Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2017, Blaðsíða 18

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2017, Blaðsíða 18
18http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2017 aett@aett.is og vann sem smiður. Síðan gerðist hann húsmaður á Stærribæ í Grímsnesi og þar fæddust börnin Jóhannes og Kristín. Dóttirin María, var yngst, hún er formóðir barna- barnanna minna. Hún er fædd á Ingvarshóli sem er eyðibýli í Þóroddsstaðalandi í Grímsnesi. Á Þórodds- stöðum býr nú hrossabóndinn Bjarni Þorkels son, og í dag grær grasið á gömlu rústunum í hófsporum fallegu gæðinganna hans. Næst lá leið okkar að Seli þar sem þau Sveinn og Halldóra höfðu kynnst og alist upp saman. Bærinn kúrir undir Mosfellinu og tær Brúaráin rennur austan og sunnan við túnin. Smiðsnes Við rennum í hlað á Seli og Ingibjörg ræðir af þekkingu og áhuga við húsmóðurina Þórunni. Við Ragnheiður hlustum og njótum. Bæjarstæðið er fallegt, en þar er mjög kvöldsett. Svo heimsækj- um við fallegu, svarttjörguðu Mosfellskirkjuna þar sem þau Sveinn og Halldóra höfðu gift sig 150 árum áður. Þar leiðir Ingibjörg Ragnheiði að fallega leið- inu þar sem Hamrahjónin, Sigríður Bjarnadóttir og Jóhannes Jónsson, foreldrar Ingibjargar og langafi og langamma Kristínar Bjargar, dóttur Ragnheiðar, hvíla. Svo liggur leiðin að Þórisstöðum þar sem þau Sveinn og Halldóra bjuggu lengst. Sigurdís húsfreyja tekur á móti okkur á hlaðinu þar sem litlir fætur for- feðranna hlupu um fyrir margt löngu. Þar er mjög víðsýnt, og stutt í ármót Brúarárinnar og Hvítár, þar sem gufan frá Þorlákshver stígur til himins. Í suðrinu gnæfir Vörðufellið. Bóndinn togaði takmarkað í Svein, smíðarnar voru hans ær og kýr. 1878 byggðu þau Sveinn og Halldóra sér svo bæ við Höskuldslæk í landi Hraunkots, í svonefndri Selheiði í Grímsnesi. Það var tómthús- mannabýli. Þar var ekkert tún en stór kálgarður. Presturinn í Klausturhólum, Eggert Sigfússon, spurði Svein hvort hann væri búinn að skíra bæinn. Ekki var Sveinn búinn að því. „Smiðsnes skal hann heita, er það ekki gott?“ sagði presturinn. „Þér eruð smiður“. Og það varð. Um þetta orti Sveinn: Smiðsnes nýbyggður bærinn heitir, bólstaður sá mér verði kær, húsaskjól gott hann helst mér veitir þá hretviðri lífsins færast nær. Deilist mér hérna daglegt brauð. Drottinn bæg frá mér hverri nauð. Sex kynslóðir Þau Sveinn og Halldóra bjuggu í Smiðsnesi í fimm ár, en fóru þá alfarin úr Grímsnesinu. Það var und- arleg tilfinning að renna niður að gömlu tóttunum af Smiðsnesi við Höskuldslækinn. Þar datt mér í hug kvæði Guðmundar Böðvarssonar þar sem hann seg- ir: „Og jarðraskið jafnast og grær og jurtirnar finna sér stað...“ Þarna er allt grasi gróið niður að lækjar- bakkanum og engum nema staðkunnugum hefði dott- ið í hug að þarna leyndust rústir gamals bæjar. Við klofuðum yfir kargaþýfið og gengum inn í bæjar- Á Seli tók Þórunn Árnadóttir bóndi á móti okkur og þær Ingibjörg rifjuðu upp gamla tíma. Báðar hafa þær nú, rúm- um áratug síðar, safnast til feðra sinna en afkomendur Þórunnar og ættingjar Ingibjargar byggja enn jarðirnar Sel og Hamra í Grímsnesinu.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.