Mosfellingur - 10.01.2019, Blaðsíða 10

Mosfellingur - 10.01.2019, Blaðsíða 10
 - Dreift frítt í Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós10 Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram fimmtudaginn 20. desember við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Háholt 35. Að þessu sinni voru alls 26 nemendur brautskráðir frá FMOS. Einn útskrifaðist af sérnámsbraut, tveir af náttúrufræði- braut, sextán af opinni stúdentsbraut og sjö af félags- og hugvísindabraut. Útskriftarnemendum voru veittar viður- kenningar fyrir góðan námsárangur Elmar Skúli Vígmundsson fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í kvikmyndafræði og spænsku og Erna Jökulsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í íslensku, líffræði og stærðfræði. Fyrir góðan námsárangur í umhverfisfræði fékk Jason Daði viður- kenningu og Úlfar Darri Lúthersson fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í heimspeki. Fyrir góðan námsárangur í lýðheilsugreinum fékk Gunnar Ingi Garðarsson viðurkenningu og Ögmundur Ísak Ögmundsson fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í sögu. Verðlaun fyrir hæstu einkunn á stúd- entsprófi fékk Úlfar Darri Lúthersson. Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ kennir sig við auðlindir og umhverfi í víðum skiln- ingi og þær áherslur eru samfléttaðar við skólastarfið. Útskriftarhátíð í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ 20. desember • Úlfar Darri með hæstu einkunn á stúdentsprófi 26 nemendur brautskráðir frá FMOS glæsilegur hópur útskriftar- nemenda ásamt skólameisturum Kristinn Magnússon hóf störf hjá Mosfellshreppi 1985 Lætur af störfum eftir 34 ár hjá Mosfellsbæ Kristinn Magnússon verkstjóri trésmiðju lét af störfum fyrir Mosfellsbæ vegna aldurs nú um áramótin. Hann réði sig til starfa hjá bænum þann 15. apríl 1985 og hefur því starfað hjá Mosfellshreppi og síðar Mosfellsbæ í tæp 34 ár. Mosfellsbær hélt honum kveðjukaffi í Listasalnum á dögunum. Á myndinni má sjá Kristinn Magnússon smið ásamt Haraldi Sverrissyni bæjarstjóra og Jóhönnu B. Hansen bæjarverkfræðingi. haraldur, kristinn og jóhanna í listasal mosfellsbæjar Dagmar Dögg og Anna Filbert með flestar tilnefningar Velja Kjalnesing ársins í fyrsta sinn Ungmennafélag Kjalnesinga, UMFK, stóð fyrir kosningu um Kjalnesing ársins 2018. Þetta er í fyrsta skipti sem kjörið fer fram og urðu þær Dagmar Dögg Þorsteinsdóttir og Anna Filbert efstar og hljóta því báðar titilinn Kjalnesingur ársins. Dagmar Dögg Þorsteinsdóttir er Kjalnes- ingur í húð og hár og er umhugað um sam- félagið. Hún hefur verið virkur þátttakandi í félagsstörfum og er ein þeirra sem byggði upp Kjalnesingadaga og heldur enn utan um það verkefni. Hún sat í stjórn UMFK í sjö ár og tók einnig þátt í því að koma þorrablótinu aftur á laggirnar. Anna Filbert er aðgerðarstjóri og sjálf- boðaliði í Björgunarsveitinni Kili á Kjalar- nesi. Hún hefur starfað í björgunarsveitinni í 17 ára og er alltaf til taks þegar á þarf að halda. Önnu er umhugað um öryggi allra. Anna er einnig hvatning fyrir aðra þegar kemur að hreyfingu en hún mætir daglega í sund og iðulega á hjóli. Á myndunum má sjá Kjalnesinga ársins taka við viðurkenningu frá UMFK. dagmar dögg og formaður umfk anna filbert og björgvin formaður umfk

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.