Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2019
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
YAXELL HNÍFAR
FYRIR KRÖFUHARÐA KOKKA
ICQC 2018-20
Fáum bíógestum dylst aðtalsvert offramboð er umþessar mundir á banda-rískum ofurhetjumyndum
í kvikmyndahúsum. Bara á nýliðnu
ári komu út að minnsta kosti átta
Hollywood-stórmyndir um ofur-
hetjur og ég efast ekki um að
margar þeirra muni enda með að
falla í gleymsku í tímans rás.
Eitt það góða sem fylgir þessari
ofmettun á markaðnum er þó að
einstaka myndir eru farnar að
koma út sem neyðast til þess að
gera eitthvað öðruvísi til þess að
vekja athygli áhorfenda. Myndir
eru farnar að voga sér að nota
sumar skrýtnustu hugmyndirnar
sem hafa komið úr bandarískum of-
urhetjumyndasögum. Spider-Man:
Into the Spider-Verse er ein af
þessum myndum.
Ólíkt fyrri kvikmyndum um
Köngulóarmanninn er Into the Spi-
der-Verse teiknimynd, en ekki bara
eins og hver önnur teiknimynd. Í
stað þess að skapa raunsætt þrí-
víddarrými eins og í flestum nú-
tímateiknimyndum er reynt að end-
urskapa teiknað útlit gamalla
myndasagna. Til dæmis birtast
skuggar og ljós í myndinni sem
hálftóna punktar eins og maður sér
gjarnan í gömlum prentum af
myndasögum eða í popplistaverk-
um. Hugsanablöðrur og -kassar
beint af blaðsíðum myndasögunnar
birtast á skjánum og falla inn í
bakgrunninn. Útlitslega séð er Into
the Spider-Verse ein flottasta
teiknimynd síðustu ára. Sér-
staklega eru lokaatriðin ótrúleg að
sjá; nánast eins og maður sé geng-
inn inn á popplistasýningu.
En getur flott útlit réttlætt það
að gera enn eina Spider-Man-
myndina? Það var nú bara fyrir
tveimur árum sem Spider-Man:
Homecoming kom út og setti nýjan
leikara í rauða búninginn. En Into
the Spider-Verse er ekki bara að
segja enn eina söguna um Könguló-
armanninn Peter Parker eins og
hinar myndirnar. Þess í stað fylgir
myndin táningsdreng að nafni Mi-
les Morales, sem býr í heimi þar
sem Köngulóarmaðurinn er þegar
orðinn fræg hetja.
Fyrir tilviljun áskotnast Miles
sömu ofurkraftar og Köngulóar-
maðurinn en áður en hann getur
kennt Miles að nota þá er Könguló-
armaðurinn drepinn í bardaga við
óvin sinn, Höfuðpaurinn. Rétt áður
en hann deyr biður Köngulóarmað-
urinn Miles að stöðva Höfuðpaur-
inn og tilraunir hans til að opna
hlið inn í aðrar víddir. Miles er
varla byrjaður að láta reyna á
krafta sína þegar hann rekst
skyndilega á annan Köngulóar-
mann. Um er að ræða aðra útgáfu
af Peter Parker úr víddinni sem
Höfuðpaurinn var að reyna að
opna, og er þessi Köngulóarmaður
ekki alveg sama hetjan og sá fyrri.
Þeir Miles slást í för til þess að
sigra Höfuðpaurinn.
Hugmyndin um ólíkar útgáfur af
sömu persónunum úr hliðstæðum
heimum er gamalkunn í ofurhetju-
sögum og vísindaskáldskap en
henni hafa ekki áður verið gerð góð
skil í stórmynd á hvíta tjaldinu. Í
myndinni birtast brátt fleiri út-
gáfur af Köngulóarmanninum úr
öðrum heimum, hver skrýtnari en
sú fyrri. Eitt það skemmtilegasta
við þessa mismunandi Köngulóar-
menn er að hver þeirra er teikn-
aður í eigin stíl sem stingur vísvit-
andi í stúf við útlit myndarinnar:
Einn þeirra, Spider-Ham, er eins
og klipptur úr gamalli Looney Tu-
nes-teiknimynd en önnur þeirra,
Peni Parker, lítur út eins og per-
sóna úr japanskri anime-mynd.
Á heildina litið er Spider-Man:
Into the Spider-Verse með
skemmtilegustu teiknimyndum sem
komu út árið 2018 og áreiðanlega
ein eftirminnilegasta ofurhetju-
mynd sem hefur komið út í mörg
ár. Myndin leikur sér með ýmsar
skrýtnar hugmyndir sem „alvar-
legri“ mynd myndi ekki koma ná-
lægt en einmitt þar er styrkur
hennar sem kvikmynd.
Ein flottasta teiknimynd síðustu ára
Styrkur „Myndin leikur sér með ýmsar skrýtnar hugmyndir sem „alvarlegri“ mynd myndi ekki koma nálægt en einmitt þar er styrkur hennar sem kvik-
mynd,“ segir gagnrýnandi m.a. um Spider-Man: Into the Spider-Verse. Hér má sjá táninginn Miles, einn af nokkrum Köngulóarmönnum myndarinnar.
Laugarásbíó, Smárabíó,
Háskólabíó, Borgarbíó og
Sambíóin Álfabakka
Spider-Man: Into the Spider-Verse
bbbbm
Leikstjórar: Bob Persichett, Peter Ram-
sey og Phil Lord. Handrit: Phil Lord og
Rodney Rothman. Aðalleikarar: Sham-
eik Moore, Jake Johnson og Hailee
Steinfeld. Bandaríkin, 2018. 117 mín.
ÞORGRÍMUR KÁRI
SNÆVARR
KVIKMYNDIR
Frú Elísabet Jónsdóttir frá Grenj-
aðarstað fæddist árið 1869 og eru
því í ár liðin 150 ár frá fæðingu
hennar. Elísabet var ein fyrstu
kvenna hér á landi til að gefa lag út
á prenti og sönglagahefti, að því er
fram kemur í tilkynningu, og hafa
tvö þessara laga verið opinberlega
hljóðrituð og birt en flest þeirra eru
aðeins til á nótum sem Árni Björns-
son útsetti og bjó til prentunar eftir
að hún lést árið 1945. Þessar útsetn-
ingar hafa nú verið endurskoðaðar
og lögin hljóðrituð af norðlenskum
tónlistarkonum. Helga Kvam sér
um píanóleik, Sigrún Magna um
orgelleik og kórstjórn, Lára Sóley
Jóhannsdóttir um fiðluleik, Ásdís
Arnardóttir um sellóleik, Fanney
Kristjáns Snjólaugardóttir um söng
og Stúlknakór Akureyrarkirkju
syngur tvö lög.
Lög þessi urðu aðgengileg á
streymisveitunni Spotify á nýársdag
en samhliða útgáfunni verður stofn-
aður minningarsjóður Frú Elísabet-
ar til styrktar kventónskáldum.
Lögin verða einnig notuð í heimild-
armyndina Frú Elísabet sem verður
frumsýnd 19. júní á hátíð sem verð-
ur haldin henni til heiðurs í Hofi á
Akureyri, að því er fram kemur í til-
kynningu frá Fanneyju.
Í henni segir einnig að Elísabet
hafi verið mikil kvenréttindakona og
ritstýra Framtíðarinnar sem kom út
á vegum kvenfélags í sveitinni henn-
ar. Blaðið var handskrifað og í það
skrifaði Elísabet greinar um stöðu
kvenna á heimilum, kosningarétt
kvenna og ýmsar heimspekilegar
hugleiðingar. Í Framtíðina skrifuðu
einnig kvenfélagskonur greinar um
menntamál, nautgriparækt og garð-
rækt og þýddu aðrar greinar úr
þýsku og dönsku.
Elísabet endurvakin
Merkiskona Úr heimildarmyndinni um Elísabetu Jónsdóttur.