Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2017, Qupperneq 19
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2017
http://www.ætt.is aett@aett.is19
tóttirnar þar sem við settumst á samfallin rúmstæð-
in og snæddum nestið okkar, meðan Ingibjörg lét
dæluna ganga. Þarna fékk ég ómældan fróðleik um
langalangalangalangafa og -ömmu barnabarnanna
minna. Ef mér misreiknast ekki þá er Kristín Björg
5. og þau 6. kynslóðin og tæpum 150 árum frá Sveini
og Halldóru. Og allur þessi fróðleikur sem Ingibjörg
dældi þarna í okkur hafði borist mann fram af manni.
Og nú fengum við hann beint í æð!
Seyðisfjörður
Frá Smiðsnesi fluttu þau Sveinn og Halldóra til
Reykjavíkur og svo til barna sinna á Seyðisfirði. Þau
eignuðust 10 börn, 7 komust upp, af þeim fóru 4 til
Ameríku. Sveinn dó 1902 og Halldóra 1910, bæði á
Seyðisfirði.
Börn þeirra voru:
• Sigurður dó ungur úr barnaveiki (18511852).
• Rannveig, f. 1852 d. 1943, mamma Jóhannesar
bónda á Hömrum í Grímsnesi, amma Ingibjargar
sögukonu, og langalangamma Kristínar Bjargar,
dóttur Ragnheiðar.
• Margrét dó ung, f. 1853
• Einar f. 1855, fór til Ameríku, gullsmiður.
• Þórey f. 1857, fór til Ameríku, saumakona.
• Sigurður f. 1859, fór til Ameríku, steinsmiður, vann
við að gera stöplana undir Ölfusárbrúna 1891.
• Eyjólfur f. 1863, fór til Ameríku, járnsmiður.
• Jóhannes f. 1866, d. 1955, úrsmiður, ólst upp hjá
Rannveigu elstu systur sinni, ömmu Ingibjargar
sögukonu.
• Kristín dó ung úr barnaveiki (18671871).
• María f. 1870 d. 1958, móðir Lilju, móður Jarls,
langafa barnabarnanna minna.
Ameríka
Af störfum þeirra systkinanna sést að þau eru hand-
lagin og flink: járnsmiður, steinsmiður, gullsmið-
ur, úrsmiður, saumakona... Systurnar Rannveig og
María voru báðar sagðar handnettar, eins og Halldóra
móðir þeirra, og léttar á fæti. Báðar gengu þær allt-
af með gulleyrnalokka sem gullsmiðurinn, Einar
bróðir þeirra, smíðaði og gaf þeim þegar hann fór til
Ameríku.
Þau voru aðeins þrjú systkinin sem urðu eftir á
Íslandi, en það var elsta systirin, Rannveig, amma
Ingibjargar og langalangamma Kristínar Bjargar,
yngsta systirin, María, langalangalangamma barna-
barnanna minna og svo Jóhannes úrsmiður á
Seyðisfirði.
Jóhannes átti býsna litríka ævi. Hann ólst, eins
og áður sagði, upp hjá elstu systur sinni Rannveigu.
Hún bjó ásamt manni sínum Jóni Jóhannssyni á
Þórisstöðum. Jóhannes var lítt fyrir búskap gefinn
og sinnti ekki alltaf þeim störfum sem honum voru
falin, Jóni mági sínum til mikils ama. Því var það
einn daginn að Jón, afi Ingibjargar sögukonu, mað-
ur Rannveigar, kom að honum uppi í jötunni að gera
við úr, en hann hafði þá gleymt eða týnt kvíaánum.
Jón varð svo reiður að hann rak Jóhannes mág sinn
burt af bænum.
Rannveig varð miður sín yfir harðneskju bónda
Hér standa þær Ingibjörg og Ragnheiður við leiði hjónanna Sigríðar Bjarnadóttur og Jóhannesar Jónssonar á Hömrum,
foreldra Ingibjargar. Rannveig, föðuramma Ingibjargar, var dóttir Sveins og Halldóru í Smiðsnesi. Hún var eitt þeirra
þriggja systkina sem ekki fluttu til Ameríku.