Mosfellingur - 10.01.2019, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 10.01.2019, Blaðsíða 6
 - Mosfellingur ársins6 2010 Steinþór Hróar Steinþórsson Steindi Jr. slær í gegn með Steindanum okkar og á vinsælasta lag landsins. 2009 Embla Ágústsdóttir Lætur fötlun ekki stöðva sig í að lifa lífinu. Miðlar af reynslu sinni og lífssýn. 2008 Albert Rútsson Athafnamaður sem opnaði glæsilegt hótel í Mosfellsbæ, Hótel Laxnes. 2007 Jóhann Ingi Guðbergsson Sundlaugarvörður í Lágafellslaug sem bjargar lífi tveggja ára stúlku. 2006 Hjalti Úrsus Árnason Kraftakarl sem frumsýndi heimildar- myndina um Jón Pál Sigmarsson. 2005 Sigsteinn Pálsson Stórbóndi á Blikastöðum sem fagnaði 100 ára afmæli sínu á árinu. 2012 Greta Salóme Stefánsdóttir Ævintýralegt ár hjá söngkonunni sem m.a. keppti fyrir Ísland í Eurovision. 2011 Hanna Símonardóttir Sjálboðaliði hjá Aftureldingu í 14 ár og aðal driffjöðurin í starfi félagsins. 2014 Jóhanna Elísa Engelhartsd. Snéri við blaðinu og varð fyrsti sigurvegar Biggest Loser á Íslandi. 2013 Hljómsveitin Kaleo Skaust upp á stjörnuhimininn eftir sína fyrstu plötu og Vor í Vaglaskógi. 2016 Guðni Valur Guðnason Kringlukastari og Ólympíufari sem náði miklum árangri á stuttum tíma. 2015 Sigrún Þ. Geirsdóttir Vann þrekvirki að verða fyrst íslenskra kvenna til að synda yfir Ermarsundið. 2018 Óskar Vídalín Kristjánsson Einn af stofnendum Minnarsjóðs Einars Darra eftir fráfall sonar hans. 2017 Jón Kalman Stefánsson Einn fremsti rithöfundur þjóðarinnar til fjölda ára. Orðaður við Nóbelinn. Óskar Vídalín er Mosfellingur ársins • Nálgast verkefnið í kærleika „Ég á bara eitt líf“ hjálpar mér að takast á við sorgina óskar tekur við viður- kenningunni úr höndum hilmars gunnarssonar ritstjóra mosfellings margar tilnefningar til mosfellings ársins 2018 Mosfellingum gafst kostur á að tilnefna þá sem þeim þóttu verðugir að hljóta nafnbótina Mosfellingur ársins. Fjöldinn allur af tilnefningum barst í gegnum heimasíðu blaðsins Mosfellingur.is. Mörg skemmtileg ummæli fylgdu með, eins og sjá má hér til hliðar. Gísli í Dalsgarði - Stórkost- lega duglegur og öflugur í sinni iðju. Rósir Gísla eru lands- þekktar sem og markaður þeirra bræðra í Mosfellsdal. Benedikt Erlingsson - Kvikmyndin hans „Konan fer í stríð” hlaut fullt af viðurkenningum og hefur svo sannarlega boðskap. Louisa Sif Mönster - Búin að ganga í gegnum mikla erfiðleika í kringum veikindi dóttur sinnar. Ávallt með bros á vör og fyrirmynd fyrir aðra. Kalli í Bymos - Fyrir þraut- seigju að halda úti þjónustu í bæjarfélaginu um árabil. Bjarki Bjarnason - Fyrirmynd- ar Mosfellingur sem hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir sveitarfélagið í tugi ára. María Guðmundsdóttir - Frá- bær leikkona. Stórskemmti- legur og sannur Mosfellingur sem oft hefur komið fram í sjónvarpi. Kalli Tomm – Öflugur tónlistamaður sem var að gefa út sína aðra sólóplötu. Þórdís Karlsdóttir - Tók þátt í Jólastjörnunni og massaði það. Svava Ýr – Fyrir öflugt starf í þágu Aftureldingar og Íþróttaskóla barnanna í fjölda ára. Jogvan - Frábær náungi og góður söngvari. Katrín Halldóra Sigurðar- dóttir - Leikur Ellý Vilhjálms í leikritinu Ellý sem fólk dásamar. Hún bjó sem barn í Mosfellsbænum og er nú hún flutt hingað aftur. Mosfellingur ársins 2018 er Óskar Vídalín en hann hef- ur ásamt öflugum hópi stofnað Minningarsjóð Einars Darra og hrint að stað þjóðarátakinu Ég á bara eitt líf. Óskar missti 18 ára gamlan son sinn Einar Darra í maí sl. eftir neyslu lyfseðilsskyldara lyfja. „Ég er ótrú- lega þakklátur og tek á móti þessari viðurkenningu fyrir hönd okkar allra sem standa að Minningarsjóðn- um. Við höfum fengið mikla hjálp og frábærar mót- tökur alls staðar, Mosfellingar hafa sýnt okkur mikinn stuðning og styrk og fyrir það erum við gríðarlega þakklát,“ segir Óskar. Markmiðið að opna á umræðuna Það eru foreldrar og systur Einars Darra, þau Óskar Vídalín, Bára Tómasdóttir, Andrea Ýr og Aníta Rún sem eru forsvarsmenn Minningarsjóðsins. „Við ákváðum fljótlega eftir fráfall Einars Darra þegar við áttuðum okkur á hve neysla lyfseðilskyldra lyfja væri stórt vandamál meðal ungmenna að stofna minningarsjóð í hans nafni. Við vildum nálgast þetta verkefni í kærleika því það er alveg í anda Einars Darra. Markmiðið er að opna umræðuna og vekja athygli á vandamálinu því við uppgötvuðum hvað við vissum lítið og hvað þetta kom okkur mikið á óvart.“ Forvarnafræðsla og þjóðfundur „Við byrjuðum á að vekja athygli á málstaðnum með bleikum armböndum, hettupeysum, húfum og fleiru. Við vorum áberandi á útihátíðum og öðrum viðburðum í sumar. Við völdum bleika litinn af því að það var uppáhalds liturinn hans Einars Darra. Við stofnuðum sjóðinn fyrst og fremst til að fara af stað með forvarnafræðslu. Við höfum fengið gríðarlega mikla aðstoð og góða styrki og hefjum fræðslu í grunn- skólum í febrúar. Hún er gjaldfrjáls og verður beint að börnum, foreldrum og kennurum,“ segir Óskar. Þau sem standa að Minningarsjóðnum eru greini- lega bara rétt að byrja en fyrirhugað er að halda þjóð- fund unga fólksins í apríl. „Við erum að skipuleggja ásamt góðu fólki fund þar sem hugsunin er að fá ungt fólk alls staðar að af landinu til að taka þátt í umræð- um og lausnum á þeim vandamálum sem það stendur frami fyrir eins og kvíða, vanlíðan og fleira.“ Héldu óhefðbundin jól „Við ákváðum að halda aðfangadag á óhefðbundinn hátt. Við byrjuðum á að fara á Vog og á fíknigeðdeild Landspítalans með um 100 jólagjafir. Við borðuðum saman á heimili Báru og fjölskyldu á Akranesi og opnuðum pakkana snemma. Svo vorum við öll saman klukkan 18:00 í kirkjugarðinum við leiði Einars Darra. Við höfum fengið sterk viðbrögð við þessari leið sem við völdum til að vinna úr sorginni. Við gáfum meðal annars út myndband þar sem birtar eru myndir af látnum einstaklingum og vekja athygli á því að bak við hvern einstakling situr eftir stór hópur, fjölskylda og vinir. Viðbrögðin við því hafa verið mjög sterk og við vonum að þetta skili sér og hjálpi öðrum. Þegar maður verður fyrir svona áfalli þarf maður að taka ákvörðun og ég segi fyrir mig að starfið í kringum Minningarsjóðinn hjálpar mér að takast á við sorgina,“ segir Óskar að lokum. FYRIR ALLA - ENGIN BINDING VILTU VINNA FERÐ FYRIR TVO TIL BALI? VIKUFERÐ Í FITNESS BOOT CAMP MEÐ ÖLLU SJÁ NÁNAR Á REEBOKFITNESS.IS

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.