Morgunblaðið - 03.01.2019, Side 38

Morgunblaðið - 03.01.2019, Side 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2019                       Gs import ehf | S. 892 6975 | www.gsimport.is Frábær ending Léttvínsglös úr hertu gleri Þýðingu á nýrri bók Kims Leine fagnað Kátar Þær Sveindís Þórisdóttir og Margrét H. Blöndal voru harla kátar. Fjölmenni Margt var um manninn á viðburðinum og gestir voru greinilega spenntir að heyra og sjá rithöfundinn kynna bók sína, þá þriðju í þríleik. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Ég hita upp fyrir Ófærð á sunnu- dagskvöld með þriðju þáttaröðinni af Paradísarheimt á RÚV. Það er gaman að vera kominn á ríkissjón- varpið eftir 25 ár á Stöð 2,“ segir Jón Ársæll Þórðarson fjölmiðlamað- ur sem í þriðju þáttaröð Paradísar- heimtar tekur tali fólk sem bindur ekki bagga sína sömu hnútum og flestir aðrir í samfélaginu, syndir á móti straumnum og hefur skoðanir sem ekki falla í kramið hjá hinum „venjulegu“ eins og Jón Ársæll orðar það. „Með þáttum mínum hef ég léð því fólki rödd sem ekki er talað við dagsdaglega. Öll erum við sér- kennileg á okkar hátt og búum yfir sögu hvert og eitt okkar.“ Jón Ársæll segist mikill aðdáandi Halldórs Laxness og því hafi hinn fallegi bókartitill Paradísarheimt átt vel við þáttaröðina á RÚV þar sem hann hafði áður notað bókarheiti Laxness, Sjálfstætt fólk, á Stöð 2. „Það var ekki erfitt að finna við- mælendur í þættina og fá þá til að opna sig inn að hjartarótum. Vanda- málið var hins vegar að velja úr því sem viðmælendur sögðu og endur- segja söguna,“ segir Jón Ársæll, sem telur það sammerkt með við- mælendum í þættinum á sunnudag- inn hversu frjálsleg þau eru í þeirri list að leyfa sér að vera eins og þau eru. „Þó er galli á gjöf Njarðar. Al- mennt er ekki talað við það fólk sem ég hef verið að ljá rödd, þ.e.a.s. fólk sem er „öðruvísi“, með geðrænan vanda eða hefur setið í fangelsi. Slíkt fólk er í margra augum per- sona non grata,“ segir Jón og bætir við að hann hafi fengið þá spurningu þegar hann fór af stað með fanga- þættina hvort ætlun hans væri að gera engla úr drullusokkum. Jón Ársæll segir að allir eigi sína paradís sem þeir heimti stundum en jafnframt komi það fyrir að við séum rekin út úr okkar eigin para- dís. Ljósmynd/RÚV Paradísarheimt Jón Ársæll Þórðarson fær viðmælendur til þess að segja sögu sína í þáttaröðinni Paradísarheimt. Hann segir þau sem hann ræðir við eiga sammerkt að vera frjálsleg í þeirri list að leyfa sér að vera eins og þau eru. „Öll erum við sérkennileg“  Ný þáttaröð Paradísarheimtar Jóns Ársæls Þórðarsonar  Ljær fólki rödd sem ekki er oft talað við í fjölmiðlum Ljósmynd/RÚV Áhugaverður Einn af viðmælendum Jóns Ársæls í Paradísarheimt geng- ur undir nafninu Óli kjaftur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.