Morgunblaðið - 03.01.2019, Side 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2019
✝ Halldór Guð-mundsson
fæddist 16.
september 1945.
Hann greindist
með krabbamein
haustið 2016 og
lést á heimili sínu
19. desember 2018.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Þorkelsson, bóndi
og verkamaður frá
Valdastöðum í Kjós, f. 1909, d.
1969, og Guðrún Ágústa Hall-
dórsdóttir, verkstjóri hjá Föt-
um hf., úr Reykjavík, f. 1914,
d. 1991.
Systkini Halldórs eru Þor-
kell G. innanhússarkitekt, f.
1934, Aðalheiður fóstra, f.
1936, og Arndís bókasafnsfræð-
ingur, f. 1938.
Kona Halldórs frá árinu
1994 er Anna Björnsdóttir,
grafískur hönnuður, f. 1954.
Synir Halldórs og Önnu Krist-
insdóttur hárgreiðslumeistara,
f. 1946, eru: 1) Kristinn Ágúst
leikmyndagerðarmaður, f.
1967. Kona hans er Bentína
Unnur Pálsdóttir bankastarfs-
maður, f. 1968. 2) Arnaldur
ljósmyndari, f. 1971. Kona hans
er Gyða Björg Olgeirsdóttir
hússins frá 2005 til vors 2017.
Halldór sat í stjórnum ým-
issa félagasamtaka og fyrir-
tækja. Hann var einn eigenda
Kaupstefnunnar Reykjavík hf.,
sem stóð fyrir fjölda heimilis-
sýninga og alþjóðlegra vöru-
sýninga á áttunda og níunda
áratug síðustu aldar. Þá var
hann helsti hvatamaður að
stofnun sjónvarpsstöðvarinnar
Sýnar, sem síðar rann inn í Ís-
lenska útvarpsfélagið/Stöð 2.
Hann var forgöngumaður um
stofnun SÍA, Samtaka íslenskra
auglýsingastofa, árið 1978 og
var þrívegis kjörinn formaður í
samtökunum, til setu í samtals
sjö ár. Halldór var heiðurs-
félagi í Seyðfirska alpaklúbbn-
um, SF-ALP, sem í þrjá áratugi
hefur skíðað saman í austur-
rísku og ítölsku ölpunum.
Halldór var snemma bók-
hneigður og vissi fátt betra til
hvíldar og skemmtunar í erli
dagsins en lestur efnis um
stjórnmál, efnahagsmál og bita-
stæðar ævisögur. Halldór skrif-
aði barna- og fullorðinsbókina
Sagan af Mosa og hugprýði
hans, sem kom út árið 2006 og
hann og Anna kona hans unnu
saman.
Halldór var vinstrisinnaður
fram á miðjan aldur, er hann
skipti yfir á hægri væng stjórn-
málanna og fylgdi eftir það
Sjálfstæðisflokknum að málum.
Jarðarför Halldórs fer fram
frá Neskirkju í dag, 4. janúar
2019, klukkan 13.
ritari, f. 1970.
Barnabörn Hall-
dórs eru Gunnar
Kristinsson, f.
1992, Orri Arn-
aldsson, f. 1998, og
Daði Arnaldsson, f.
2001.
Halldór gekk í
Melaskóla, Haga-
skóla og lauk
landsprófi frá
Vonarstræti. Hann
stundaði nám í einn vetur í
Menntaskólanum í Reykjavík.
Hann lauk sveinsprófi í tré-
smíði frá Iðnskólanum í
Reykjavík og stundaði nám í
einn vetur við Tækniskólann,
til undirbúnings framhaldsnámi
í arkitektúr.
Árið 1967 gerðist Halldór
starfsmaður Alþýðubandalags-
félagsins í Reykjavík og var
framkvæmdastjóri Alþýðu-
bandalagsins frá stofnun þess
árið 1968 til 1970, er hann
gerðist starfsmaður Auglýs-
ingastofunnar hf. Hann varð
framkvæmdastjóri stofunnar
árið 1978 fram til ársins 2005,
en nafni stofunnar var síðar
breytt í Hvíta húsið, á sömu
kennitölu. Halldór var starf-
andi stjórnarformaður Hvíta
Ein af mínum elstu minningum
af Dóra frænda var seint á föstu-
degi í Ríkinu við Lindargötu.
Þetta var á þeim tíma sem ennþá
var selt áfengi yfir búðarborð í
brúnum bréfpokum og stóð ég þar
fimmtán ára gamall að reyna að
kaupa af brúnaþungum af-
greiðslumanni sem horfði nokkuð
vantrúaður á glæran skegghýj-
unginn sem ég hafði látið mér
vaxa af þessu tilefni. Þessi dulbún-
ingur virtist ekki hafa mikil áhrif á
embættismanninn og sló hjartað
ótt og títt í unglingsbrjóstinu þeg-
ar ég með skjálfandi röddu bað
hann vinsamlegast um að selja
mér einn pela af brennivíni. Í
gegnum hlátrasköll afgreiðslu-
manna og nærstaddra heyri ég út-
undan mér sagt kunnuglegri
röddu: „Sæll frændi.“ Stóð þar
Halldór Guðmundsson við hliðina
á mér og glotti í kampinn þar sem
hann keypti með heldur lítilli fyr-
irhöfn, að mér fannst, eina rauð-
vínsflösku með föstudagssteik-
inni. Og þó Halldór hafi ekki viljað
kaupa brennivín fyrir barnungan
frænda sinn á þessum föstudegi,
átti hann svo sannarlega ekki eftir
að liggja á liði sínu þegar fram liðu
stundir.
Það heyrðist alltaf greinilega
hvar Dóri frændi væri staddur í
fjölskylduboðum því í kringum
hann var jafnan hlegið hæst, enda
var Halldór afburða skemmtileg-
ur. Hann sýndi líka öðrum fjöl-
skyldumeðlimum á öllum aldri
mikinn áhuga og þótti mér það
dýrmætt því ég leit mikið upp til
Dóra frænda sem ég áleit vera
mikinn heimsborgara og töffara.
Leiðir okkar áttu síðar eftir að
liggja nokkrum sinnum saman í
gegnum verkefni sem ég vann fyr-
ir Hvíta húsið þar sem Halldór var
framkvæmdastjóri. Í kjölfarið
sæki ég um vinnu hjá Halldóri, þá
nýorðinn tvítugur. Hvíta húsið var
ekki að leita að grafískum hönnuði
á þessum tíma, en Halldór réð mig
samt. Þetta var þá stærsta tæki-
færi lífs míns og hef ég alltaf verið
Dóra frænda þakklátur fyrir það.
Þessi tími var frábær og tókst á
milli okkar góð vinátta, enda var
skrifstofa Dóra frænda alltaf opin
til skrafs og ráðagerða og var þar
jafnan mesta fjörið.
En tæknin var á fleygiferð á
þessum tíma og internetið nýbyrj-
að að láta kræla á sér. Þannig fór
að ég spurði Halldór ráða um
hvort ég ætti að taka vinnu sem
mér var þá boðin hjá nýju og
ævintýralegu frumkvöðla-
fyrirtæki. Halldór ráðlagði að ég
skyldi tvímælalaust taka því, enda
hefði ég í raun engu að tapa en
mögulega allt að vinna. Þessa
sömu mikilvægu ráðleggingu hef
ég endurtekið margoft um ævina
þegar ég hef sjálfur hvatt fólk til
að stökkva í dýpri laugar.
Halldór var mér ávallt innan
handar eftir þetta og leitaði ég
margsinnis til hans með ráðgjöf í
sambandi við ýmis mál sem hann
jafnan leysti úr af mikilli snilld.
Það var ómetanlegt að eiga svona
góðan frænda.
En nú er Halldór ekki lengur
með okkur og verður það skarð
sem hann skilur eftir seint fyllt.
Fyrir hönd fjölskyldu minnar og
mömmu, vil ég votta Önnu, Arn-
aldi, Kristni og börnum þeirra
innilegustu samúð á þessum
sorgartímum.
Hvíl í friði, elsku frændi.
Reynir Harðarson.
Við systurnar minnumst Hall-
dórs frænda af hlýju og með brosi
í kampinn. Það ríkti engin logn-
molla þegar þau hittust fjögur
systkinin, Halldór, Addý, Þorkell
og Alla (mamma) ásamt fjölskyld-
um hjá ömmu. Við Kópavogsbúar
vorum varla stignir inn fyrir dyrn-
ar þegar upphófst hávær orðræða
um rokið í vesturbænum. Það var
þó bara upphitun fyrir storma-
sama stjórnmála- og menningar-
umræðu. Þrátt fyrir að meginlín-
ur hefðu löngu verið dregnar og
vinstrimennska okkur í „blóð bor-
in“ frá ömmu og afa kreppukyn-
slóðinni, þá voru þau langt í frá
samhljóma systkinin. Það kom
heldur betur á daginn þegar Hall-
dór frændi færði sig yfir á hægri
vænginn – öllum að óvörum.
Þrátt fyrir lífleg skoðanaskipti,
stóryrði og handapat, umvafði
hlýja og húmor allar samveru-
stundir með Halldóri. Aðdáunar-
vert var að sjá kærleikann á milli
þeirra systkina. Þykkur þráður
trúnaðar og trausts fleytti þeim í
gegnum lífsins ólgusjó og allar
rökræðurnar. Öll fjölskylduboð
byrjuðu og enduðu með þéttum
faðmlögum og kossaflensi sama
hversu átakamikil umræðan hafði
verið. Rokið hefur verið upp í
samverustundum þeirra systkina
síðastliðin ár, þrátt fyrir að þau
séu löngu komin af léttasta skeiði.
Þau alltaf með á nótunum í þjóðlíf-
inu og pólitíkinni, tilbúin að taka
afstöðu og láta hana í ljósi á hrein-
skiptinn máta.
Halldór, sem var yngstur
þeirra systkina, átti stóran þátt í
að spinna þennan þétta fallega
þráð og við systur fórum ekki var-
hluta af því. Okkur þótti Halldór,
sem er nær okkur í aldri, ótrúlega
góð fyrirmynd og stórhuga. Hann
var endalaust hlýr og áhugasamur
um okkur krakkana, hlustaði, tók
mark á skoðunum okkar og hafði á
okkur óbilandi trú.
Samverustundirnar með Hall-
dóri voru margar. Ein okkar
systra bjó sumarlangt á heimilinu
og passaði synina Arnald og
Kristin. Einnig er okkur minnis-
stæð ferð sem þau komu með okk-
ur austur á Höfn og í Skaftafell
um leið og brúin yfir Skeiðarár-
sand var opnuð. Það var líka Hall-
dóri líkt að mæta með gjafir öllum
að óvörum (eins og amma) þegar
við systurnar hefðum átt að ferm-
ast sem við gerðum ekki. Halldór
hélt okkur ræður í útskriftarboð-
um, alltaf örlátur.
Halldór var líka duglegur að
tryggja öryggi okkar frændsyst-
kina og gat látið í sér heyra ef við
vorum í eltingaleik á stigagangin-
um í blokkinni eða þegar við skull-
um utan í svalahandrið með mikl-
um látum á 4. hæð! Þá stóð ekki á
viðbrögðunum. Halldór var mætt-
ur fyrstur að kanna hvort við vær-
um óhult. Við vorum skömmuð á
kjarnyrtu máli og háværum rómi
eina mínútuna og svo kysst og
föðmuð þá næstu. Öryggi fjöl-
skyldunnar í fyrirrúmi.
Sögur þeirra Kristins og Arn-
aldar af áhyggjum og óvenjuleg-
um tillögum föður síns til að
tryggja öryggi afkomendanna
hafa líka kætt okkur frændsyst-
kinin, þó við séum ýmsu vön þegar
Valdastaða „taugaveiklunin“ er
annars vegar.
Við erum þakklátar fyrir að
hafa fengið Önnu í fjölskylduna.
Að hitta þau saman í boðum, eða á
förnum vegi lífgaði alltaf upp á til-
veruna og yljaði hjartarótum. Við
systurnar kveðjum okkar ástkæra
Halldór frænda með sorg í hjarta,
hans verður sárt saknað.
Diljá, Arney. Sif og Hrund.
Á lífsleiðinni verða margir á
vegi okkar. Óháð því hvað leiðir
okkur saman tengjumst við sum-
um sterkari böndum en öðrum og
afi Dóri eignaði sér stórt rými í
hjartanu á mér. Það sést kannski
best á því að þótt við værum
óskyld kallaði ég hann ennþá afa
Dóra, 37 ára gömul. Og þannig
verður það alltaf.
Þrennt kemur fyrst upp í hug-
ann þegar ég hugsa um afa Dóra:
Einstaklega hlýleg röddin, sem
alltaf hafði eitthvað áhugavert að
segja. Blómin á hökunni, en það
kallaði ég skeggið á honum í
æsku. Og svo hvernig hann talaði
alltaf við mig af sömu virðingu og
við fullorðið fólk, eins og honum
fyndist ég hafa eitthvað merkilegt
að segja.
Afi Dóri kunni nefnilega að
hlusta. Hann sýndi ávallt einlæg-
an áhuga á því sem ég fékkst við
hverju sinni, spurði krefjandi
spurninga og lét mig finna að svör
mín við þeim skiptu máli. Ég hefði
eitthvað fram að færa. Þetta er
dýrmætur eiginleiki, ekki síst í
samskiptum við litla stúlku sem
finnst mikið til manns koma.
Þegar mest reið á í mínu lífi
fann hann síðan leið til að vera til
staðar og fá mig til að taka fyrstu
skrefin út úr skelinni sem stórt
áfall hafði rekið mig inn í.
Í seinni tíð urðu samskiptin
grátlega lítil en ég geymi vand-
lega dýrmæt skrif sem fóru okkar
á milli. Þar sagði hann mér meðal
annars að mér yrðu allir vegir
færir og þannig mun ég muna afa
Dóra, hlýjan og hvetjandi.
Áhugasvið okkar voru mjög lík
og um áramótin síðustu sammælt-
umst við um að hittast á árinu til
að taka gott spjall um lífið og til-
veruna og fjölmiðlun, sem við
hrærðumst bæði í. Ég vissi ekki
fyrr en seint að Dóri væri veikur
og lét hversdagslegt annríki
flækjast fyrir mér. Við höfðum því
enn ekki hist svo helgina fyrir jól
ætlaði ég að taka mér góðan tíma í
að hafa samband við hann og
spjalla, hefði hann kraft til þess.
Ég var of sein og náði ekki að
heyra í honum áður en hann fór.
Þannig kvaddi hann með því að
minna mig á dýrmæta lexíu, sem
ég taldi mig þó kunna býsna vel
fyrir; að lífið er stutt, fólkið okkar
dýrmætt og það verður ekki alltaf
til „á morgun“. Hann minnti mig á
að nýta tímann vel og verja honum
rétt.
Elsku afi Dóri. Það sem ég var
of sein að segja þér segi ég hér í
staðinn. Mér þykir mjög vænt um
þig. Takk fyrir hvað þú reyndist
mér vel. Spjallið tökum við svo
þegar þar að kemur.
Þín
Hrund Þórsdóttir.
Í dag kveðjum við góðan félaga,
Halldór Guðmundsson. Félagi er
gott orð til að lýsa Dóra. Hann
notaði það gjarnan sem ávarp og
það lýsir hans karakter. Hann átti
auðvelt með að tengjast fólki,
gerði ekki mannamun og bar góð-
an hug til fólks. Það var einmitt
hans uppáhaldsorðsamband,
„góður hugur“. Eftir skemmtanir
á Hvíta húsinu spjölluðum við
gjarnan saman og ávallt var hon-
um efst í huga hvað það hefði verið
„góður hugur“ í samkvæminu.
Já, það var sannarlega gott í
honum beinið og fólk laðaðist að
honum. Hann var barngóður og
nutu dætur okkar þess ávallt að
hitta hann og þótti vænt um Dóra
eins og öllum sem kynntust hon-
um vel. Tómið við brotthvarf hans
er engra meira en hans nánustu
og við sendum samúðarkveðjur til
Önnu, sem stóð með honum eins
og klettur í veikindum hans, og til
Kristins, Arnaldar og barna-
barnanna.
Dóri var með skemmtilegustu
mönnum og naut sín vel á gleði-
stundum í spjalli með vinum, hann
var víðlesinn og á „talefod“ um öll
málefni heimsins. Hann fæddist
með hjartað vinstra megin og þótt
hann skautaði yfir á hinn kantinn í
pólitík þegar aldurinn færðist yfir
var samhygð og réttlætiskennd
hans ávallt hin sama. Þótt Dóri
væri mjúkur var hann engin gufa,
hann hafði sitt skap, var keppnis
og hafði gaman af því að vinna
lúðra og aðra sigra í viðskiptum.
Þótt hann væri rólyndur lá hann
ekki á skoðunum sínum og sér-
staklega á þeim sem hann kallaði
á stundum „enga kórdrengi“ enda
gaf hann ekki mikið fyrir óheiðar-
leika og spillingu. Þær eru margar
góðu stundirnar sem við áttum
saman í vinnu og heima á spjalli
um lífsins gagn og nauðsynjar.
Já, við kveðjum góðan félaga;
vinnufélaga, viðskiptafélaga, sam-
kvæmisfélaga, golffélaga, snóker-
félaga, skíðafélaga og svo miklu,
miklu meira en það, því við kveðj-
um vin sem gerði líf okkar bjart-
ara og betra. Takk fyrir það kæri
Dóri.
Sverrir, Áslaug,
Hrefna og Sunneva.
Fallinn er frá um aldur fram
góður vinur, Halldór Guðmunds-
son, Dóri í Hvíta húsinu, eftir hug-
rakka viðureign við skæðan sjúk-
dóm sem fáu eirir.
Leiðir okkar Dóra lágu fyrst
saman um miðjan níunda áratug
síðustu aldar er ég gekk til sam-
starfs við hann og fleiri góða menn
hjá Kaupstefnunni í Reykjavík,
sem sá um sýningarhald og rekst-
ur skemmtigarðs í Laugardal og
víðar. Hann var markaðsmaður-
inn í hópnum og annaðist allt
kynningarstarf af mikilli fag-
mennsku og ríku innsæi. Samstarf
okkar var náið á þessum árum og
tókst með okkur góð vinátta sem
haldið hefur vel þótt samskiptin
hafi síðan orðið stopulli.
Samvera með Dóra var ávallt
gefandi. Hann var gæddur ríkri
kímnigáfu, var víðlesinn og áhuga-
svið hans breitt. Hann var frjáls-
lyndur í skoðunum, hugnaðist
ekki forræðishyggja og vinstri
viðhorfin frá yngri árum gengin
yfir. Skaphöfn Dóra sýndi sig vel í
samskiptum hans við hinn illvíga
sjúkdóm, honum var tekið með
aðdáunarverðu æðruleysi, stóískri
ró og raunsæi. Hann sagði er veik-
indin bar fyrst á góma okkar í
milli: „Ég hef átt gott líf, ég er
sáttur.“ Með slíkri hugprýði tók
hann hinum vondu tíðindum.
Dóri var hamingjuríkur og
samband hans og Önnu var hlaðið
gagnkvæmri ást og umhyggju,
það leyndi sér ekki. Missir hennar
og fjölskyldunnar er mikill.
Dóri féll fyrir golfíþróttinni og
átti ýmislegt ógert í þeim leik er
yfir lauk. Mun ég sakna þess að
eiga ekki fleiri gæðastundir með
honum á einhverjum golfvellinum
hérna megin, en varðveiti þeim
mun betur góðar minningar frá
samveru okkar við golfspil, bæði á
Malibu-golfvelli og hjá hans
heimaklúbbi, á hinum ljúfa Nes-
velli, sem við vorum sammála um
að væri „sýnd veiði en ekki gefin“.
Að leiðarlokum þakka ég kær-
um vin fyrir allt og allt og votta
Önnu og fjölskyldunni innilega
samúð okkar Stínu. Dóri er „far-
inn heim“, minningin lifir.
Ólafur G. Gústafsson.
Góður vinur er fallinn frá langt
fyrir aldur fram. Halldór Guð-
mundsson eða Dóri, eins og hann
var oftast kallaður, er horfinn á
braut. Við nefndum hann líka
„Dóra Guð“, sem segir sína sögu
um manninn og það sem hann
hafði að geyma. Fremstur meðal
jafningja.
Við hittum hann fyrst þegar
vinkona okkar Anna hafði kynnst
þessu eðalmenni og þau farin að
feta stigu ástarinnar. Halldór var
sjarmatröll sem bræddi hjörtu
mannanna hvar sem hann fór,
húmoristi fram í fingurgóma eins
og þeir gerast flottastir. Greindur
maður og gjöfull, drengur góður.
Við söknum Dóra sem einstaks
vinar og hugsum hlýtt til Önnu en
vart er hægt að ímynda sér nánari
hjón og félaga en þau voru. Í veik-
indum Dóra nú síðustu misserin
stóð Anna sem klettur við hans
hlið, umvafði hann kærleika og
ekki síst þá kom í ljós hversu
sterkt samband þeirra var.
Við sendum líka innilegar sam-
úðarkveðjur til sona Halldórs,
Arnaldar og Kristins, og þeirra
fjölskyldna.
Það er sárt en um leið gott að
minnast Dóra.
Blessuð sé minning hans.
Steinunn og Jón Ársæll.
„Allt starf í Hvíta húsinu er
skapandi.“ Kjörorð auglýsinga-
stofunnar sem á rætur sínar í
Auglýsingastofunni hf. þar sem
Halldór Guðmundsson hóf störf
árið 1970 og þar sem hann var við
störf allt til vors í fyrra, síðast sem
starfandi stjórnarformaður. Stof-
an fékk nafnið Hvíta húsið árið
1990. Stefnuyfirlýsingin var lengi
letruð á vegg fyrir allra augum en
er það ekki lengur. Enda óþarfi,
við vitum þetta öll. Svona erum
við. Og ef það gleymist í ati hvers-
dagsins nægir að kalla fram mynd
af Halldóri í huga sér og þá fellur
allt í rétta farið aftur. Skilningur-
inn á því hvað við gerum og hvers
vegna. Ekki síst: að við gerum það
saman.
Sköpun er viðkvæmt ferli.
Jarðvegurinn þarf að vera frjór,
andrúmsloftið rétt. Þetta kjörást-
and þarf helst að verða til án sýni-
legrar áreynslu. Enginn stóð
Halldóri á sporði að tryggja þess-
ar aðstæður. Að gefa hverjum og
einum tilfinningu fyrir eigin mik-
ilvægi. Að hvetja og leiðbeina þeg-
ar þess þurfti, að gleðjast sýnilega
yfir vel unnu verki, snjallri lausn,
góðri hugmynd. Umfram allt: að
vera maður sem samstarfsfólkið
brann í skinninu að gleðja með
verkum sínum.
Það tekur örugglega stundum á
taugarnar að stýra svona sköpun-
arskútu. Að vera maðurinn með
rekstraráhyggjurnar meðan sam-
starfsfólkið sleppir ímyndunar-
aflinu lausu, og vita að það ræðst
af því hvað kemur upp úr því kafi
hvernig árangurinn verður í raun-
heimum. Með þetta í huga verður
hæfileiki Halldórs til að skapa já-
kvæðan og afslappaðan drifkraft,
að því er virtist án þess að taka
eftir því sjálfur, enn aðdáunar-
verðari.
Allt starf í Hvíta húsinu er
skapandi. Framlag Halldórs Guð-
mundssonar var það svo sannar-
lega. Hann er enn að störfum.
Sem fyrirmynd, sem innblástur,
sem leiðtogi, sem vinur.
Við sendum Önnu, Kristni,
Arnaldi og fjölskyldunni allri okk-
ar dýpstu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd starfsfólks Hvíta
hússins,
Þorgeir Tryggvason.
Fyrir mörgum árum var ég
markaðsstjóri hjá stóru fyrirtæki
og svo heppinn að eiga í samstarfi
við Hvíta húsið og eiga þátt í að
efna til þeirra viðskipta. Þótt Hall-
dór hafi ekki verið partur af teym-
inu okkar og daglegum verkefn-
um komst ég fljótt í kynni við
hann sem framkvæmdastjóra
stofunnar.
Ég var ungur, skorti reynslu og
glímdi á tímabili við erfið mál inn-
an fyrirtækisins sem ég starfaði
hjá. Þá fékk ég stuðning frá Dóra
sem reyndist mér ómetanlegur og
úr varð trúnaðar- og vináttusam-
band til framtíðar. Þegar ég síðar
sagði upp starfi mínu fékk ég
strax símtal frá Dóra sem bauð
Halldór
Guðmundsson
HINSTA KVEÐJA
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg;
en anda sem unnast
fær aldregi
eilífð að skilið.
(Jónas Hallgrímsson)
Takk fyrir yndislegu ár-
in tuttugu og fimm, elsku
Dóri minn.
Þín
Anna.
Við Halldór Guðmunds-
son áttum farsæla samleið
um áratugi í leik og marg-
víslegu starfi. Við vorum
trúnaðarvinir. Hann var
ráðhollur maður, réttsýnn,
gefandi og gegnheill. Ég
sakna hans mikið. Blessuð
sé minning dáðadrengs.
Páll Bragi
Kristjónsson.