Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2017, Blaðsíða 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2017, Blaðsíða 6
6http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2017 aett@aett.is skrifari hjá þeim hjónunum í Laugarnesi árin 1831- 32, eftir að hann varð stúdent. Steingrímur biskup var einn helsti ættfræðingur landsins. Ættartölubækur hans í ellefu bindum, flestar með hans eigin hendi, eru stórmerkileg rit. Í Laugarnesi var geymt mesta safn íslenskra handrita sem þá var til í landinu. Bóka- og handritasafn Steingríms varð síðar uppistaða Landsbókasafnsins. Biskupsstofan Þau Valgerður og Steingrímur giftu sig árið 1806, og árið 1809, þegar Valgerður er 38 ára, fæðist einkason- urinn Hannes Johnsen Steingrímsson, síðar kaup- maður í Reykjavík, heitinn eftir Hannesi biskupi. Steingrímur tók við biskupsembættinu 14. júní 1825. Þau fluttust þó ekki inn í Laugarnes fyrr en vorið 1826, þegar biskupsstofan var tilbúin. Þá vantaði, segir sagan, enn bæði glugga og hurðir í húsið. Þar bjuggu þau þar til Steingrímur lést 14. júní 1845. Hinn nýi biskupsbústaður var jafnan nefndur Laugarnesstofan, Biskupsstofan í Laugarnesi eða að- eins Stofan. Það var mikið hús, eitt fárra steinhúsa á landinu, en ekki var það að sama skapi vandað, þótt konungurinn styrkti byggingu þess. Steingrímur gerði samning 7. apríl 1825 við dansk- an múrara frá Kaupmannahöfn um smíði stofunnar. Sá hét Fredrik August Maltezow. Vinnulaun hans áttu að vera tveir ríkisdalir á dag, auk fæðis, ókeypis ferð og fæði til Íslands og heim aftur, nægilegt öl daglega, og peli af brennivíni, bæði á leiðinni og allan vinnutím- ann. Stofan var hlaðin úr múrsteini, með helluþaki, en mikið af því fauk í ofviðri 1848. Kvistur var á stof- unni með svonefndu skútaþaki, og segja fróðir menn að hafi verið fyrsti kvistur á húsi hér á landi. Það kom brátt í ljós að margir gallar voru á Biskupsstofunni og hélt hún hvorki vindum né vatni. 1839 seldi Steingrímur bænum jörðina, en um það hafði áður verið samið. Valgerður lést 1856 hjá Sigríði dóttur sinni og manni hennar Árna Helgasyni prófasti í Görðum á Álftanesi. Hún hafði þá verið ellefu ár í ekkjustandi. 30 ár Næsti biskup í Laugarnesi var dómkirkjuprest- urinn í Reykjavík, Helgi Guðmundsson Thordersen. Ragnheiður, kona Hannesar ráðherra Hafstein, var sonardóttir hans. Helgi biskup undi ekki í Laugarnesi nema í 10 ár. Undir eins og hann varð biskup, sótti hann um að mega búa í Reykjavík, en ekki í Laugarnesi, en honum var neitað um það. Hann flutti ekki úr Laugarnesi fyrr en árið 1856, en þá hafði Laugarnes verið biskupssetur í rétt 30 ár. Biskupsstofan mun hafa staðið vestan til á nes- inu, rétt suður af Listasafni Sigurjóns. Hún var rifin til grunna, þegar Holdsveikraspítalinn var reistur árið 1898. Hún var síðast notuð handa frönskum, bólu- sjúkum sjúklingum. Til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins var Stofan gerð að bólusóttarsjúkrahúsi. Franskur sjómaður, segir sagan, deyr úr bólu „á bóluspítalanum“ (Biskupsstofunni) að Laugarnesi 2. apríl 1872, og er greftaður daginn eftir í Laugarneskirkjugarði. Það mun vera síðasta gröfin Hannes Finnson. Hann var síðasti biskupinn í Skálholti. Hann erfði Laugarnesið eftir frænku sína Elínu Hákonar dóttur árið 1787. Valgerður kona hans giftist síðar Steingrími Jónssyni, síðar biskupi, og bjuggu þau í Biskupsstofunni í Laugarnesinu í tæp tuttugu ár. Steingrímur Jónsson biskup var einn mesti lærdóms- og gáfumaður landsins á sinni tíð. Hann átti mjög merkilegt bókasafn, sem varð uppistaðan í Landsbókasafninu.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.