Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2017, Blaðsíða 9

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2017, Blaðsíða 9
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2017 http://www.ætt.is aett@aett.is9 Hún átti að heita Guðmunda, en presturinn sagði nei. Hún var að sunnan, en flutti norður. Hún lærði til kennara, en varð hjúkrunarkona. Hún hét Margrét og var Halldórsdóttir og átti eldri systur sem einnig hét Margrét. Árið 1878 hófu ung hjón héðan úr sveit búskap í Hrosshaga. Bæði voru þau af traustum bændaættum. Hét hann Halldór Halldórsson, f. 1849, frá Bræðratungu Þórðarsonar prests á Torfastöðum og fyrri konu hans, Margrétar Halldórsdóttur frá Vatnsleysu. Kona Halldórs Halldórssonar var Steinunn Guðmundsdóttir f. 1850, frá Króki, dóttir Guðmundar bónda þar og konu hans Vigdísar Þórðardóttur, Bergsveinssonar frá Bræðratungu. Ekki hygg ég að það hafi verið mikill auður í búi þeirra Hrosshagahjóna frekar en annarra frumbýlinga á þeirra tíð, en þó hefur mér skilist að þau muni alltaf hafa verið fremur veitandi en þiggjandi í sinni sveit. Þeim Hrosshagahjónum mun hafa orðið sjö barna auðið og komust fimm af þeim til fullorðinsára en tvö dóu í bernsku. Þau sem upp komust voru þessi: Elst var Vigdís, f. 1879, næstur var Halldór, f. 1883, síðan Margrét eldri, f. 1885, síðan Margrét yngri, f. 1888 og loks Þorbjörg, f. 1892. Guðmunda Það var ætlun foreldranna að hún skyldi heita Guðmunda, en þá hafði sóknarpresturinn, sem var séra Magnús Helgason, sagt þvert nei, hann mundi ekki skíra neitt barn Guðmundu, og var stúlkan því látin heita Margrét, þótt önnur systir væri fyrir í systkina hópnum með því nafni. Þorbjörg var sú eina af þessum systkinum sem giftist og eignaðist barn og var það undirritaður. Það mun hafa verið metnaðarmál þeirra Hross- hagahjóna að dætur þeirra gætu notið einhverrar menntunar á sínum unglingsárum, og var það aðal- lega fólgið í því að koma stúlkunum í góða vist, sem kallað var. Stúlkurnar réðust þá á heimili sem þóttu skara fram úr að myndarskap, og vissi ég að Vigdís var hjá póstmeistara sem hún nefndi alltaf svo. Mig minnir að hann hafi heitað Sigurður Eggerz, en ekki er að treysta því. Margrét eldri mun hafa verið hjá Garðari Gíslasyni stórkaupmanni. Einnig var hún hjá Matthíasi Einarssyni lækni. Mun hún hafa lært karlmannafatasaum. Til náms En það er af Þorbjörgu móður minni að segja að Halldór Þórðarson: Gréta hún fór í vist til Guðmundar Björnssonar landlækn- is og var þar tvo vetur. Hún lærði einnig fatasaum, en sumarið á milli þeirra vetra var hún í kaupavinnu norður í Víðidalstungu, og mun það hafa ráðist af því að Jóhanna, er þar bjó, var systir Guðmundar Björnssonar landlæknis. Af Halldóri er það að segja að hann vann alltaf við heimilið nema er hann fór til sjávar á vetrarvertíðum. Þegar hér er komið víkur sögunni að Margréti yngri sem séra Magnús Helgason vildi ekki skíra Guðmundu. Það mun hafa verið árið 1905 sem séra Magnús lét af presstskap á Torfastöðum og fluttist til Reykjavíkur og gerðist skólastjóri nýstofnaðs kenn- araskóla. Hvort tveggja var, að honum hefur verið Hrosshagaheimilið kunnugt, þar sem það er næsti bær við Torfastaði, og honum hefur verið ljóst að þessi unga stúlka var vel greind og dugleg. Það verður því að ráði að hún fer með honum til Reykjavíkur og ger- ist einn af fyrstu nemendum hins nýstofnaða skóla. Hún hafði húsnæði hjá hjónunum séra Magnúsi og frú Steinunni. Ekki er mér kunnugt um skólafélaga Grétu þennan fyrsta vetur hennar þarna, en best gæti ég trúað að þar hefði mátt finna Helga Salómonsson, er síðar nefndi sig Hjörvar, og Jón Kristófersson, bróður Eiríks, hins landskunna skipherra. Atorkukona Ekki veit ég hvað skólinn hefur staðið langt fram á Halldór Þórðarson var áratugum saman bóndi á Litla-Fljóti í Biskupstungum. Hann hefur safnað miklum fróðleik um ættina sína og sveitungana og birt í ýmsum blöðum. Hér segir hann frá Margréti föðursystur sinni sem var fædd 1888.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.