur aldrei verið meira. Það er
barist um tíma og áhuga fólks. Það er því mikilvægt
að við höldum uppi merkjum ættfræðinnar og kynnum
starfsemina fyrir vinum og ættingjum. Þannig mætti
fjölga félagsmönnum svo starfsemi Ættfræðifélagsins
megi vaxa og dafna.
Fjármálin hafa verið þokkaleg á árinu, en betur má
ef duga skal. Kristinn Kristjánsson gjaldkeri kynnir
þau.
Margir hafa fallið frá á liðnu ári enda meðalald-
urinn nokkuð hár. Ég vil biðja félagsmenn að rísa á
fætur og minnast látinna félaga okkar.
Ég vil að lokum þakka öllum sem hafa lagt hönd
á plóginn bæði utan stjórnar og innan á liðnu ári og
legg störf stjórnarinnar í hendur aðalfundarins.
Nýr formaður
Benedikt Jónsson nýr
for maður Ættfræði-
félags ins er fæddur 1.
júlí 1951 í Reykjavík,
sonur Elísabetar Bene
dikts dóttur (1927
2002) og Jóns Rósants
Þorsteinssonar (1926
2008). Móðir hans
rak lengi Efnalaugina
Pressuna við Grensás
veg í Reykjavík og fað-
ir hans starfaði lengst
af sem bifreiðarstjóri
á Keflavíkurflugvelli.
Móður foreldrar hans eru Benedikt Jónasson
(18881948) bóndi á Hömrum í Haukadal
og kona hans Guðrún Guðjónsdóttir (1894
1976). Föðurforeldrar hans eru Þorsteinn
Brandsson (18841958) sjómaður í Hafnarfirði
og kona hans Þóra Jónsdóttir (18891979).
Hálfbróðir Benedikts, sammæðra, er Guðbergur
Þorvaldsson, fæddur árið 1956.
Benedikt ólst upp á Hömrum í Haukadal til
14 ára aldurs hjá Guðrúnu, ömmu sinni í móður-
ætt, og syni hennar Guðjóni Benediktssyni
(19212014) og hans góðu fjölskyldu. Hann
gekk í barnaskóla á Laugum í Sælingsdal og
löngu seinna (19811983) varð hann fyrsti yfir
kennari þess skóla. Hann lauk landsprófi frá
Héraðsskólanum á Laugarvatni vorið 1968
og stúdentsprófi frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð í júní 1972. Árið 1979 lauk hann BA
prófi frá Háskóla Íslands í ensku og almennri
bókmenntasögu. Síðan hélt hann til náms við
Edinborgarháskóla og lauk þaðan meistaraprófi
(M.Litt.) í enskum bókmenntum árið 1981.
Á skólaárunum vann Benedikt við ýmis
störf, bæði á sjó og landi, eins og algengt var hjá
skólafólki þeirrar tíðar. Eftir að námi lauk hef-
ur hann starfað við kennslu, margvísleg skrif-
stofustörf og einnig unnið við útgáfu, ritstörf og
þýðingar. Frá árinu 2002 hefur hann starfað sem
verkefnastjóri og vefstjóri hjá Þjóðskjalasafni
Íslands.
Árið 1999 gaf Benedikt út niðjatal Benedikts
afa síns og Guðrúnar ömmu sinnar og kallaði
það Hamraætt. Árið 2009 kom út bókin Fyrir
opnu hafi, sem geymir niðjatal Guðmundar
Guðmundssonar og Ragnheiðar Halldórsdóttur í
Bæ á Selströnd ásamt ýmsu öðru efni. Benedikt
ritstýrði þeirri bók ásamt Þorkatli Erni Ólasyni.
Benedikt Jónsson,
nýr formaður
Ættfræðifélagsins