Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2017, Blaðsíða 14

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2017, Blaðsíða 14
14http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2017 aett@aett.is vegar ekki í Biskupasögum sínum að Sigurður „yngri“, sonur þeirra biskupshjónanna, drukknaði í Ölfusá, 32 ára gamall, frá nýfæddri dóttur sinni, árið 1617, en þá voru liðin um fimmtán ár frá broti steinbogans. Skálholt átti heldur betur eftir að koma við sögu Jóns Halldórssonar. Hann var kosinn til biskups árið 1720, við jarðarför Jóns Vídalíns, og ári síð- ar við prestastefnu, en konungur valdi Jón Árnason í staðinn til biskups. Ekki fékk Jón því sjálfur not- ið biskupsembættisins, en sneri sér í staðinn alfar- ið að fræðastörfunum. Finnur sonur hans varð aftur á móti Skálholtsbiskup og sonur hans, Hannes Brúará. Steinboginn frægi mun hafa legið yfir gjána sem liggur eftir miðjum botni árinnar. Árið 1602 á Skáholtsbrytinn að hafa brotið hann niður, með ráði, eða vitund, Helgu biskupsfrúar. Stuttu seinna drukknaði hann í ánni. Finnsson, sömuleiðis, en hann varð síðasti biskup- inn í Skálholti og lést þar 1796. Seinni kona hans, Valgerður Jónsdóttir, giftist síðar Steingrími Jónssyni biskupi og bjuggu þau í Laugarnesi við Reykjavík. Dóttir Valgerðar og Hannesar var Þórunn, móðir Steingríms Thorsteinssonar skálds og rektors Lærða Skólans, arftaka Skálholtsskóla. Þórunn bar nafn fyrri konu föður síns, en hún var dóttir Ólafs Stephensen stiftamtmanns í Viðey. Og lýkur þar með frásögninni um steinbogann og hústrú Helgu með ögn af sagnfræðilegu, jarðfræðilegu og ættfræðilegu ívafi. Smælki Selir og akrar Í elsta máldaga Reykjavíkurkirkju frá 1397 kemur fram að Jónskirkja í Vík eigi land að Seli, akurland og sellátur í Örfirisey, auk þess akurland í Akurey og rekann við Kirkjusand. Af þessu sést að stund- uð hefur verið kornyrkja í báðum þessum eyjum á þessum tíma, auk þess sem selur hefur verið veidd- ur í Örfirisey. Skólavörðurnar 1793 hlóðu skólapiltar Hólavallarskóla fyrstu vörðuna á Skólavörðuholtinu sem þá var kallað Arnarhólsholt. Sú varða hrundi upp úr aldamót- unum 1800. 1834 lét Krieger stiftamtmaður hlaða vörðuna upp á nýtt. Sú varða hrundi 1858 og tíu árum seinna var þriðja varðan hlaðin, eftir teikningu Sigurðar Guðmundssonar málara. Sú varða vék fyrir styttu Leifs Eiríkssonar árið 1931. Margir sáu eftir skólavörðunni, en hluti af grjóti hennar hefur varð- veist,og er nú á Árbæjarsafninu. Ef hann væri... Ættarútkoman byggist að sjálfsögðu á makavalinu og þá er betra að vanda sig. Þegar á reynir eru menn misánægðir með makann eins og konan sem sagði um manninn sinn: Ef hann væri vettlingur, þá rekti ég hann upp.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.