Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2019 Veður víða um heim 3.1., kl. 18.00 Reykjavík 6 léttskýjað Hólar í Dýrafirði 7 skýjað Akureyri 11 heiðskírt Egilsstaðir 9 heiðskírt Vatnsskarðshólar 8 súld Nuuk -6 snjókoma Þórshöfn 8 rigning Ósló 2 heiðskírt Kaupmannahöfn 0 heiðskírt Stokkhólmur -3 skýjað Helsinki -12 heiðskírt Lúxemborg 2 skýjað Brussel 4 súld Dublin 7 skýjað Glasgow 4 alskýjað London 4 alskýjað París 5 alskýjað Amsterdam 3 léttskýjað Hamborg 0 heiðskírt Berlín 0 heiðskírt Vín -1 skýjað Moskva -3 snjókoma Algarve 14 skýjað Madríd -2 heiðskírt Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 12 léttskýjað Róm 5 heiðskírt Aþena 3 snjókoma Winnipeg 1 skýjað Montreal -13 skýjað New York 6 heiðskírt Chicago -1 þoka Orlando 24 heiðskírt  4. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:16 15:50 ÍSAFJÖRÐUR 11:57 15:19 SIGLUFJÖRÐUR 11:41 15:01 DJÚPIVOGUR 10:54 15:11 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á laugardag Sunnan 10-15 m/s og víða rigning, en vestlægari síðdegis með snjókomu eða éljum. Á sunnudag Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og él, hvassast NV-til, en þurrt á austanverðu landinu. Sunnan 8-15 m/s og áfram rigning eða súld á köflum sunnan- og vestanlands, en úrkomulítið annars staðar. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast norðanlands. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Hagnaður netþrjóta á árinu 2018 nam, samkvæmt áætlunum sem kynntar voru á ársþingi öryggis- fyrirtækisins RSA, jafnvirði 190.000 milljarða króna. Á þessu ári þykir líklegt að hagnaður af netglæpum verði í fyrsta sinn meiri en sá hagn- aður sem fæst af framleiðslu ólög- legra fíkniefna. Hermann Þ. Snorrason, sérfræð- ingur hjá Landsbankanum, sem á í samstarfi við RSA, segir lítið vera til af upplýsingum um hagnað af net- glæpum á Íslandi. Hins vegar sé ljóst að tilraunum til fjársvika á net- inu hafi fjölgað mjög á undanförnum árum og beita svikararnir ýmsum brögðum við svikin, bæði gegn fyrir- tækjum og einstaklingum. „Það liggja ekki fyrir opinberar tölur fyrir Ísland en ef við horfum til klassískra svika, s.s. fyrirmæla- falsana, þar sem fölsuð eru fyrir- mæli til að svíkja fé út úr fyrir- tækjum, og netveiða, sem eru svik í gegnum tölvupóst og smáskilaboð, þá sló árið 2018 öll met. Þannig kom aldrei sú vika það ár að við værum laus við þessi svik, það kom alltaf upp ein eða fleiri fyrirmælafölsun í hverri einustu viku,“ segir Hermann og bætir við að Landsbankanum sé því mikið í mun að vara viðskiptavini sína og aðra við hættu á netsvikum. Skipulag og hröð þróun Hermann segir að netglæpaiðn- aður hafi þróast á sama veg og annar iðnaður. Er þar t.a.m. lögð áhersla á hagkvæmni í rekstri, gerð þjónustu- samninga og útvistun undirverkefna til sérhæfðra aðila svo fátt eitt sé nefnt. „Fólk heldur oft að um sé að ræða einhverja skúrka í hettupeys- um en það er alls ekki þannig. Þetta er mun vandaðra en svo, bara rekst- ur eins og hver annar,“ segir hann og bætir við að netglæpir þróist mjög hratt og því þurfi sífellt að finna nýjar aðferðir í baráttunni gegn þeim. Þá eiga þrjótar þessir auðveldara en áður með að skiptast á fjármunum með tilkomu bitcoin. Að sögn Hermanns hafa fyrir- mælafalsanir tekið miklum breyt- ingum undanfarið. „Það var í fyrsta sinn í júní síðast- liðnum sem við sáum fyrirmælaföls- un á lýtalausri íslensku, heilu setn- ingarnar og samskiptin. Því hefur stundum verið haldið fram að ís- lenskan sé svolítið að bjarga okkur og kannski var það þannig en þetta breytist hratt,“ segir hann og heldur áfram: „Við sjáum það hjá okkar við- skiptavinum, þegar við rannsökum mál ásamt lögreglunni, að hrappar hafa komist inn í póstsamskipti og fylgst með þeim í marga mánuði án þess að grípa til athafna. Þannig geta þeir sett sig inn í orðaval, setn- ingaskipan, málfarsnotkun og fleira. Þetta er því ekkert Google-translate lengur.“ Þá er allt útlit fyrir að sala korta- númera haldi áfram að vera vinsæl. Hermann segir einfalda könnun á djúpvefnum sýna að algengt verð fyrir íslenskt debet- og kreditkorta- númer sé á bilinu 850 til 6.000 krón- ur. Í lægri verðflokkum fæst aðeins kortanúmerið og CVC-númer en í hærri verðflokkum fylgir einnig PIN-númer korta og kennitala kort- hafa. „Kortanotkun okkar erlendis og á netinu hefur aukist mjög und- anfarin ár og þetta helst í hendur við það. Vandamálið er að fólk vistar kortaupplýsingar á netinu, sem við mælum ekki með, og margir gera það einnig í tölvupóstum, tölvuskýi eða símunum sínum,“ segir Her- mann og bætir við að á Umræðunni, efnis- og fréttavef Landsbankans, megi nálgast upplýsingar um net- öryggi og ráðleggingar um hvernig forðast megi netsvik. Netsvikin að taka fram úr fíkniefnum  Árið 2018 sló öll met í netveiðum og fyrirmælafölsunum, segir sérfræðingur Morgunblaðið/Júlíus Ógn Ekkert lát virðist vera á tölvu- og netglæpum á heimsvísu. Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Við lítum alvarlegum augum á mál sem þessi, þ.e. bruna í klæðningum, alveg sérstaklega vegna Grenfell- eldsvoðans. Þess vegna erum við mjög mikið með augun á svona málum,“ segir Björn Karlsson, forstjóri Mann- virkjastofnunar, í samtali við Morg- unblaðið um bruna sem varð í klæðningu fjöl- býlishúss í Eddufelli 8 í Breiðholti að kvöldi nýársdags. Áðurnefndur Grenfell-eldsvoði átti sér stað í hitti- fyrra í fjölmennri íbúðablokk í V- London og af hlaust 72 manna bani. Klæðning hússins var talin eiga stór- an þátt í því að háhýsið varð alelda. Uggandi yfir klæðningum „Aðalástæðan fyrir því að við er- um uggandi yfir brennanlegum klæðningum er að við viljum alls ekki að eldurinn geti farið út um glugga á einni hæð og síðan vaxið, farið upp bygginguna og inn um glugga á annarri hæð,“ segir Björn. Eins og fram kom í Morgunblaðinu kviknaði eldurinn í Eddufelli á fyrstu hæð hússins og breiddist svo út á aðrar hæðir. „Það er nákvæmlega þetta sem við viljum alls ekki að ger- ist,“ segir Björn en segir þó ekki unnt að fullyrða hvort heildstæð hönnun byggingarinnar, með hlið- sjón af klæðningunni þar, fari gegn settum reglum eða ekki. Geta verið leyfilegar Samtalið berst fljótt að eldsvoðan- um í Laugalækjarskóla í október þar sem eldur kviknaði undir klæðningu á húsinu, eins og í Eddufelli á nýárs- nótt. Björn segir þó aðrar aðstæður hafa verið uppi þar og bætir við: „Þar var um að ræða gluggalausa tengibyggingu þar sem um var að ræða eitt brunahólf.“ Hann segir að aðrar og rýmri reglur gildi um bygg- ingar með einu „brunahólfi“ heldur en með mörgum, en sem dæmi getur hver íbúð í fjölbýlishúsi talist til eins brunahólfs. Þá nefnir hann að undir ákveðnum kringumstæðum geti klæðningar af sama tagi verið leyfilegar og bætir við: „Það verður að skoða málið heildstætt, og það er verið að gera núna.“ Spurður hvort það sé normið að klæðningar geti valdið aðstæðum líkt og upp komu í Eddufelli á nýárs- nótt kveður Björn nei við og segir: „Það eru mjög skýrar reglur um að svona klæðningar eigi að vera treg- brennanlegar. Það er hin almenna regla. Menn fara mjög sjaldan út fyrir það.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Klætt Eldurinn í fjölbýlishúsinu í Eddufelli 8 kviknaði á fyrstu hæð hússins og breiddist svo út á aðrar hæðir. Nákvæmlega það sem á ekki að gerast  Ekki liggur fyrir hvort klæðningin fer gegn settum reglum Björn Karlsson Í samtali við Morgunblaðið segist Jón Viðar Matt- híasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, telja útköll vegna eldsvoða í tengslum við klæðn- ingar gerast „afar sjaldan“. Hann segir að við fyrstu athugun bendi ekkert til þess að nokkuð óeðlilegt hafi verið uppi hvað klæðninguna í Eddufelli 8 varð- ar en málið þurfi að rannsaka ítarlega og sú vinna sé nú að hefjast. Hann segir klæðningarnar í Laugalækjarskóla og á húsinu í Breiðholti ekki hafa verið sambærilegar. SLÖKKVILIÐSSTJÓRI HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Jón Viðar Matthíasson Eldur í klæðningu fátíður DIMMALIMMDimmalimmReykjavik.is Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 Útsalan er hafin 30-60% afsláttur af öllum útsöluvörum Skoðið úrvalið á facebook

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.