Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2019 DaVinci Loftljós Ármúla 24 • S. 585 2800 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Blað var brotið í sögu banda-rískra stjórnmála ograunar í jafnréttissöguheimsins í gær þegar full- trúadeild Bandaríkjaþings var sett í 116. sinn. Af þeim 435 þingmönnum sem nú eiga sæti í deildinni eru 102 konur. Það eru 23,4% þingmanna, sem er hæsta hlutfall kvenna sem þar hefur setið. Í hópi þessara rúm- lega hundrað kvenna eru m.a. fyrstu konurnar á Bandaríkjaþingi sem eru íslamstrúar, a.m.k. svo vitað sé opin- berlega og tvær kvennanna rekja ættir sínar til frumbyggja Ameríku. Þrettán af þessum 102 þingkon- um eru repúblikanar og 89 eru demókratar. 35 þingkvennanna voru kosnar í miðkjörtímabils-kosning- unum svonefndu, sem á ensku kall- ast midterm og voru í nóvember á síðasta ári. Þar fengu demókratar meirihluta og eru með 235 þingsæti. Repúblikanar eru með 199 sæti og eitt sæti er autt. Það tilheyrir repú- blikananum Mark Harris, verið er að rannsaka ásakanir á hendur hon- um um kosningasvindl og tók Harris því ekki sæti sitt í gær. Leikskóli á Capitol-hæð Í hópi þingmannanna eru nú fleiri konur með ung börn en áður hefur verið og til að bregðast við því var opnuð gæsla fyrir börn starfs- manna þingsins í húsnæði þingsins á Capitol hæð í Washington DC fyrr í vikunni. Óhætt er því að segja að ásýnd Bandaríkjaþings hafi því breyst nokkuð eftir úrslit síðustu kosninga. Meðal þeirra kvenna sem tóku sæti á þinginu í gær eru Sharice Davids frá Kansas og Deb Haaland frá Nýju Mexíkó. Báðar rekja ættir sínar til frumbyggja Ameríku og eru fyrstu þingkonurnar sem það gera. Davids er einnig fyrsti þingmaður- inn frá Kansas sem er opinberlega samkynhneigður. Þær Rashida Tla- ib frá Michigan og Ilhan Omar frá Minnesota eru fyrstu konurnar sem játa íslamstrú og kosnar eru á Bandaríkjaþing og Omar er fyrsti Bandaríkjamaðurinn af sómölskum ættum sem er kosinn á þingið. Hún kom til landsins sem flóttamaður fyrir rúmum tuttugu árum og hafði þá dvalið um skeið með föður sínum í flóttamannabúðum í Kenía. Hún birti mynd á Twitter-síðu sinni fyrr í vikunni sem sýndi þau feðginin á flugvelli í Washington, en þangað voru þau komin til að vera við setn- ingu þingsins. Hún sagði þar frá því að þau lentu þá á sama flugvelli og þegar þau komu fyrst til landsins. Hrekkjusvínin vinna ekki Tlaib er fyrsta konan af palest- ínskum uppruna sem nær kjöri í full- trúadeildina. Hún er dóttir innflytj- enda frá Palestínu, sú elsta í hópi 14 systkina og var fyrsta múslíma- konan sem sat á ríkisþingi Michigan- ríkis. Í viðtali við bandarísku sjón- varpsstöðina CNN sagði hún að þegar úrslit kosninganna lágu fyrir hafi 13 ára sonur hennar sagt: „Sko mamma. Hrekkjusvínin vinna ekki.“ „Hann var að tala um Donald Trump,“ útskýrði Tlaib. Það vakti talsverða athygli þeg- ar hún spurði Trump á fundi fyrir forsetakosningarnar 2016 hvort hann hefði yfirhöfuð lesið stjórnar- skrána, en henni var hent út af fund- inum fyrir að hafa borið spurning- una upp. „Þetta var það bandarísk- asta sem ég hef nokkurn tímann gert,“ sagði Tlaib um þetta atvik. Við athöfnina í gær var hún í hefðbundnum palestínskum klæðn- aði sem kallast thobe og sór embætt- iseið sinn við kóran sem var í eigu Thomasar Jefferson, þriðja forseta Bandaríkjanna og hún sagði það vera til marks um það að íslamstrú hefði verið hluti af bandarísku þjóð- lífi um aldir. Konur af palestínskum uppruna um víða veröld birtu í gær myndir af sér í thobe á Twitter undir myllumerkinu #TweetYourThobe og samfögnuðu þannig Tlaib. Þingið aldrei litið svona út Alexandria Ocasio-Cortez frá New York var kjörin á þing fyrir Demókrataflokkinn. Hún er 29 ára gömul og yngsta konan sem hefur náð kjöri. Þá er Cindy Hyde-Smith frá Mississippi fyrsta konan úr rík- inu sem er kosin á þing og Ayanna Pressley er fyrsta svarta konan frá Massachusetts sem nær kjöri. „Þingið hefur aldrei litið svona út“, var fyrirsögn á frétt CNN í gær og þar var leitt líkum að því að fjöl- breyttari hópur þingmanna myndi verða til góðs. Nýir tímar á Capitolhæð Tæpur fjórðungur þingmanna í fulltrúadeild Banda- ríkjaþings eru konur og hafa þær aldrei verið fleiri. Meðal þeirra eru fyrstu múslímakonurnar á þinginu og kona sem kom til landsins sem flóttamaður. AFP Capitol hæð Fulltrúadeildin er þar til húsa. Talsverðar breytingar hafa orðið á samsetningu þingmannahópsins. Rashida Tlaib Hún sór embættiseið í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær. Sharice Davids Hún rekur ættir sínar til frumbyggja Ameríku. Ilhan Omar Fyrsti Bandaríkjamað- urinn af sómölskum ættum á þingi. Nancy Pelosi sem er leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni var í gær svarin í embætti sem forseti deildarinnar og er því ein valda- mesta konan í bandarískum stjórnmálum. Hún gegndi þessu embætti líka árin 2007-2011 og var fyrsta konan sem það gerði, reyndar sú eina. Í viðtali í Today Show, morgun- þætti bandarísku sjónvarps- stöðvarinnar NBC, í gærmorgun sagði Pelosi að hún gæti ekki úti- lokað þann möguleika að lýst yrði yfir vantrausti á Donald Trump Bandaríkjaforseta á þinginu. Hún sagðist ekki ætla að hvetja til slíkrar yfirlýsingar að svo komnu máli, beðið yrði með ákvörðun þar til eftir birtingu lokaskýrslu Rob- erts Mueller, sérstaks saksóknara, þar sem meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkj- unum 2016 eru rannsökuð. Pelosi sagði ennfremur að full- trúadeildin myndi aldrei fallast á að múrinn, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heitið að láta reisa við landamæri Banda- ríkjanna og Mexíkó, yrði reistur en hluti bandarískra ríkisstofnana hefur verið lokaður undanfarna daga þar sem þær fá ekkert fjár- magn á meðan forsetinn hefur ekki viljað samþykkja fjárlög þingsins. Ástæða þess er að í þeim er ekki gert ráð fyrir byggingu múrsins. Sór embættiseið í gær NANCY PELOSI ER ÞINGFORSETI Á NÝJAN LEIK AFP Nancy Pelosi Hún sór í gær embættiseið sem forseti fulltrúadeildar Bandaríkja- þings og gengur hér sigurreif inn í salinn í þinghúsinu á Capitol-hæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.