Morgunblaðið - 03.01.2019, Síða 6

Morgunblaðið - 03.01.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2019 laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Pappelina gólfmotta, 70 x 100 cm Verð 12.500 kr. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vinnumálastofnun áætlar að 2.500 störf verði til í ár. Það er töluvert í sögulegu samhengi en þó talsvert minna en síðustu ár. Stuðst er við hagvaxtarspár við spágerðina. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir að þessi fjölgun starfa sé minni en fyrirsjá- anleg fjölgun fólks á vinnu- markaðsaldri og því muni atvinnu- leysi aukast í 2,5- 2,8% á árinu. Vegna óvissu í ferðaþjónustu sé þó erfitt að áætla fjölgun starfa og þróun atvinnu- leysis af nákvæmni. Gangi spáin eftir mun störfum hafa fjölgað samfellt í átta ár á tíma- bilinu 2012 til 2019, eða um alls 33.100. Til samanburðar urðu til 22.600 störf þensluárin 2005 til 2008. Með yfirstandandi uppsveiflu hef- ur því verið sett met í starfasköpun. Talan hækkar um 1.500 Vinnumálastofnun áætlaði í upp- hafi síðasta árs að 2.500 störf yrðu til á árinu 2018. Nú áætlar stofnunin að 4.000 störf hafi orðið til í fyrra sem er mikið í sögulegu samhengi. Karl segir aðspurður að störfum muni jafnvel fækka í ferðaþjónustu í ár. T.d. hafi töluvert verið um upp- sagnir tengdar WOW air undanfarið. „Við gerum hins vegar ráð fyrir frekari fjölgun starfa í byggingar- iðnaði. Það eru ýmsar framkvæmdir í gangi, á borð við byggingu nýs Landspítala. Við höfum jafnframt áætlað að þjónustuþörfin hjá hinu opinbera muni aukast. Þá meðal annars vegna öldrunar og aðhalds síðustu ár hjá sveitarfélögunum.“ Tæknistörfum að fjölga Karl segir greiningu Hagstofunn- ar á staðgreiðslugögnum benda til að síðustu misseri hafi fjöldi starfa orð- ið til í tækniframleiðslu, sérfræði- starfsemi og í upplýsinga- og fjar- skiptageiranum. Því hafi störfum fjölgað í þjónustugreinum sem krefj- ast háskólamenntunar. Gert sé ráð fyrir að sú þróun haldi áfram í ár. Karl kveðst aðspurður ekki reikna með að störfum muni fækka að ráði í ár vegna sjálfvirknivæðingar, s.s. í matvöruverslunum þar sem af- greiðslukössum fer fækkandi. Sú þróun muni þó örugglega ágerast á næstu árum, en á móti komi að ný störf verði einnig til samhliða örum tæknibreytingum. Skráð atvinnuleysi í nóvember var 2,5%. Mikil fjölgun varð á vinnu- markaði á árinu. Árið 2017 voru að jafnaði 199.500 manns á vinnumark- aði en verða nálægt 204.000 2018. Erlent vinnuafl er verulegur hluti af þessari fjölgun á vinnumarkaði. Samtals fluttu 5.630 fleiri erlendir ríkisborgarar til landsins á fyrstu níu mánuðum ársins en fluttu þá frá landinu. Með því var árið 2018 komið fram úr þensluárunum 2006 og 2007. Alls bjuggu 355.620 manns á land- inu í lok þriðja fjórðungs, borið sam- an við 319.575 í ársbyrjun 2012. Landsmönnum hefur því fjölgað um 36 þúsund manns í uppsveiflunni. Met slegið í uppsveiflunni Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir sennilegt að Íslandsmet í fjölda nýrra starfa hafi verið slegið í þessari uppsveiflu. Meiri aðflutningur erlendra ríkis- borgara en nokkru sinni eigi mikinn þátt í svo mikilli fjölgun starfa. Í síðustu uppsveiflu hafi verið um- frameftirspurn eftir háskólamennt- uðu fólki í fjármálageiranum. Síð- ustu ár hafi störfum fyrst og fremst fjölgað fyrir ófaglærða. Útlit sé fyrir hægari fjölgun starfa næstu ár. Mörg fyrirtæki hugi að hagræðingu. Áfram fjölgar störfunum  Vinnumálastofnun spáir 2.500 nýjum störfum í ár  Þeim fjölgar 8. árið í röð  Stofnunin áætlar að um 4.000 störf hafi orðið til í fyrra sem var umfram fyrri spá 8 6 4 2 0 -2 -4 -6 -8 -10 .000 22.600 Fjölgun starfa 2005 til 2008 33.100 Fjölgun starfa 2012 til 2019* Breyting á fjölda starfandi milli ára 2004 til 2019* samkvæmt áætlun Vinnumálastofnunar *Áætlaðar tölur fyrir 2018 byggðar á tölum Hagstofunnar fyrstu 10 mán. ársins. Spá Vinnumálastofnunar fyrir 2019. Heimild: Hagstofan og VMST. 3.400 4.000 2.500 6.900 1.900 5.600 2.800 6.000 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18* ’19* -600 5.100 8.200 7.700 1.600 -600 0 -11.100 Karl Sigurðsson Morgunblaðið/Eggert Framkvæmdir við Geirsgötu Vinnumálastofnun spáir frekari fjölgun starfa í byggingariðnaði á þessu ári. Fram kemur á vef Vinnumála- stofnunar að stofnuninni bárust þrjár tilkynningar um hópupp- sagnir í desember 2018. Var þar 269 manns sagt upp störfum; 149 manns í flutningum og 120 í framleiðslu. Á árinu 2018 bárust stofnuninni 15 tilkynningar um hópuppsagnir, þar sem 864 manns var sagt upp störfum. Til samanburðar misstu 632 vinnuna í hópuppsögnum 2017 og 493 árið 2016. Hópuppsagnir 2018 H ei m ild : V in nu m ál as to fn un Flutningar, 393 (45%) Iðnaðarframleiðsla, 266 (31%) Fiskvinnsla, 151 (17%) Sérfræðistarfsemi, 22 (3%) Upplýsingar og fjarskipti, 18 (2%) Fjármálastarfsemi, 14 (2%) Fjöldi sem sagt var upp störfum í hópuppsögnum eftir atvinnugreinum Alls 864 864 lentu í hópuppsögn Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Okkur bárust í nóvember síðast- liðnum tilmæli frá ráðherra um að vísa ekki aftur frá barni. Síðan þá hefur það ekki gerst og gripum við til ákveðinna ráðstafana til að koma í veg fyrir slíkt,“ segir Funi Sigurðs- son, sálfræðingur og forstöðumaður Stuðla, meðferðarstöðvar ríkisins, þegar hann var spurður út í efni fréttar í Morgunblaðinu í gær. Var þar rætt við Guðmund Fylkisson, aðalvarðstjóra hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu, um þær fjölmörgu leitarbeiðnir sem lög- reglu berast ár hvert vegna týndra barna og þann mikla fjölda ung- menna sem sendur er á meðferð- arstöðina á Stuðlum eftir að þau finnast. Sagðist Guðmundur meðal annars hafa lent í því 18 sinnum að ekki hefði verið laust pláss á neyð- arvistun Stuðla þegar á þurfti að halda. Ef börn geta hvorki farið á Stuðla né heim til sín eru í raun eng- in önnur úrræði í boði. „Ef það er ekki laust þá fara þau heim. Í fyrra gerðist það að stúlka var ekki velkomin heim og ekkert pláss var á neyðarvistun. Þá þurfti ég að láta þessa stelpu labba út eftir að ég var búinn að finna hana vegna þess að það voru engin úrræði til staðar og það var ekki hægt að skjóta yfir hana neinu skjólshúsi,“ sagði Guðmundur Fylkisson í áður- nefndri frétt Morgunblaðsins. Erfitt tímabil vorið 2018 Aðspurður segir Funi ákveðið tímabil á seinasta ári hafa verið mjög erfitt og sóttu þá mjög mörg ungmenni í neyðarvistun hjá Stuðl- um. „Það var ákveðið tímabil, í mars og apríl, sem var mjög slæmt,“ segir hann og bætir við að neyðartilfellum fjölgi þó ekki mjög á milli ára. Börnum er ekki vísað frá  Stuðlar hafa þegar gripið til ráðstafana að beiðni ráðherra Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Aðstoð Tekið er á móti öllum börn- um sem þurfa neyðarvistun. Tryggvi Ólafsson list- málari lést í gær í faðmi fjölskyldunnar eftir erf- ið veikindi. Hann var 78 ára að aldri. Hann var meðal þekktustu mynd- listarmanna þjóðar- innar. Tryggvi var fæddur í Neskaupstað 1. júní 1940. Foreldrar hans voru Sigríður Bjarna- dóttir húsmóðir og Ólafur Magnússon bók- ari. Hann lauk stúdents- prófi frá MR árið 1960 og nam síðan við Handíða- og myndlistaskóla Ís- lands og við Konunglegu listaaka- demíuna í Kaupmannahöfn árin 1961 til 1966. Tryggvi vann lengst af sem list- málari í Danmörku. Hann hélt fjölda einka- sýninga þar og á Ís- landi og tók þátt í fjölda samsýninga víða um Evrópu. Þá hefur hann skreytt bygg- ingar í Danmörku og á Íslandi. Hann var ásamt leik- stjóranum H. H. Jörg- ensen höfundur heim- ildarkvikmyndar um kennara sinn, danska myndlistarmanninn S. Hjorth Nielsen, árið 1977. Gerð hefur verið heimildar- mynd um list Tryggva, undir heitinu Bygging, jafnvægi, litur. Eftirlifandi eiginkona Tryggva er Gerður Sigurðardóttir skrifstofu- maður. Börn þeirra eru Gígja Tryggvadóttir, Þrándur Tryggvason og Stígur Steinþórsson. Tryggvi gat ekki málað eftir alvarlegt slys sem hann lenti í á árinu 2007 og fluttu þau hjónin eftir það heim til Íslands. Hann bjó á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum síðustu árin. Tryggvi hélt áfram að vinna að list sinni og vann grafík fram á síðasta dag. Hann var meðal annars með tvær einkasýningar á síðasta ári. Tryggvi fékk ýmsar viðurkenn- ingar fyrir starf sitt, var riddari af Dannebrog og var sæmdur íslensku fálkaorðunni. Hann hlaut verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2018. Í fæðingarbæ Tryggva, Neskaup- stað, er starfrækt safn undir hans nafni, Myndlistarsafn Tryggva Ólafs- sonar. Það á fjölda mynda eftir lista- manninn og efnir reglulega til sýn- inga á þeim. Andlát Tryggvi Ólafsson listmálari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.