Morgunblaðið - 03.01.2019, Síða 34

Morgunblaðið - 03.01.2019, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2019 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, á 50ára afmæli í dag. Hann starfar á heilbrigðisvísindasviði HÍ oghjá Hjartavernd og stundar rannsóknir sem varða mannlega heilsu eins og tengsl milli sjúkdóma og áhættuþátta. „Ég hef nýlega verið að rannsaka áhrif D-vítamíns á heilsuna hjá okkur, sem er ágætt að rifja upp á þessum árstíma. Ég held því fram í rannsókninni að það sé nauðsynlegt fyrir okkur að taka inn D-víta- mín. Við fáum svo lítið út úr sólinni hér. En það er eins og með annað að það er allt gott í hófi og mikilvægt að fylgja viðmiðum hvað sé rétt að taka inn mikið.“ Thor stundar íþróttir af krafti, meðal annars hlaup, gönguskíði, sund og hjólreiðar. Hann kláraði Vasa-gönguna 2017 og varð svokall- aður landvættur árið 2016, en þá þarf að hafa tekið þátt í þrautum í hverjum landsfjórðungi. Thor tók þátt í Jökulsárhlaupinu fyrir norð- an, Fossavatnsgöngu á Vestfjörðum, Urriðavatnssundi fyrir austan og Bláalónsþrautinni þar sem er hjólað. Afrekalistinn 2018 er stuttur því orkan fór í að flytja í nýtt hús í Vesturbænum. Nítjánda líf- og heilbrigðisráðstefnan hófst í gær, henni lýkur í dag og er Thor í nefnd hennar. „Ég verð því upptekinn á ráðstefnunni í dag en svo kemur fjölskyldan saman um helgina.“ Eiginkona Thors er Arna Guðmundsdóttir lyflæknir og innkirtla- læknir á Landspítalanum. Synir þeirra eru Erling, f. 1993, Guð- mundur Viggó, f. 2002, og Ari Karl, f. 2005. Svo má ekki gleyma hundinum Mosa. Hann er golden retriever og er fæddur í janúar 2010. Líf og fjör Thor, Arna og tveir yngstu synirnir í sólinni á Havaí haustið 2017 og því enginn skortur á D-vítamíni. Staddur á ráðstefnu um heilbrigðisvísindi Thor Aspelund er fimmtugur í dag Á rni Valdimar Kristjáns- son fæddist 4. janúar 1959 á Akureyri og bjó í foreldrahúsum til 17 ára aldurs en fór þá að búa með unnustu sinni, Ragnheiði Skúladóttur, sem seinna varð eigin- kona hans. Aðeins þriggja ára gamall fór Árni fyrst í sveit að Sigríðarstöðum í Ljósavatnsskarði og dvaldi þar öll sumur fram yfir fermingu. Hann fór þangað við öll tækifæri fram á fullorðinsár og tók þátt í öllum þeim bústörfum sem til féllu. Eldamennskan var honum alltaf hugleikin. Í grunnskóla sótti Árni það stíft að komast í matreiðslu- tíma. Á þeim tíma voru það bara stúlkur sem fóru í matreiðslu, en Árni hætti ekki fyrr en hann fékk að elda með stelpunum og þá varð Árni V. Kristjánsson matreiðslumeistari – 60 ára Hjónin Árni og Ragnheiður eru búin að hlæja saman síðan þau voru fjórtán ára. Í stígvélum og stutt- buxum í Fnjóskadalnum Við Brúnagerði Árni með Elvu og Birki á vélsleða í Fnjóskadal. Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Heiðurshjónin Jóhannes Kjartansson og Lilja Hjelm, Löngumýri 12b, Selfossi, eiga 50 ára brúðkaupsafmæli í dag. Börn, tengdabörn og barnabörn óska þess að þau eigi góðan dag. Árnað heilla Gullbrúðkaup Guðlaug Hinriksdóttir er 95 ára í dag, föstudaginn 4. janúar 2019. Hún held- ur til hjá dóttur sinni á Arkarlæk þessa dagana og verður með heitt á könnunni í dag og á morgun. 95 ára afmæli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.