Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2017, Blaðsíða 2

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2017, Blaðsíða 2
2http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2017 aett@aett.is Útgefandi: © Ættfræðifélagið Ármúla 19, 108 Reykjavík. = 588-2450 aett@aett.is Heimasíða: http://www.ætt.is Ritnefnd Fréttabréfs: Guðfinna Ragnarsdóttir = 568-1153 gudfragn@mr.is Magnús Grímsson = 899-8831 magnus@fa.is Ritstjóri Fréttabréfs: Guðfinna Ragnarsdóttir Laugateigi 4, 105 Reykjavík = 568-1153 gudfragn@mr.is Ábyrgðarmaður: Benedikt Jónsson for mað ur Ætt fræði fé lags ins Prófarkalestur: Magnús Grímsson Umbrot: Þórgunnur Sigurjónsdóttir Efni sem óskast birt í blaðinu berist umsjónar manni á rafrænu formi (tölvupóstur/ viðhengi) Prentun: GuðjónÓ *** Fréttabréf Ættfræði- félagsins er prentað í 450 eintökum og sent öllum skuldlausum félögum. Verð í lausasölu er 500 kr. Allt efni sem skrifað er undir nafni er birt á ábyrgð höfundar. Annað er á ábyrgð ritstjórnar. *** Himinlifandi Ég má til með að segja að ég varð himinlifandi við lestur síðasta Fréttabréfs Ættfræðifélagsins, skrifar María Jóhannsdóttir í litlu bréfi sem hún sendi Fréttabréfinu. Það sem gladdi hana svo mjög var grein Guðmundar Sigurðar Jóhannssonar um hjónin Ingjald Sigfússon og Ásdísi Jónsdóttur og dætur þeirra. María hafði lengi leitað forfeðra Guðlaugar, dóttur þeirra hjónanna, en Guðlaug var langalangalangamma Maríu. Þar sem Guðlaug var talin ættuð úr Bárðardal hafði María m.a. fengið Indriða Indriðason ættfræðing til þess að leita forfeðranna, en án árangurs. Í grein sinni rekur Guðmundur ættir Guðlaugar í marga liði og er það að sjálfsögðu mikill fengur. María sendi Fréttabréfinu skemmtilega vísu tengda þessum forfeðrum sínum. Talið er að Magnús Marteinsson hús- maður á Drumboddsstöðum, sem var fæddur um 1715 og ættaður frá Meðalholtum í Flóa, hafi farið norður í kaupavinnu og kynnst konuefni sínu, Guðlaugu Ingjaldsdóttur, þar. Hún var fædd um 1743 og dáin 7. janú- ar 1808 á Miðfelli í Þingvallasveit. Þótt aldursmunur þeirra Magnúsar væri mikill, áræddi hann að biðja hennar og orðaði bónorðið á þessa leið: Segðu mér það, svanni hreinn, svör hver mundir veita, ef sextugur yngissveinn eftir gerði leita. Vísan hreif. Sonur Magnúsar og Guðlaugar var Kristján hreppstjóri í Skógarkoti í Þingvallasveit sem margir kannast við, þar sem hann er ein aðalpersónan í bók Björns Th. Björnssonar, Hraunfólkið. Seinni mað- ur Guðlaugar var Þorkell Jónsson bóndi á Miðfelli í Þingvallasveit. Sé miðað við aldur Magnúsar í vísunni góðu stemmir það vel að Guðlaug er flutt suður og sögð 29 ára við húsvitjun í Torfastaðaprestakalli í Árnesprófastdæmi árið 1778. Við þetta allt má bæta að fáir ef nokkrir ættfræðingar jafnast á við Guðmund Jóhann Sigurðsson, og því ber að fagna hverri grein sem hann sendir Fréttabréfinu. Hann hefur að öllum öðrum ólöstuðum nýtt sér bet- ur legorðaskrár og dómabækur, skiptabækur og skjöl sem flestir sneiða framhjá en gefa oft nauðsynlega og langþráða bita í ættarpúslið. Ritstjóri. Til sölu Halldór Halldórsson f.v. formaður Ættfræðifélagsins býður til sölu: • Vestfirskar ættir 4 bindi 18 000 kr (Arnardalsætt og Eyrardalsætt) • Orrastaðaætt 2000 kr • Íslensk ættfræði eftir Kristínu H Pétursdóttur 3000 kr • Frímúrarareglan á Íslandi 25 ára 20 000 kr Allt góð eintök. Sími Halldórs er 567 2173 Munið Maí- gönguna!

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.