Morgunblaðið - 11.01.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2019
Opið virka daga 10-18
laugardaga 12-17
VERSLUN
Snorrabraut 56,
105 Reykjavík
Sími 588 0488
feldur.is
Páll Vilhjálmsson er glöggurgreinandi:
Efling stofnar nýtt svið til aðstunda pólitíska baráttu. Sól-
veig Anna formaður
Eflingar segist
„gríðarlega stolt“
yfir framtakinu, eins
og Björn Bjarnason
lýsir í pistli.
Sólveig Anna ogViðar
framkvæmdastjóri
Eflingar eru bæði yf-
irlýstir sósíalistar og
félagsmenn í
Sósíalistaflokki
Gunnars Smára Eg-
ilssonar, sem á dög-
um útrásar var
helsti talsmaður auðmanna, einkum
Jóns Ásgeirs í Baugi.
Sósíalistaflokkur Gunnars Smáraer fjárvana en Efling á digra
sjóði sem launþegar eru skyldaðir
að borga í félagsgjöld af launum sín-
um.
Lögum um verkalýðsfélög þarf aðbreyta þegar upp kemst að þau
eru rekin í þágu stjórnmálaflokka.
Engum dettur í hug aðstjórnmálaflokkar skuli njóta
sjálfvirkrar innheimtu félagsgjalda,
líkt og verkalýðsfélög.
Ekki frekar en stjórnmálaflokk-ur ættu verkalýðsfélög að
drottna yfir sérstökum atvinnu-
greinum og félagssvæðum.
Í báðum tilvikum, stjórn-málaflokka og verkalýðsfélaga,
ætti reglan að vera sú að fé-
lagasamtökin á eigin forsendum afli
sér stuðningsmanna.“
Gunnar Smári
Egilsson
Fjárhirðir fátækra
STAKSTEINAR
Páll Vilhjálmsson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Samband íslenskra sveitarfélaga
hefur ítrekað kröfu sína um hlut-
deild af tekjum hins opinbera af
nýtingu sameiginlegra auðlinda.
Þetta kemur fram á samráðsgátt
stjórnvalda í umsögn sambandsins
um drög að frumvarpi til laga um
gjald vegna nýtingar eldissvæða í
sjó.
Sambandið tekur ekki afstöðu til
þess hvort tímabært sé að inn-
heimta gjöld af fiskeldisfyrirtækj-
um vegna eldis í sjó. Sambandið
geti hins vegar tekið undir þau sjón-
armið að mikilvægt sé að tryggja að
gjaldtaka sé hófleg og komi ekki
niður á uppbyggingu greinarinnar.
Viðsnúningur frá 2012
Það sé hins vegar umhugsunar-
efni að engir fjármunir renni beint
til sveitarfélaganna þrátt fyrir að
nefnd um stefnumörkun í auðlinda-
málum ríkisins hafi skilað skýrslu
2012 og lagt til að stærstum hluta
innheimts auðlindagjalds, sem lagt
var til að rekstrarleyfishafar sem
stunda fiskeldi í sjókvíum greiddu,
yrði ráðstafað til þeirra landsvæða
sem hefðu aðkomu að fiskeldi í
sjókvíum. Í frumvarpsdrögunum sé
horfið frá þessum tillögum og sá
viðsnúningur geri sambandinu erfitt
að styðja frumvarpið í óbreyttri
mynd án vissu um að sveitarfélögin
fái hlutdeild í gjaldinu.
Bent er á að uppbygging fiskeldis
hafi mikil og jákvæð áhrif á byggða-
þróun, en kalli einnig á kostnaðar-
samar framkvæmdir, m.a. til ný-
framkvæmda og viðhalds í höfnum.
Einföldun leyfisveitinga
Í lokaorðum umsagnarinnar segir
meðal annars: „Nauðsynlegt er að
styrkja lagaumhverfi fiskeldis, m.a.
með einföldun leyfisveitinga svo
skapa megi fiskeldisstarfsemi hag-
stæð skilyrði til uppbyggingar, enda
er það vilji sveitarfélaga að efla at-
vinnulíf og skapa fjölbreytt atvinnu-
tækifæri um landið.“ aij@mbl.is
Vilja hlutdeild af
gjaldi fiskeldis
Kostnaður sveitarfélaga vegna fiskeldis
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Laxeldi Vaxandi umsvif síðustu ár.
Isavia hefur fallist á ósk flugfélags-
ins Ernis um að fá að framkvæma
viðhald á farþegaflugvél félagsins af
gerðinni Dornier 328-100 sem var
kyrrsett vegna vangoldinna þjón-
ustugjalda. Kyrrsetningin er enn í
gildi og hefur viðhald vélarinnar
engin áhrif á hana.
Hörður Guðmundsson, eigandi
Ernis, segist hafa fengið flugvélina
til baka en hún hafði verið í skoðun
þegar hún var kyrrsett. Ekki stóð til
að fljúga henni strax, enda voru er-
lendir flugmenn, sem eru þjálfunar-
flugstjórar á vélinni, staddir erlend-
is. Erlendir tæknimenn höfðu verið
að þjálfa starfsfólk Ernis í meðferð
vélarinnar og búið var að draga
hana að flugskýli þegar hún var
kyrrsett.
„Það er eins og það hafi verið set-
ið fyrir henni. Svona er bara lífið,
það er ekkert við því að gera. Við
viðurkennum að við erum í skuld en
við erum ekki einir um það,“ segir
Hörður en skuldin nemur 98 millj-
ónum króna. Slíkt sé fljótt að safn-
ast upp þegar gjöldin nema mörg
hundruð þúsundum króna á degi
hverjum.
„Kannski er þetta víti til varnaðar
öðrum, ég veit það ekki en mig
grunar það. Það hefur enginn verið
stoppaður nema við en ég veit að
það eru margir sem skulda.“
Um 70 manns vinna hjá Erni og
eru vélar átta talsins, þar af þrjár
minni sem eru notaðar í sérverkefni.
Á meðal þeirra er sjúkraflug til út-
landa. freyr@mbl.is
Mega vinna að viðhaldi
Morgunblaðið/Eggert
Ernir Vélin á Reykjavíkurflugvelli.
Isavia beitti hörku vegna 98 milljóna króna skuldar