Morgunblaðið - 03.01.2019, Síða 17

Morgunblaðið - 03.01.2019, Síða 17
Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2019 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Kínverjar urðu í gær fyrstir til að koma geimfari á fjærhlið tunglsins og er leiðangurinn álitinn mikilvægt skref í metnaðarfullri geimferða- áætlun þeirra. Kínverjar stefna meðal annars að því að koma sér upp mannaðri bækistöð á tunglinu ekki síðar en árið 2030. Geimfarið Chang’e-4, nefnt eftir tunglgyðju í kínverskri goðafræði, lenti á fjærhlið tunglsins í gær og byrjaði að senda fyrstu myndirnar þaðan til jarðar. Þetta er annað geimfarið sem Kínverjar senda til tunglsins, á eftir geimvagninum Yutu sem lenti á nærhlið þess árið 2013. Ókannaðar slóðir rannsakaðar Tunglið snýr alltaf sömu hliðinni að jörðinni vegna þess að það snýst og möndulsnúningur þess er jafn langur umferðartímanum um jörð- ina. Á sama tíma og tunglið snýst einn hring um sjálft sig snýst það einn hring umhverfis jörðina. Þetta kallast bundinn möndulsnúningur og er afleiðing flóðkrafta milli jarðar og tunglsins, að því er fram kemur í grein á stjörnufræðivefnum, stjornufraedi.is. Þetta er í fyrsta skipti sem geim- fari er komið á fjærhlið tunglsins. Hún er að mestu hálendi og yfir- borðið mjög óslétt þannig að erfið- ara er að finna heppilega lendingar- staði þar en á nærhliðinni. Þar sem fjærhliðin snýr aldrei að jörðinni eru bein fjarskipti ekki möguleg milli geimfarsins og stjórnstöðvarinnar á jörðu. Kínverjar þurftu því að koma sérstökum gervihnetti á braut um tunglið til að geta verið í fjarskipta- sambandi við farið. Í tunglfarinu var geimvagn sem á meðal annars að framkvæma rann- sóknir á sviði útvarpsstjörnufræði, þeirrar fræðigreinar sem beinist að því að rannsaka og skýra útvarps- bylgjur sem berast utan úr geimn- um. Talið er að fjærhlið tunglsins sé tilvalinn staður til slíkra rannsókna vegna þess að þar er skjól fyrir út- varpsbylgjum frá jörðinni. Í geimvagninum eru einnig myndavélar, rófsjá til að leita að steinefnum og ratsjá til að rannsaka það sem er undir yfirborði tunglsins, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins. Geimvagninn á m.a. að rannsaka stað sem nefnist Von Kármán- gígurinn á Suðurpóls-Aitken dæld- inni sem er talin hafa myndast í miklum árekstri snemma í sögu tunglsins. Þessi dæld er einn stærsti gígur sólkerfisins, um 2.500 km í þvermál, eða álíka stór og meginland Evrópu, og 13 km djúp, að því er fréttavefur BBC hefur eftir breska eðlisfræðiprófessornum Andrew Coates. Í geimfarinu var einnig þriggja kílógramma þungur geymir með kartöfluútsæði, blómafræ og silki- ormaegg sem nota á til líffræðilegra rannsókna. Sigur fyrir Xi Vel heppnuð lending geimfarsins er álitin mikill sigur fyrir Xi Jinping, forseta Kína, að því er The Wall Street Journal hefur eftir Dean Cheng, sérfræðingi í geimferða- áætlun kínverskra stjórnvalda við hugveituna Heritage Foundation í Washington. „Þetta er gríðarstórt og mikilvægt fyrsta skref,“ sagði Cheng. „Í augum Xi Jinping er þetta dásamlegt dæmi um hina miklu endurreisn Kína undir forystu hans.“ Kínverjar eiga þó langt í land með að vinna upp forskot Bandaríkja- manna í geimvísindum, að því er fréttaveitan AFP hefur eftir kín- verska sérfræðingnum Shen Dingli. „Neil Armstrong lenti á tunglinu fyrir meira en 50 árum – en Kínverj- ar hafa ekki enn sent mannað geim- far þangað,“ sagði hann. Kínverjar ætla að senda annað ómannað geimfar, Chang’e-5, til tunglsins í desember nk. til að taka sýni úr yfirborði þess og flytja þau til jarðar. Gert er ráð fyrir því að þeir sendi síðan lendingarfar og geimvagn til Mars árið 2020 til að rannsaka lofthjúp reikistjörnunnar og umhverfi hennar. Sama ár ætla þeir að skjóta á loft 35. og síðasta gervihnettinum í BeiDou-leiðsögu- kerfinu sem þeir eru að byggja upp. Kínverjar hafa prófað ómannaða geimflugvél og stefna að því að taka hana í notkun á næstu árum. Þeir ætla einnig að koma sér upp mann- aðri geimstöð á árunum 2020 til 2022. Þeir stefna síðan að því að nota ró- bóta til að reisa bækistöð á tunglinu ekki síðar en árið 2025 og senda geimfara í hana innan fimm ára eftir það. Hún gæti orðið fyrsta varan- lega bækistöð manna á tunglinu gangi áform kínverskra stjórnvalda eftir. Kínverjar stefna ennfremur að því að senda geimfar til Mars eftir um það bil tíu ár til að safna sýnum og flytja þau til jarðar. Þeir ætla síðan að senda geimfar til Júpíters ekki síðar en árið 2029. Stórt skref í metnað- arfullri geimáætlun  Kínverjar ætla m.a. að koma sér upp bækistöð á tunglinu Þetta er annað geimfarið sem Kínverjar senda til tunglsins, á eftir geim- vagninumYutu (árið 2013) Teikning af geimfarinu Kínverskt geimfar lenti á fjærhlið tunglsins Heimildir: Ríkisfjölmiðlar í Kína. 6 á vegum Kínverja, 4 á vegum annarra landa Notuð verða tæki til að rannsaka efni á yfirborðinu og undir því Rannsóknaverkefni M.a. rannsókn á sviði útvarpsstjörnufræði Vandkvæði við rannsóknir á fjærhliðinni Fjærhlið tunglsins er mjög klettótt og fjöllótt Bein fjarskipti eru ekki möguleg og Kínverjar þurftu því að koma fjar- skiptagervihnetti á braut um tunglið Þetta er í fyrsta skipti sem geimfar lendir á þeirri hlið tunglsins sem snýr frá jörðu Fimm konur og þrír karlmenn biðu bana í járnbrautarslysinu sem varð á Stórabeltisbrúnni í Danmörku í fyrradag, að sögn lögreglunnar á Fjóni í gær. Sex lík fundust í ferþegalest á brúnni í fyrradag og lögreglan sagði í gærmorgun að tvö lík til viðbótar hefðu fundist við leit sem stóð alla nóttina. Hún sagði að aðstæðurnar hefðu verið mjög erfiðar og leitin hefði því tekið lengri tíma en búist var við. Rannsókninni á orsökum slyssins er ekki lokið en talið er að tómur tengivagn hafi fokið af flutningalest og skollið á farþegalest þegar þær mættust á Stórabeltisbrúnni, milli Sjálands og Fjóns. Farþegarnir sem fórust voru allir í fremsta vagni farþegalestarinnar. Margir þeirra hlutu svo mikla áverka að erfiðlega hefur gengið að bera kennsl á þá. Lögreglan sagði í gær að vitað væri með vissu um nöfn fjögurra þeirra sem fórust og kapp væri lagt að bera kennsl á hin líkin, m.a. með DNA-rannsókn, að sögn fréttavefjar Politiken.  Erfiðlega hefur gengið að bera kennsl á þá sem létu lífið Átta manns fórust í slysinu AFP Rannsókn Báðar lestirnar hafa verið fluttar af Stórabeltisbrúnni til rann- sóknar. Talið er að tengivagn flutningalestar hafi fokið á farþegalest.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.