Mosfellingur - 10.01.2019, Blaðsíða 23

Mosfellingur - 10.01.2019, Blaðsíða 23
Kosning á www.mos.is sundmaður Aftureldingar Á þessu ári hefur hann bætt sig mikið í flest öllum sundum og er nálægt því að ná lágmarki inn á Íslandsmeistarmót í sundi. Stendur sig vel á æfingum og í keppni. Sigurður hefur æft sund í fjölda ára og er nú farinn að aðstoða þjálfar- ana í þjálfun yngri flokka. Sigurður er ekki bara frábær sundmað- ur, hann er einnig ómetanleg fyrirmynd sem yngri sundkrakkar líta upp til á hverjum degi. sigurður Þráinn sigurðsson sund Hjólreiðarmaður Aftureldingar Stefán Haukur Erlingsson fær þann heiður að vera sá fyrsti í sögunni sem er tilnefndur af hjóladeild Aftureldingar sem var stofnuð í apríl 2018. Það er því einstök ánægja að skoða afrek Stefáns fyrir þessa nýju deild. Vortímataka TT Breiðabliks 4. sæti í heildina – 2. sæti í aldursflokki Cervelo TT 5. sæti í heildina – 2. sæti í aldursflokki TT Íslandsmót 5. sæti í heildina – 2. sæti í aldursflokki Cube TT 3. sæti í heildina á öllum þremur mótum. Wow Cyclothon 2. sæti í 10 manna keppni. Bluelagoon Challenge 5. sæti í heild – 1. sæti í aldursflokki. stefán Haukur Erlingsson hjólreiðar Hestaíþróttamaður Harðar Reynir Örn Pálmason er fæddur árið 1971 og hefur verið í hestamannafé- laginu Herði alla tíð. Á árinu 2018 var Reynir í landsliðinu á Norðurlandamóti sem var haldið í Svíþjóð. Hann keppti þar til úrslita. Reynir keppti í Meistaradeild Cintamani í vetur og á mótum innanlands með góðum árangri. Eftirfarandi er árangur hans 2018: Meistaradeild 150 m skeið - 7. sæti Allra sterkustu 7. sæti Íþróttamót Harðar - tölt T2 - 1. sæti Fimmgangur - 1. sæti Gæðingamót Harðar - A-flokkur - 1. sæti Skeiðleikar - 150 m skeið - 4. sæti Norðurlandamót - slaktaumatölt - 5. sæti Reynir Örn Pálmason hestaíþróttir Íþróttamaður Taekwondo deildar Aftureldingar Wiktor hefur í gegnum árin verið einn okkar efnilegasti keppandi í taekwondo, og er nú orðinn okkar besti keppandi. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Wiktor vakið eftirtekt fyrir einstaklega ljúfa og þroskaða framkomu hvort sem er á mótum, í landsliði eða á æfingum hjá félaginu. Wiktor er jafnvígur á báða hluta íþróttarinnar, bardaga og form, og hefur verið fastamaður í báðum landsliðum TKÍ. Wiktor er okkar yngri keppendum einstök fyrirmynd og mun á næstu árum verða burðarás í starfsemi félagsins og á fullt erindi í hóp þeirra bestu í Evrópu. wiktor sobczynsky taekwondo Karatemaður Aftureldingar Þórður hefur æft karate hjá Aftureld- ingu frá 6 ára aldri og verið í afrekshóp síðastliðin ár. Í vor var hann valinn til að æfa og keppa með A-landsliðinu í kata. Þórður hefur tekið miklum framförum á árinu og leggur sig allan fram. Hann fór til Spánar í sumar á eigin vegum til æfinga ásamt nokkrum félögum. Helsti árangur á mótum 2018: RIG - 3. sæti kata og 3. sæti kumite GrandPrix mót KAI - 2. sæti kata og 3. sæti kumite Íslandsm.mót unglinga í Kata - 3. sæti Smáþjóðamót í San Marino - 3. sæti kata Bikarmót KAI - 3. sæti kata Norðurlandameistaramót - 5. sæti kata 3. GrandPrix mót KAI - 1. sæti kata Þórður Jökull Henrysson karate Útnefning á íþróttakarli og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2018 Kynning á íþróttakörlum sem tilnefndar eru vegna kjörs til íþróttakarls mosfellsbæjar 2018, og afrekum þeirra á árinu. Kosning fer fram á vef mosfellsbæjar www.mos.is dagana 10. - 15. janúar. Velja skal karl í 1., 2. og 3. sæti sem og konu í 1., 2. og 3. sæti. Kosningin er ekki gild nema valið sé í öll þrjú sætin. Úrslit verða kynnt fimmtudaginn 17. janúar kl. 19 í Íþróttamiðstöðinni að Varmá.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.