Mosfellingur - 10.01.2019, Blaðsíða 16

Mosfellingur - 10.01.2019, Blaðsíða 16
 - Hvítt verður svart16 Í vor opnar Blackbox Pizzeria í hjarta Mos- fellsbæjar þar sem veitingastaðurinn Hvíti Riddarinn hefur verið í mörg ár. „Þetta er fullkomin staðsetning fyrir næsta Blackbox-stað í fjölskylduvænum bæ sem telur rúmlega ellefu þúsund íbúa og mikil vöntun á skemmtilegum veitinga- stöðum,“ segir Jón Gunnar Geirdal einn eigenda staðarins. „Þessi nýi staður verður umkringdur frábærum nágrönnum en hér sækja sækja Mosfellingar sína helstu þjónustu. Hér höfum við Krónuna, Mosfellsbakarí, apó- tek, fiskbúð og ísbúð og einnig örstutt í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar. Það er líka spennandi að fylgjast með þeirri uppbygg- ingu sem er í gangi hérna í miðbænum. Við sjáum mikla möguleika og hlökkum til að kynnast Mosfellingum. Við munum bjóða upp á boltagláp og góðar pizzur. Sama módel og við erum með í Borgartúninu, ódýr bjór og léttvín og stærstu viðburðir á skjánum.“ Eldbakaðar pizzur á tveimur mínútum Blackbox opnaði sinn fyrsta stað í janúar í fyrra í Borgartúni 26 og hefur notið mikilla vinsælda en Blackbox afgreiðir eldsnöggar, eldbakaðar, súrdeigsbotnspítsur með há- gæða hráefnum, byltingarkenndur snún- ingsofninn nær gífurlegum hita og eldbakar pítsuna á aðeins tveimur mínútum. Eigendur Blackbox eru stofnendur stað- arins, Karl Viggó Vigfússon og Jón Gunnar Geirdal, ásamt Jóhannesi Stefánssyni og fjölskyldu í Múlakaffi og Jóhannesi Ás- björnssyni en saman eiga þeir tveir síðast- nefndu Gleðipinna, rekstraraðila Keiluhall- arinnar og Hamborgarafabrikkunnar. Athafnamennirnir fengu afhenta lykla af staðnum í vikunni og stefna á þónokkrar framkvæmdir og breytingar áður en dyrnar verða opnaðar á nýjum og fjölskylduvæn- um stað í Mosfellsbæ. „Við stefnum á að opna í mars ef allt gengur upp,“ segir Jón Gunnar lokum. Taka yfir húsnæði Hvíta Riddarans og ráðast í framkvæmdir • Boltagláp og pizzur Blackbox opnar í Háholti í vor hringdu.is mættir í mosó. Jói ásbJörns, karl viggó og Jón gunnar Mynd/RaggiÓla Mosfellingur ársins minningarsjóður stofnað- ur eftir fráfall sonarins þjóðarátakinu „ég á bara eitt líf“ vel tekið „tek við viðurkenningunni fyrir hönd okkar allra“ 2018Óskar Vídalín Kristjánsson MOSFELLINGUR R É T T I N G AV E R K S TÆ Ð I Jóns B. ehf Flugumýri 2, Mosfellsbæ Símar: 566 7660 og 697 7685 jonrett @internet.is www.jonb.iS Þjónustuverkstæði Bílaleiga á staðnum cabas tjónaskoðun ný skiptum um framrúður 1. tbl. 18. árg. fimmtudagur 10 . janúar 2019 Dreift frít t inn á öll heimili og fyrirtæki í mosf ellsbæ, á k jalarnesi og í k jós Vefútgáfawww.mosfellingur.is ertu í söluhugleiðingum eða að velta fyrir þér að kaupa fasteign? sigurður gunnarsson lögg. fasteignasali s: 8991987 sigurdur@fastmos.is ingimar óskar másson lögg. fasteignasali s: 612-2277 ingimar@fastmos.is einar Páll kjærnested lögg. fasteignasali s: 899-5159 einar@fastmos.is svanþór einarsson lögg. fasteignasali s: 698-8555 svanthor@fastmos.is Fasteignasala Mosfellsbæjar hefur verið rekin í Mosfellsbæ síðan 1998 og hefur lagt m etnað sinn í að þjónusta Mosfellinga frá uppha fi. vonum að átakið skili sér og hjálPi öðrum Óskar Vídalín tekur við nafnbótinni Mosfell- ingur ársins. Styttan er eftir leirlistakonuna Þóru Sigurþórsdóttur. NáNar á blaðsíðu 6 Mosfellingur á netinu Hvað er að frétta? Sendu okkur línu... mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.