Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2017, Blaðsíða 17

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2017, Blaðsíða 17
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2017 http://www.ætt.is aett@aett.is17 Það er svo margt sem við ætlum að gera á morg- un. Hver kannast ekki við það? En tíminn líð- ur og þeim fækkar sem fróðleikinn bera. Við stöndum allt of oft frammi fyrir því að það er orðið of seint að spyrja. Hver dagur getur ver- ið óendan lega dýrmætur ef við notum hann rétt. Að því komst ég einn fagran sumardag árið 2004 þegar við Ragnheiður Helgadóttir, vinkona mín, ákváðum að renna austur í Grímsnes með okkar frábæru Ingibjörgu Tönsberg frá Hömrum, sem var flestum mönnum fróðari um einstaklinga, ættir og sögur úr Grímsnesinu. Ingibjörgu hafði ég þekkt alla mína ævi. Svo kom í ljós að barnabörnin mín röktu ættir sínar austur í Grímsnes og Ingibjörg tilkynnti mér að Jarl Sigurðsson, langafi þeirra, og hún væru þremenning- ar. Þar við bættist náttúrlega að hún var föðuramma Kristínar Bjargar, dóttur Ragnheiðar vinkonu minn- ar. Nú var sem sé komið að því. Forláta bíll, nesti og nýir skór og við lögðum af stað. Ragnheiður sat undir stýri. Ingibjörg sat í framsætinu og ég sat aftur í vopnuð skrifblokk og penna. Við vorum varla lagðar af stað þegar Ingibjörg fór að fræða okkur, rekja ættir og segja sögur. Hún lét dæluna ganga, ég skrifaði og Ragnheiður keyrði. Að uppskeran yrði jafn ótrúleg á einum degi og raun ber vitni er lyginni líkast. Fyrst var það ættarrunan, lítið skildi ég í henni fyrr en kjöt var komið á beinin. Byrjum þá á byrjuninni: • Yngsta kynslóðin er Garðar og Ragnar Björn Ingvarssynir, þau tvö barnabörn sem ég átti þá. • Ingvar Bjarnason, f. 1972, tengdasonur minn, ætt- aður að hluta úr Grímsnesinu. • Bjarni Jarlsson, faðir Ingvars, f. 1949. • Jarl Sigurðsson, afi Ingvars, f. 1922. • Sveinbjörg Halldóra Sumarlilja, langamma Ingvars, f. 1894 og Sigurður Þorsteinsson langafi hans. Þau voru foreldrar Jarls. • María Sveinsdóttir fædd 1870 og Marteinn Ágúst Finnbogason, foreldrar Sveinbjargar Halldóru Sumarlilju. • Sveinn Jónsson, f. að Hurðarbaki í Flóa 1828 og Halldóra Sigurðardóttir kona hans, búendur í Smiðsnesi í Grímsnesi, foreldrar Maríu. • Jón Jónsson f. 1802 og Margrét Sveinsdóttir f. 1806, b. Súluholti í Flóa, foreldrar Sveins. Þau voru ekki gift. Guðfinna Ragnarsdóttir: Óvænt uppskera Hér var ég að niðurlotum komin í skriffinskunni en Ingibjörg var rétt að byrja! Ofangreindur Jón, bóndi í Súluholti í Flóa, gift- ist Kristínu, en hún hafði verið 3. kona Sveins Einarssonar, en misst hann. Stjúpdóttir Kristínar, Margrét, átti svo barn með Jóni manni stjúpu sinnar. Barnið var Sveinn. Sveinn Einarsson átti þrjár konur, sagði Ingibjörg, þær voru: • Þorgerður Nikulásdóttir (1747­1803), hann missti hana. • Guðlaug (1777­1815), hann missti hana, þeirra dóttir var Margrét, barnsmóðir Jóns númer átta! • Kristín Jónsdóttir (1791­1868) (sú ofannefnda) Þarna missti ég alveg þráðinn og lái mér það hver sem vill, svo Ingibjörg skýrði þetta nánar. Eftir að Kristín missti Svein, fór hún á næsta bæ og gifti sig þar Jóni Jónssyni. Hún var með Margréti stjúpdóttur sína með sér. Jón bóndi barnaði hana og Sveinn litli fæddist árið 1828. Þau Jón og Margrét voru á svipuðum aldri, hann fæddur 1802 hún 1806. Ekki varð meira þeirra á milli. Margrét giftist síðar Jóni Brynjólfssyni og varð húsmóðir í Ölvisholti. Margrét var ættuð úr Hreppunum og hún ráðstafaði Sveini litla þangað. Það voru prestshjónin séra Hjörleifur Oddsson og kona hans Kristín „eldri“ Jónsdóttir sem ólu hann upp, en þau giftu sig sama ár og Sveinn litli fæddist. Þar var ekki í kot vísað. Þau bjuggu í Stóru- Mástungu 1828 til 1838. Þau fluttu svo með hann að Seli í Grímsnesi, þar sem séra Hjörleifur var aðstoð- arprestur séra Halldórs Jónssonar, bróður Steingríms biskups, á Mosfelli allt til ársins 1855. Þar ólst Sveinn litli upp ásamt Gróu dóttur þeirra hjónanna, en hún varð síðar húsfreyja á Seli og er stór ættbogi frá henni kominn. Á hinum Selsbænum var ung stúlka, Halldóra Sigurðardóttir f. 1826. Þau Sveinn felldu hugi sam- an og giftust í Mosfellskirkju 17. 10. 1850. Þá var Halldóra 24 ára og Sveinn 22 ára. Þá var kirkjan á þriðja ári, sagði Ingibjörg sem allt vissi, enda hafði hún sjálf gift sig þar um níutíu árum síðar. Sveinn var sagður greindur, glettinn og hagmæltur dugnaðarmað- ur, en meira hneigður til smíða en búskapar. Hann var langafi Jarls og Ingibjargar. Halldóra var ljósmóð- ir, hún var handnett og tók á móti mörgum börnum. Sveinn var lengst af bóndi á Þórisstöðum í Grímsnesi

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.