Mosfellingur - 10.01.2019, Blaðsíða 34

Mosfellingur - 10.01.2019, Blaðsíða 34
matur í mos Það er að koma nýr matsölustaður í Mosfellsbæ. Leysir Hvíta Riddarann af hólmi. Hvernig staður? Pizzustaður. Skemmtileg nýjung. Akkúrat það sem við þurftum, Mosfellingar. Staður sem afgreiðir pizzur og það mjög hratt. Ég er hrikalega spenntur fyrir þessu. Það hefði alls ekki passað að fá í miðbæ Mosfellsbæjar stað sem ekki leggur áherslu á skyndibita. Stað sem byði upp á nýmóðins hollustu. Það yrði líklega of mikið rót fyrir okkur. Blik Bistro & Grill er reyndar að hrista aðeins upp í okkur með því að bjóða upp á fjölbreyttari mat og það er vel, en miðbær Mosfellsbæjar hleypir engum nær sem ekki heldur sig við grunnatriðin í matarmenningu okk- ar. Pizzabær eins og skáldið orti. Sem rímar kannski ekkert sérstaklega vel við það heilsueflandi samfélag sem við segjumst vera. Pælum í þessu íbúar og látum í okkur heyra ef við viljum fá öðruvísi staði og starfsemi í bæinn. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Nóg um mat. Minn draumur er að árið 2019 verði árið sem Mos- fellsbær tekur risaskref í uppbygg- ingu á íþróttafélaginu sem sameinar okkur. Aftureldingu. Iðkendum félagsins fjölgar eins og kanínum í Reykjalundarskógi, sem er frábært, enda fátt eins gott og skipulagðar íþróttir þegar kemur að forvörnum. Afturelding með sínar ellefu deildir er vettvangurinn sem bæjaryfirvöld ættu leggja allt sitt stolt í að hlúa að og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að félagið geti haldið áfram að vaxa og dafna. Það er ekki nóg að setja nokkra plástra á sár öðru hvoru. Það þarf að hugsa miklu stærra og bjóða í okkar ört vaxandi bæjarfélagi upp á fyrsta flokks íþróttaðstöðu – aðstöðu þar sem iðkendur geta skipt um föt, farið í sturtu eftir æfingar og tengst hver öðrum í notalegri félagsaðstöðu. All- ar deildir félagsins vilja þetta, félagið vill þetta, bæjarbú- ar vilja þetta. Áfram veginn! Heilsumolar Gaua www.fastmos.is Sími: 586 8080 Þverholti 2 - Heilsa og fullveldi34 Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is HÓPEFLI HÓPEFLIÐ HEFST OG ENDAR Á EINUM OG SAMA STAÐNUM Við höfum endurbætt alla aðstöðuna á keilu- brautum, stærri og betri borð, þægilegra aðgengi og hraðari afgreiðsla. Hvar er betra að þjappa hópnum saman en í góðu veðri innandyra hjá okkur þar sem allt er á einum stað. Fáðu tilboð frá okkur í þinn hóp á keiluhollin@keiluhollin.is eða í síma 511-5300 KEILA, MATUR, DRYKKUR OG ALLTAF GOTT VEÐUR STARFSMANNADJAMM Verkefnið 1918 er samfélagsfræðiverkefni sem allur 4. árgangur Varmárskóla tók þátt í. Nemendur fóru 100 ár aftur í tímann til að kanna þá merku atburði sem áttu sér stað. Markmið verkefnisins er þríþætt: Að fræðast um íslenska þjóðhætti, læra um fullveldi Íslands sem á 100 ára afmæli og kenna nemendum að nota tímalínu til að setja röð atburða í sögulegt samhengi. Farið var á Árbæjarsafn til að kynnast hvernig fólk bjó um aldamótin 1900. Þjóðminjasafnið var einnig heimsótt og tímalína skoðuð. Í skólastofunni var tímalínan 1918 sett upp á vegg og atburðum raðað þar á: Frostaveturinn mikli í janúar; Kötlugos og Spánskaveikin í október; lok fyrri heims- styrjaldar í nóvember; fullveldi Íslands 1. desember en þá varð landið sjálfstætt konungsríki. Í lokin var haldin Fullveldishátíð á sal Varmárskóla. Boðið var upp á kakó og þjóð- legt meðlæti. Með dyggri aðstoð foreldra varð þetta frábær endir á verkefninu. 1918 - Árið sem Ísland varð fullvalda konungsríki • 4. bekkingar í Varmárskóla Nemendur fóru 100 ára aftur í tímann á þjóðminjasafninu

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.