Morgunblaðið - 03.01.2019, Side 18

Morgunblaðið - 03.01.2019, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Janúarmán-uður lýtursérstökum lögmálum og er iðulega uppgjörs- tími við fortíð og þá er iðulega einnig, á grundvelli hennar, reynt að horfa til þess ókomna og giska á eða spá fyrir um það hvernig það sem mestu þykir skipta muni artast á hinu nýbyrjaða ári. Leiðtogar þjóða, trúar- bragða, stjórnmálahreyfinga og aðrir þeir sem telja sig tala í umboði fjöldans flytja þá ávörp og birta hugleiðingar. Þá er ekki aðeins horft um öxl eða spáð í þá framtíð sem næst er. Vonum og væntingum eru gerð skil og heitið á sjálfa sig og aðra að láta til sín taka og eftir atvikum bæta úr því sem lakar fór á liðnu ári en lofað var við upphaf þess. Mánuðurinn heitir eftir Janusi, guði upphafsins, sem hafði tvö andlit og vissi annað aftur og hitt fram. Áramót og aðdragandi þeirra setja völvur og spámenn í önd- vegi og þau spurð um óorðna hluti. Þau spá því af öryggi að íslenska veðrið muni nokkrum sinnum fara mikinn á komandi ári, ófærð hamla umferð, Land- spítalinn muni fyllast út úr dyr- um með sjúklinga liggjandi á salernum, geymslum, bílaplön- um og nánast alls staðar nema á skrifstofu forstjórans. Allmörg stórslys verði og óróleiki í stjórnmálum verði jafnoft og veruleg átök á vinnu- markaði. Með þessum þáttum og nokkrum öðrum er sá sem forspár þykir kominn með vel yfir 70% „rétta“ um næsta ár og er því fyrirgefið þótt honum skjöplist um lítilræði sem vandasamara er að sjá fyrir. Af erlendum vettvangi er því spáð að frægar Hollywoodstjörnur muni skilja á árinu og Donald Trump senda frá sér tíst sem trylli heimsbyggðina. Það mun gefa 100% „rétta.“ Sumar spár eru byggðar á vísindalegum aðferðum en þær vilja bregðast líka. Stór hluti undirstöðunnar í þeim spám eru framreikningar sem styðj- ast við þekktar forsendur og reynslu. En jafnvel það sem öruggast þótti stenst ekki. Í fyrra hefði þótti mega spá því af miklu öryggi að Bretar yrðu komnir úr ESB snemma árs 2019 enda meitlað í grjót að gengið yrði út úr þeim selskap ekki síðar en 29. mars það ár. En margvísleg undirmál eru í gangi og margt reynt til að eyðileggja ákvörðun bresku þjóðarinnar. Því miður koma þau tilþrif ekki á óvart. Ýmsir spá því eða færa fyrir því rök að evran muni mæta vaxandi erf- iðleikum næstu eitt til tvö árin og meiri líkur en minni standi til að hún horfist í augu við endalok sín. Þótt ekki yrði söknuður að því er rétt að muna að gríðarlegir stjórn- málalegir hags- munir tengjast tilveru myntar- innar, þótt að forsendur hennar séu veikar enda grundvöllur hennar aldrei réttilega lagður. Víða hefur verið horft til þess síðustu tvö ár hversu mikinn byr ný öfl hafa fengið. Stjórn- málaflokkar sem látið hafa und- an síga uppnefna þá sem sækja á sem lýðskrumara. Með fullri virðingu fyrir öllum flokkum þá er lýðskrumið sameiginlegt einkenni. Allir gera þeir „leyni- legar“ kannanir fyrir sig í að- draganda kosninga og laga stefnuskrárnar að þeim. Af hverju skyldu þeir sem hafa efasemdir um að rétt sé að færa sífellt stærri hluta af sjálfstæði þjóðríkisins til umboðslausra búrókrata umsvifalaust vera stimplaðir lýðskrumarar af hin- um sem taka þátt í að grafa undan því? Sú þróun sem hin „stjórn- málalega elíta“ hefur fordæmt og uppnefnt var fyrirferðar- mikil á síðasta ári. Enginn veit með vissu hvort það verði svip- að á þessu ári, vaxi jafnvel eða hvort úr því dragi. Tvö dæmi gætu þó bent til þess að þróun- in síðustu misseri haldi áfram. Það fyrra snýr að Macron for- seta Frakklands sem sér sína óvini í almenningi í endurskins- vestum. ESB-sinnar bundu vonir við að Macron tæki við ESB-keflinu af Merkel, a.m.k. þar til að öflugur þýskur kansl- ari hefði sest í hennar stól. Trú- verðugleiki forsetans er lask- aður og stuðningur við hann er hruninn niður í rétt rúm 20%. Þótt flestir helstu fjölmiðlar vestra helli sér hvíldarlaust yf- ir sinn forseta, og hann auð- veldi þeim þann leik sjálfur, mælist Trump enn með helm- ingi meira fylgi en forsetinn ungi í Élyséehöllinni. Hitt dæmið var birt í þýskum fjölmiðlum í fyrradag og þótti sumum váleg frétt. Í sept- ember n.k. verður kosið í Brandenburg í Þýskalandi sem er 5. stærsta fylki landsins. Fyrsta skoðanakönnun um fylgi flokka þar hefur nú birst. Þar hefur AfD, (flokkur stimpl- aðra lýðskrumara) 20%, flokk- ur krata, SPD, sem er lang- stærstur flokka fylkisins, mælist einnig með 20% og CDU, stórflokkur Merkel kanslara, með 19%. Þetta er fyrsta könnun og níu mánuðir til kosninga. Aðeins má því taka hæfilegt mark á henni. En hún bendir ekki til að þróunin í Þýskalandi sé að breytast, nema síður sé. Við vitum svo lítið um þetta að gaman er að ræða það í þaula} Janúar er á báðum áttum S tyrking heilsugæslunnar er eitt af mikilvægustu stefnumálum mín- um sem heilbrigðisráðherra og meðal meginmarkmiða ríkis- stjórnarinnar. Á undanförnu ári hafa verið stigin mikilvæg skref í þá átt að efla heilsugæsluna. Sett var á fót þróunar- miðstöð heilsugæslunnar á landsvísu sem mun leiða faglega þróun allrar heilsugæslu- þjónustu í landinu. Markmið með stofnun hennar er meðal annars að jafna aðgengi landsmanna að þessari mikilvægu grunn- þjónustu hvar sem fólk býr, efla gæði þjón- ustunnar og stuðla að nýjungum. Til að ná markmiðum um öfluga heilsugæslu sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu er mikilvægt að leggja áherslu á forvarnir og fræðslu til sjúklinga. Í samræmi við geð- heilbrigðisáætlun alþingis verður geðheilbrigðisþjón- usta efld til muna með 650 milljóna króna framlagi á fjárlögum ársins 2019 meðal annars með því að fjölga geðheilsuteymum og fjölga stöðugildum sálfræðinga í heilsugæslunni. Bætt aðgengi að heilsugæslunni er mikilvæg forsenda eflingar hennar og er nýliðun þar mikilvægur þáttur. Í byrjun október tók ég þá ákvörðun að fjölga sérnámsstöðum í heimilislækn- ingum við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um fimm. Þá hefur aðgengi að þjónustu heilsugæslunnar verið bætt í gegnum vefsíðuna Heilsuveru en þar er nú boðið upp á netspjall við hjúkrunar- fræðinga heilsugæslustöðva sem leiðbeina fólki um hvert skuli leita innan heilbrigðis- kerfisins. Um er að ræða samstarfsverk- efni Landlæknisembættisins og Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins með það að markmiði að auka aðgengi fólks að heilsu- gæslu og heilsuvernd. Verkefnið er mikil- væg viðbót við heilbrigðisþjónustu og er til þess fallið að draga úr álagi á heilsugæsl- una og aðrar heilbrigðisstofnanir og veita notendum bætta þjónustu. Mikilvægur liður í að bæta aðgengi heil- brigðisþjónustu er að draga úr kostnaðar- þátttöku sjúklinga. Stórt skref var stigið í þeim efnum nú um áramót þegar inn- heimtu komugjalda af öryrkjum og öldr- uðum í heilsugæslu og hjá heimilislæknum var hætt. Þá var gjald fyrir vitjanir lækna til aldraðra og öryrkja einnig fellt niður. Aðgengi barna að heil- brigðisþjónustu er sömuleiðis tryggt en eftir sem áð- ur eru ekki innheimt komugjöld hjá börnum að 18 ára aldri. Nýsamþykkt fjárlög 2019 endurspegla því þær áherslur sem ríkisstjórnin hefur sett sér um eflingu heilsugæslunnar og bætt aðgengi að heilbrigðisþjón- ustu. Svandís Svavarsdóttir Pistill Sterkari heilsugæsla Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen með karli eða konu og gefur blóð viku síðar, geti það gerst að sýking, sem myndast hefur við þann atburð, mælist ekki. „Það tekur ákveðinn tíma frá því smitefni kemur inn í lík- ama þar til hann myndar mótefni við smitefninu. Þetta hefur verið kallað gluggatímabil (e. window period) og má segja að það sé svartipéturinn í þessu spili,“ segir Már. „Þess vegna skiptir miklu máli að fólk svari rétt, því þetta er ekki óhugsandi atburður, en þó ólíklegur,“ segir hann. Már segir að sá möguleiki sé fyr- ir hendi að skima nánar fyrir smiti á hinu svonefnda „gluggatímabili“ með kjarnsýruprófum. Slík próf kosta aft- ur á móti a.m.k. 40-50 þúsund krónur fyrir hverja blóðgjöf. „Það eru lang- mestar líkur á að smit birtist í blóði í formi erfðaefnis viðkomandi sýkils og það er hægt að mæla með kjarnsýru- prófi. Þá flækist málið samt því skim- unarkostnaður er mun meiri,“ segir hann. „Þá er í stöðunni annars vegar að skima aðeins með slíkum prófum hjá þeim sem falla í þennan hóp, eða öllum blóðgjöfum, hins vegar,“ segir Már. „Þetta eru þau viðfangsefni sem við stöndum frammi fyrir, þ.e. hvort það sé verjandi að gera þetta. Sumar þjóðir hafa komist að því að þetta sé verjandi, en það verður að hafa í huga að öll þau lönd sem hafa aflétt þessu banni hafa skilyrði um að einhver tími sé liðinn frá því viðkomandi stundaði kynlíf. Þetta er spurningin um að hafa ævilanga útilokun frá blóðgjöf niður í t.d. fimm ára hreinlífi, tólf mánaða hreinlífi, fjögurra mánaða hreinlífi o.s.frv., allt eftir því hvað tal- ið er skynsamlegt,“ segir hann. Ekki spurning um keppni Þórólfur Guðnason, sóttvarna- læknir sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að Ísland væri eftirbátur nágrannalanda sinna í rýmkun regln- anna. Már segir sum lönd hafa breytt reglum sínum og önnur ekki. „Ég held að þetta sé ekki keppni um að vera fremstur eða flottastur. Þetta endurspeglar svo marga þætti, t.d. hver tíðni sjúkdómanna er í viðkom- andi ríki,“ segir Már og bendir á að tíðni allra fyrrgreindra sjúkdóma hafi verið lág hér á landi. „Þetta er staðan hjá okkur og spurningin er hvort við höfum nægilegar upplýsingar um far- aldursfræði þessara sýkinga í okkar samfélagi til að það gefi tilefni til að endurskoða þessa ákvörðun. Þetta snýst alltaf um öryggi blóðbirgðanna, það er kjarninn í starfsemi blóðbank- ans. Hann vill veita góða þjónustu og örugga vöru.“ Már nefnir að það sé misskiln- ingur að nokkur eigi rétt á að gefa blóð. „Ef þú tekur einn hóp fyrir og segir að hann megi ekki gefa blóð, þá getur falist ákveðið óréttlæti í því. Það er aftur á móti ekki réttur eins eða neins að gefa blóð. Við viljum fá blóð úr sem flestum, en við viljum að það sé gott blóð,“ segir hann. Mörg álitaefni tengd reglum um blóðgjöf Morgunblaðið/Þórður Blóðgjöf Karlmönnum sem hafa samfarir við sama kyn er óheimilt að gefa blóð samkvæmt núgildandi reglum og tilheyra smitáhættuhópi. SVIÐSLJÓS Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ráðgjafarnefnd um faglegmálefni í blóðbankaþjón-ustu fundar um miðjanmánuðinn um hvort endurskoða skuli reglur um blóðgjöf með tilliti til karlmanna sem hafa haft samfarir við sama kyn. Nefndin svar- ar til heilbrigðisráðherra, en skip- unarbréfi nefndarinnar frá því í októ- ber sl. fylgdi erindi þess efnis að þetta skyldi kannað. Nefndin er ráðgefandi gagnvart ráðherranum, Landspítala og Blóðbankanum, en fagleg ákvörð- un um endurskoðun reglnanna liggur hjá yfirlækni bankans að sögn Más Kristjánssonar, formanns nefndar- innar og yfirlæknis smitsjúkdóma- lækninga á LSH. Á vef Blóðbankans segir að ýms- ar ástæður geti valdið því að vísa verði blóðgjafa frá blóðgjöf tíma- bundið eða varanlega og frávísanir geti bæði verið til verndar blóð- gjöfum og -þegum. Már segir að heil- næmi blóðs sem tekið sé til gjafar byggist á tvennu. Í fyrsta lagi því að blóðgjafi gefi réttar upplýsingar um þessi atriði. „Í öðru lagi eru fram- kvæmd blóðpróf á öllu blóði, þrátt fyrir að fólk svari öllum spurningum neitandi,“ segir hann, en prófin mæla tilteknar blóðbornar sýkingar, þ.e. HIV, lifrarbólgu B og C auk sárasótt- ar, eða sýfilis. Um er að ræða próf þar sem mælt er fyrir mótefnum í blóðinu gegn sýkingu. Möguleiki á skimun blóðsins Karlmenn sem hafa haft sam- farir við sama kyn eru skilgreindur áhættuhópur í tengslum við blóðgjöf. „Það eru ekki bara karlar sem stunda mök við karla sem eru áhættuhópur […], en sá hópur er lík- indalega séð miklu líklegri til að vera með blóðborna sýkingu heldur en all- ur þorri manna, allavega hefur það verið viðtekin skoðun og gögn benda til þess,“ segir Már og bendir á að þetta sé þó ekki einsleitur hópur. „Sá sem hefur átt sama maka í þrjátíu ár og ekki stundað mök við neinn annan er ekki í neinni áhættu á því að smita nokkurn annan. Engu að síður fellur hann í þennan hóp og ég held að í þessu felist mestur pirringur hópsins, þ.e.a.s. að allir séu settir í þennan hóp,“ segir hann. Að sögn Más liggur vandinn í því að ef blóðgjafi hefur t.d. stundað mök

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.