Morgunblaðið - 03.01.2019, Side 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2019
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
hafðu það notalegt
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar
Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna,
verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið.
Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent
12in Wall fan Hi-line Sabre Plate
DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS
Hreint loft og vellíðan
Það borgar sig að nota það besta
VENT–AXIA VIFTUR
Stundum verður
maður fyrir happi. Það
gerðist hér í blaðinu 3.
janúar sl. að mestur
hugsjónamaður meðal
leikmanna í stórfram-
kvæmdum, jarðganga-
gerð og samgöngu-
bótum, Guðmundur
Karl Jónsson farand-
verkamaður, sendi
undirrituðum tóninn.
En nú henti það Guðmund Karl að
rangtúlka hugsjónir þeirra mörgu
sem sjá mjög mikla hagsmuni fyrir
alla landsmenn með einum góðum
vegi þvert yfir hálendið. Þar er Kjal-
vegur frábær lausn nema ef vera
skyldi vegur um Sprengisand. Ég
hef aldrei talað fyrir Kjalvegi sem
yrði opinn árið um kring, er þó Blá-
fellshálsinn mestur farartálminn.
Þessi vegur yrði lagfærður og
byggður upp með töku veggjalda
sem ferðamenn myndu greiða og
unninn í einkaframkvæmd. Kjalveg-
ur hinn nýi yrði ekki
þungaflutningaleið
heldur ferðamanna-
vegur. Kjalvegi yrði
lokað um veturnætur,
það er um þær mundir
sem Reynistaðar-
bræður lögðu upp
norður í Skagafjörð úr
Hrunamannahreppi
með fjárrekstur og af
hlaust hörmulegt slys
1781.
Kjalvegur er senni-
lega jafn gamall Ís-
landsbyggð, þar lá þjóðleið í gegnum
aldir. Að byggja hann upp og klára
veginn norður væri svona eitt
„braggaverð“ í Reykjavík.
Nú sjáum við, þegar dýrustu
framkvæmdir Íslandssögunnar í
vegagerð eru skoðaðar, Vaðlaheiðar-
göng og Landeyjahöfn, þótt enginn
iðrist þeirra framkvæmda í dag,
hversu miklir smáaurar færu í að
ljúka veginum norður um Kjöl. Ein-
ungis er eftir að lagfæra 80 km leið.
Sumarvegur um Kjöl myndi breyta
Íslandi, sem er að verða eitt stærsta
ferðamannaland heimsins miðað við
mannfjölda landsins. Engin rúta og
engir fólksbílar eru byggð fyrir hinn
harða og ófæra Kjalveg. Betri vegur
myndi gera það að verkum að allir
myndu elska landið sitt enn heitar á
eftir. Og njóta þess að aka leiðina
milli jökla og hægt væri að dreifa
enn frekar ferðamönnum eftir sól og
regni. Kjalvegur endurbættur er
mikilvæg samgöngubót en í leiðinni
einn áhugaverðasti ferðamannaveg-
ur norðan Alpafjalla.
Kjalvegur kemur – umræða
flýtir framkvæmdinni
Eftir Guðna
Ágústsson »Kjalvegur endur-
bættur er mikilvæg
samgöngubót en í leið-
inni einn áhugaverðasti
ferðamannavegur norð-
an Alpafjalla.
Guðni Ágústsson
Höfundur er fv. alþingismaður og
ráðherra.
Björn Bjarnason,
fv. ráðherra, ritar
grein í Morgunblaðið
28. desember sl.
„Fullveldið, stjórnar-
skráin og alþjóða-
starf“. Fjölnismenn,
stjórnarskráin, þing-
ræðisreglan og al-
þjóðasamninga er allt
skeytt að niðurstöðu
greinarinnar sem nefnist „EES-
aðild í stjórnarskrá“. Þar gengur
núverandi formaður endurskoð-
unarnefndar um EES-samninginn
svo langt að leggja að jöfnu þing-
ræðisregluna og EES-samninginn
sem stjórnskipunarreglu.
Dáðleysi ráðamanna
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
stjórnmálamenn sem eru hallir und-
ir aðild að ESB,
tengja EES-
samninginn við aðra
alls ólíka alþjóða-
samninga, þar sem Ís-
land er fullgildur og
jafnrétthár aðili eins
og hvert annað ríki og
ræður því hvað þarf
að taka upp í íslensk
lög. Ráðandi stjórn-
völd hafa síðasta ára-
tuginn gefið æ meira
eftir vaxandi kröfu
ESB um upptöku laga
sem sniðin eru að Evrópu, en koma
Íslandi ekkert við, samanber orku-
mál.
Það er ljóst að stjórnvöld vilja
ekki styggja miðstjórnina í Brussel,
það sést best á sjálfvirkri afgreiðslu
mála inni í Sameiginlegu EES-
nefndinni, samþykkt þar er skuld-
bindandi fyrir Ísland, þrátt fyrir
stjórnmálalegan fyrirvara um sam-
þykki Alþingis. Gagnrýni á málið er
afgreidd með tilvísun um fyrri sam-
þykkt utanríkismálanefndar. Þessa
ólýðræðislegu sjálfvirku afgreiðslu
ESB gerða vilja ráðamenn kalla
stjórnskipunarhefð eða reglu, til að
réttlæta ferlið. Með þessu eru ís-
lenskir ráðamenn í
raun að leiða þjóðina
hægt og bítandi inn í
ESB, án þess að hún fái
nokkru um það ráðið.
Stjórnarskrárgrýlan
notuð á EES-
samninginn
Fv. ráðherra segir að
fræðimenn í stjórnskip-
unarrétti séu ósammála
um hvenær alþjóða-
samningar skerði full-
veldisákvæði stjórnarskrárinnar, og
segir að „betra sé að móta reglu
sem setji þátttökunni mörk en að
stofna til ágreinings sem umboðs-
lausum fræðimönnum sé síðan ætl-
að að leysa úr með álitsgerðum“,
hann leggur til að reglan sé að „að
festa aðildina að EES eina í stjórn-
arskrána“. Greininni í heild er ætlað
að draga fjöður yfir gagnrýni á að
þróun til miðstýringar í ESB sé ver-
ið að yfirfæra á Ísland í
gegnum EES-samning-
inn, og í stað þess að
ræða og takast á við þá
óheillaþróun er stjórn-
arskránni kennt um að
vera fyrir EES-
samningnum. Það er
verið að afvegaleiða og
blekkja almenning með
slíkri umræðu og er
hættulegt sjálfstæði
landsins, þegar fylgi-
spekt ráðamanna við
ESB er orðin slík að
gera tillögu um að viðskiptasamn-
ingur sé felldur inn í stjórnar-
skrána, eins og hann verði þar um
ókomna framtíð. Enginn ágrein-
ingur er um að Ísland gerist aðili að
alþjóðasamningum þar sem landið
er fullgildur og jafnrétthár með-
limur, öfugt við ólýðræðislega þróun
EES samningsins sem krefst þess
að ákvörðunarvald um innlenda
hagsmuni sé í höndum erlendra
stofnana og dómstóla.
Að beygja stjórnar-
skrána undir EES
samninginn
Eftir Sigurbjörn
Svavarsson
Sigurbjörn Svavarsson
»Með þessu
eru íslenskir
ráðamenn í
raun að leiða
þjóðina hægt og
bítandi inn í
ESB, án þess að
hún fái nokkru
um það ráðið.
Höfundur er formaður
Frjáls lands.
s.svavarsson@gmail.com
Allt um sjávarútveg