Morgunblaðið - 03.01.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2019
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og skoðið úrvalið
K371 sófi
Fáanlegt í leðri og tauáklæði, margir litir
3ja sæta 2ja sæta og stólar
Opið virka daga
11-18
laugardaga
11-15
Erum á
facebook
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Willum Þór Þórsson, formaður fjár-
laganefndar Alþingis, segir nefndina
þegar hafa kallað eftir upplýsingum
frá Íslandspósti (ÍSP) og svörum frá
félaginu í tengslum við fjárlagagerð.
Nefndin muni hafa málefni Ís-
landspósts og fjárþörf áfram til með-
ferðar og ganga eftir frekari upplýs-
ingum, m.a. fjárfestingaryfirliti frá
2008, og upplýsingum um framvindu
hagræðingaraðgerða. Þá hafi nefnd-
in sett þau skilyrði fyrir nýtingu
lánsheimilda að áður en slík heimild
sé virkjuð beri ráðherrum að upp-
lýsa bæði fjárlaga- og umhverfis- og
samgöngunefnd Alþingis um fram-
gang fjárhagslegrar endurskipu-
lagningar og útfærslu á rekstrar-
fyrirkomulagi
ÍSP til framtíðar.
Fjallað var um
rekstur Íslands-
pósts í Morgun-
blaðinu í gær. Þar
kom fram að fyr-
irtækið fellst ekki
á birtingu upplýs-
inga um fjárbind-
ingu félagsins eft-
ir starfsþáttum:
einkarétti, samkeppni innan alþjón-
ustu og samkeppni utan alþjónustu.
Ekki skylt að veita upplýsingar
Rök Íslandspósts eru „einkum þau
að um sé að ræða upplýsingar beint
úr kostnaðarbókhaldi félagsins sem
ekki sé skylt að birta“. Spurt var um
tímabilið 2012-2017.
Morgunblaðið beindi fyrirspurn
um málið til Póst- og fjarskiptastofn-
unar (PFS) sem er eftirlitsstofnun
með póstþjónustu á Íslandi. Um
mánuð tók að fá þessa afstöðu fram.
Við fyrirspurnina var horft til
svars innanríkisráðherra árið 2016
við fyrirspurn Willums Þórs varð-
andi eignarekstur Íslandspósts árið
2014. Nýrri upplýsingar um einka-
reksturinn eru ekki aðgengilegar.
Skal tekið fram að Íslandspóstur
hefur breytt kostnaðarlíkani sínu á
tímabilinu. Það kann aftur að hafa
áhrif á kostnaðarbókhald félagsins.
Fram hefur komið að Íslandspóst-
ur hefur óskað eftir allt að 1,5 millj-
arða láni vegna rekstrarvanda fé-
lagsins. Hafa forsvarsmenn
félagsins m.a. bent á tap af póst-
sendingum frá Kína.
Pósturinn afhendi gögnin
Formaður fjárlaganefndar vill meiri gögn um Íslandspóst
Willum Þór
Þórsson
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ágreiningurinn um val á vegstæði
fyrir Vestfjarðaveg um Gufudals-
sveit kristallast í því hvort Reyk-
hólaleiðin sé raunhæfur kostur eða
ekki. Vegagerðin telur að byggja
þurfi upp nýjan veg frá Vestfjarða-
vegi að Reykhólum verði Reykhóla-
leiðin fyrir valinu en forsvarsmenn
Reykhólahrepps segja að ráðast
þurfi í lagfæringar á veginum óháð
leiðavali. Þessi viðbót getur valdið
miklum kostnaðarmun á leiðunum.
Umhverfis- og samgöngunefnd
Alþingis kallaði fulltrúa sveitar-
stjórna á sunnanverðum Vestfjörð-
um og í Reykhólahreppi á fund í gær
ásamt fulltrúum Vegagerðarinnar.
Fundað var með fulltrúunum í
þrennu lagi. Vilhjálmur Árnason
nefndarmaður segir að hver hópur
hafi farið yfir sín sjónarmið og
skýrslur og túlkað niðurstöður
þeirra á sinn hátt.
Vilhjálmur segir að lengi hafi ver-
ið unnið að ÞH-leiðinni sem liggur
um Teigsskóg.
„Ég hef enn ekki
séð nein rök fyrir
því að breyta því.
Ég er talsmaður
umferðaröryggis
og get ekki stutt
það að öll umferð
um Vestfirði
verði sett á stór-
hættulegan veg,“
segir Vilhjálmur
og vísar til þess að þegar umferðin
frá norðanverðum Vestfjörðum fari
þessa leið muni Reykhólavegur ekki
þola hana.
„Við getum ekki sætt okkur við að
aka moldarvegina lengur,“ segir Iða
Marsibil Jónsdóttir, forseti bæjar-
stjórnar Vesturbyggðar. „Við ótt-
umst að niðurstaðan á Reykhólum
verði R-leiðin. Hún hefur í för með
sér tafir á framkvæmdum. Mér
skilst að ÞH-leiðin sé auðsóttari,
auðveldara verði að hefja þar fram-
kvæmdir. Við búum við óboðlegar
aðstæður og getum ekki sætt okkur
við frekari tafir,“ segir hún.
Svipuð framkvæmdalok
Ingimar Ingimarsson, oddviti
Reykhólahrepps, telur það byggt á
misskilningi að val á R-leið tefji
framkvæmdir. Hún kalli á minni
vegalagningu og lok framkvæmda
yrðu á svipuðum tíma og við ÞH-leið
þótt framkvæmdir við þá síðar-
nefndu gætu hafist fyrr.
Spurður um aukakostnað við nú-
verandi veg að Reykhólum segir
Ingimar að ef hann sé talinn lélegur
þurfi að gera við hann sama hvaða
leið verður farin. Hann bendir á að
sú aukna umferð sem rætt er um að
hann þoli ekki sé ekki væntanleg
fyrr en eftir 10 til 15 ár og gera þurfi
við fleiri vegi til að taka við henni.
Vilhjálmur segir að ef R-leiðin
snúist um félagsleg áhrif fyrir íbúa
Reykhóla velti hann því fyrir sér
hvort hægt sé að ráðast í mótvæg-
isaðgerðir gegn því að framkvæmdir
við ÞH-leiðina geti hafist. „Af hverju
leggjum við ekki bara R-leiðina í
staðinn fyrir að fara í mótvægisað-
gerðir til að geta lagt veginn annars
staðar,“ segir Ingimar. Búist er við
því að sveitarstjórn Reykhólahrepps
taki ákvörðun um legu vegarins síð-
ar í mánuðinum.
Styður ekki stórhættulegan veg
Ágreiningur um leiðaval í Gufudalssveit snýst um það hvort framkvæmdir við veginn heim að Reyk-
hólum skuli teljast með R-leið Getum ekki sætt okkur við frekari tafir segir fulltrúi Vesturbyggðar
Vilhjálmur
Árnason
Iða Marsibil
Jónsdóttir
Ingimar
Ingimarsson
Flugvöllurinn í Vatnsmýri hefur lengi verið hluti
af borgarlandslaginu. Flugvélar koma og fara.
Þessi einkaþota flaug lágt yfir Tjörnina og
Hringbraut á leið til lendingar á Reykjavíkur-
flugvelli. Hún sker sig lítið meira úr en bílarað-
irnar við gönguljósin á Hringbraut við Þjóð-
minjasafnið eða byggingakranarnir við íbúðar-
hverfi Valsmanna á Hlíðarenda sem verið hafa
hluti af þessu sama landslagi í nokkur ár.
Einkaþota kemur inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hluti af borgarlandslaginu við Hringbraut
Útlit er fyrir ágætt brennuveður síð-
degis á sunnudag, á þrettándanum
sem kallaður er síðasti dagur jóla.
Ekki þarf þó mik-
ið að breytast í
kortunum til þess
að komin verði
austanátt með
snjókomu eða
rigningu.
Algengt var að
fólk gerði sér
dagamun á þrett-
ándanum. Enn
eru haldnar úti-
skemmtanir með
brennu, dansi og söng.
Veðurstofan spáir því að veður
lægi á sunnudag. Birta Líf Kristins-
dóttir veðurfræðingur segir að seint
um kvöldið eða nóttina sé útlit fyrir
að hann snúist í austlæga átt með
skilum sem koma úr suðri. Þá verði
austan strekkingur með snjókomu
eða rigningu. Gangi það eftir megi
búast við hægum vindi á landinu og
hagstæðu veðri til brennuhalds á
sunnudagskvöld. Heldur kalt verður
um helgina, frá frostmarki að 5 stiga
hita. »14
Vel viðrar
fyrir þrett-
ándann
Hagstæð skilyrði
til skemmtanahalds
Brenna Þrettánda-
gleði í Vesturbæ.