Morgunblaðið - 03.01.2019, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 03.01.2019, Qupperneq 35
ekki aftur snúið og hann lærði til kokks á Hótel KEA. Hann lauk landsprófi og síðar matreiðsluprófi frá Hótel- og veitingaskóla Íslands. Fjölskyldan kom sér fyrir í Reykjavík þegar Ragnheiður fór í Kennaraháskólann og þá keyptu Árni og Ragnheiður Matborðið ásamt Sigurði Eggerti Ingasyni. Þau ráku Matborðið saman í 18 ár þar til Árni og Ragnheiður keyptu hinn helminginn árið 2002 og hafa átt fyrirtækið og rekið það allar götur síðan. Matborðið er með veisluþjónustu og selur einnig mat til fyrirtækja og stofnana. Fjölskyldan ákvað að taka smá snúning á búsetu í höfuðborginni og flutti sig norður í Fnjóskadal og fór að búa með mink. Þarna átti fjölskyldan frábæran tíma og eign- aðist góða vini. Þegar minka- búskapnum lauk flutti fjölskyldan aftur suður og varð Árni fram- kvæmdastjóri Íslenskra loðdýra- bænda og hefur hann gegnt því starfi samhliða rekstri Matborðsins í 19 ár. Fyrir 10 árum eignuðust Árni og Ragnheiður gamla bæinn í Brúna- gerði í Fnjóskadal og hafa þar unn- ið að endurbótum og uppbyggingu sem senn fer að ljúka. Þar á Árni skjól sem hann reynir að nýta eins oft og hann getur og vindur þá ofan af borgarstressinu og fer í stígvél- in, stuttbuxur og tekur þátt í göng- um þegar þær eru. Þar kippir sér enginn upp við að sjá hann berlær- aðan uppi á hól organdi á rollu- skjátur. Fjölskylda Eiginkona Árna er Ragnheiður Skúladóttir, f. 10.2. 1959, deildar- stjóri og kennari. Foreldrar henn- ar: Skúli Sigurgeirsson vefari, f. 27.6. 1929, og Sigríður Margrét Ei- ríksdóttir saumakona, f. 11.2. 1929, d. 4.3, 2018, en þau giftu sig 17 ára gömul. Börn: 1) Davíð Már, f. 28.10. 1980, matreiðslumaður og býr í Noregi með Wenche Erlandssen arkitekt og á hann Emelíu Nótt, Snædísi Mjöll og Gabriel Ágúst. 2) Eyþór Árni, f. 9.10. 1984, bílstjóri og býr á Akureyri með Birtu Bene- diktsdóttur og eiga þau von á barni í febrúar. 3) Elva Margrét, f. 13.12. 1990, félags- og tómstundafræð- ingur og flugfreyja og býr í Reykjavík, gift Arnóri Fannari Theodórssyni, fræðslufulltrúa hjá Vodafone og eiga þau Ísabellu Eiri. 4) Birkir Örn, f. 4.3. 1993, háskóla- nemi og býr í Reykjavík, unnusta hans er Lena Stefánsdóttir háskólanemi. Systkini: Helga Sigríður, f. 7.12. 1957, ritari, býr í Reykjanesbæ; Sverrir Þór, f. 29.5. 1960, bygging- arfræðingur, býr í Reykjavik; Mar- grét Jónína, f. 7.8. 1961, stuðnings- fulltúi, býr í Reykjavík; Kristján Ísak, f. 7.12. 1964, sjómaður, býr á Akureyri; Gunnar Freyr, f. 8.1. 1967, framleiðslustjóri, býr í Dan- mörku; Elín Íslaug, f. 15.7. 1975, viðskiptafræðingur, býr í Reykja- nesbæ. Foreldrar: Hjónin Kristján Ísaks Valdimarsson, f. á Ísafirði 3.5. 1936, d. 26.9. 2011. Hann var stýrimaður og svo seinna skrifstofustjóri hjá bæjarfógeta Akureyrar, og Gréta Halldórs, f. á Akureyri 14.3. 1935, d. 3.3. 2012. Hún starfaði alla sína ævi sem hjúkrunarfræðingur. Árni Valdimar Kristjánsson Gréta Halldórs hjúkrunarfræðingur á Akureyri Helga Valdimarsdóttir vann við Barnaskóla Akureyrar Jónína Margrét Jónsdóttir húsfreyja á Naustum Valdimar Halldórsson bóndi á Naustum á Akureyri Jóhannes Geir Sigurgeirsson b. á Önguls- stöðum og fv. alþingismaður Helga Halldórsdóttir húsfr. á Öngulsstöðum í Eyjafirði Halldór Sigurgeirsson bóndi á Öngulsstöðum Sigurgeir Halldórsson b. og búfræðingur á Öngulsstöðum Elvar Þór Valdimarsson stýrimaður í Reykjavík Erla Valdimarsdóttir húsfreyja á Skagaströnd. Rebekka Jensdóttir húsfreyja í Hraundal og á Fossi, síðar á Ísafirði Ísak Guðmundur Kristjánsson bóndi og sjómaður í Hraundal og á Fossi í Nauteyrarhr., síðar á ÍsafirðiÍslaug Aðalsteinsdóttir fv. fram- kvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Reykjavíkur Sigríður Ísaksdóttir húsfreyja á Ísafirði Valdimar Valdimarsson sjómaður og verkamaður á Ísafirði Þórunn Sveinsdóttir húsfreyja á Ísafirði Valdimar Eggertsson sjómaður á Ísafirði Úr frændgarði Árna Valdimars Kristjánssonar Kristján Ísaks Valdimarsson stýrimaður og skrifstofustjóri á Akureyri Afmælisbarnið Árni í Matborðinu. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2019 95 ára Guðlaug Hinriksdóttir 90 ára Bjarni S. Jónasson Jóhann Guðmundsson Lea Rakel Möller 85 ára Ástvaldur Jónsson Karen Vilhjálmsdóttir Margrét Andersdóttir Svanhildur Eyjólfsdóttir 80 ára Alda Sigurrós Joensen Erla Helgadóttir Sverrir Björnsson 75 ára Fanney Helgadóttir Óskar Valgeirsson Sigrún Jóna Sigurðardóttir Þórhildur Vigfúsdóttir 70 ára Baldur Jónasson Heiður Þorsteinsdóttir Helgi Kristínarson Gestss. Lovísa Jónsdóttir Messaouda Hamdi Sigurður Jakob Jónsson Vilhjálmur Baldvinsson Þorbjörn Jónsson 60 ára Björg Björnsdóttir Björg Jónsdóttir Gunnar Árni Vigfússon Hallfríður Jónsdóttir Marteinn Ólafsson Minh Quang Vu Ólöf Bjarnadóttir Ragnheiður Halldórsdóttir Sigurður Hans Jónsson Stefán Haukur Jóhanness. Valgerður Jónsdóttir 50 ára Andri Kristinn Karlsson Aralyn Q. Corpuz Árni Þorsteinsson Ásta Birna Ingólfsdóttir Birna Dögg Granz Hjalti Styrmisson Hlynur Hreinsson Íris B. Alfreðsd. Frederiksen Jóhanna Steinunn Snorrad. Líney Björk Arnardóttir Maria Eugenia Cauhépé María Edith Magnúsdóttir Páll Jakob Malmberg Þorbjörn Valur Jóhannsson 40 ára Gunnar Agnar Vilhjálmsson Ingvar Hjálmarsson Íris Huld Heiðarsdóttir Kristbjörn Guðmundsson Lára Dóra Valdimarsdóttir Lukas Sedivy Maciej Krakowiecki Sebastian Dobrowolski Sigitas Tamasauskas Steinunn Margrét Gylfad. Tomasz Grzegorz Makowski Örvar Omrí Ólafsson 30 ára Arnór Rafn Hrafnsson Daniela F. Oliveira da Silvia Eyjólfur Tómasson Herdís Hermannsdóttir Hjörtur Hrafn Einarsson Hrönn Erludóttir Ívar Orri Þorsteinsson José F. Marinez Rivera Jón Þorgeir Aðalsteinsson Kailee Yeon O’Mahony Mariana Teles Mendonca Sandra Sif Friðgeirsdóttir Sigríður Inga Eysteinsdóttir Wojciech Jacek Zmijewski Til hamingju með daginn 40 ára Daði er uppalinn í Mývatnssveit og býr þar. Hann lauk BS-prófi í land- nýtingu árið 2006 og starfar sem héraðsfulltrúi Landgræðslunnar. Maki: Antra Krumina, f. 1983, starfsm. á leikskóla. Synir: Friðrik Lange, f. 2014 og Henrik Lange, f. 2016. Foreldrar: Friðrik Lange Jóhannesson, f. 1951, og Sigrún Sverrisdóttir, f. 1953. Daði Lange Friðriksson 40 ára Sigrún er frá Hvammstanga, býr á Bergsstöðum á Vatnsnesi og er tanntæknir. Maki: Benedikt Guðni Benediktsson, f. 1978, bóndi og stálvirkjasmiður. Börn: Rakel Jana, f. 1998, Arnheiður Diljá, f. 2003, Ástvaldur Máni, f. 2007, Emelía Íris, f. 2010. Fóstur- dóttir: Natalia, f. 2010. Foreldrar: Gunnar Smári Helgason, f. 1957, og Sig- ríður Jósafatsdóttir, f. 1960. Sigrún Birna Gunnarsdóttir 30 ára Védís er fædd í Finnlandi en uppalin í Rvík þar sem hún býr. Hún er menntaður dansari, dans- höfundur, MA í hagnýtri menningarmiðlun og er sjálfstætt starfandi dansari. Maki: Ævar Þór Benedikts- son, f. 1984, leikari og rit- höfundur. Sonur: Hjörtur Forni, f. 2018. Foreldrar: Kjartan Ólafs- son, f. 1958, og Arndís Guð- mundsdóttir, f. 1966. Védís Kjartansdóttir Marita Debess Magnussen hefur varið doktorsritgerð sína í líf- og læknavís- indum við læknadeild HÍ. Ritgerðin ber heitið Sýklalyfjaónæmi hjá Strepto- coccus pneumoniae, Streptococcus pyogenes og Escherichia coli í Fær- eyjum, tengsl við sýklalyfjanotkun og samanburður við Ísland og Danmörku (Antimicrobial resistance in Streptococ- cus pneumoniae, Streptococcus pyoge- nes and Escherichia coli from the Faro- ese population, correlation with antimicrobial use and comparison with Iceland and Denmark). Umsjónarkenn- ari og leiðbeinandi var Karl G. Kristins- son, prófessor við HÍ. Landfræðileg einangrun Færeyja ger- ir eyjaklasann að ákjósanlegum stað fyr- ir rannsóknir á beratíðni baktería, klóna- samsetningu þeirra og bólusetninga- rannsóknir. Engu að síður hafa slíkar rannsóknir ekki verið fyrir hendi og tak- markaður aðgangur að nauðsynlegum gögnum hefur hamlað slíkum rann- sóknum. Þau nýju gögn og greiningar sem birtast í þessari ritgerð gefa mikil- vægar upplýsingar um sýklalyfjaónæmi hjá þremur meinvaldandi bakteríum í mönnum í Færeyjum – streptókokkum af flokki A (GAS), Escherichia coli og pneumókokkum. Álykta má að tengslin á milli sýklalyfjaó- næmis hjá E. coli og sýklalyfjanotkunar réttlæti endurmat á stefnu við val á sýklalyfjum við þvagfærasýkingum. Beratíðni pneumó- kokka í börnum á leikskólum var lág og sýklalyfjaónæmi sjaldgæft. Algengi pneumókokka með minnkað næmi fyrir penisillíni var lágt í samanburði við Ís- land og Danmörku. Bólusetningaráætl- unin frá 2008 virðist hafa fækkað bólu- efnishjúpgerðum í ífarandi sýkingum og auk þess eru vísbendingar um breyt- ingar á algengi tiltekinna hjúpgerða pneumókokka í berum. Tölfræðilíkan um þróun sýklalyfjaónæmis hjá E. coli auð- veldar okkur að gera raunhæfar spár um þróun ónæmis samfara aukinni sölu sýklalyfja og gæti gagnast öðrum þjóð- um í eftirliti þeirra með sýklalyfja- ónæmi. Með því að bera saman niður- stöður tengdar færeysku þjóðinni við niðurstöður nágrannalandanna Íslands og Danmörku, hefur nú í fyrsta sinn fengist mat á stöðu Færeyja í samhengi við þá alheimsógn sem steðjar af fjöló- næmum bakteríum. Marita Debess Magnussen Marita Debess Magnussen er fædd árið 1975. Hún hlaut MSc-gráðu frá London School of Hygiene and Tropical Medicine, University of London. Marita er fram- kvæmdastjóri og meðeigandi að Thetis, sjálfstæðri rannsóknastofu í Færeyjum, Hún kennir jafnframt örverufræði við háskólann þar. Sambýlismaður Maritu er Hjálmar Hátún og synir hennar eru Julian 12 ára og Jason 8 ára. Doktor Eirvík flytur heimilistæki inn eftir þínum séróskum Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.