Morgunblaðið - 11.01.2019, Síða 14

Morgunblaðið - 11.01.2019, Síða 14
16.-26. apríl ALBANÍA HIN FAGRA OG FORNA ALBANÍA WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI 588 8900 Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðar fallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð. VERÐ 266.900.- á mann í 2ja manna herbergi. Innifalið: Flug, hótel í London, hótel með hálfu fæði í Albaníu, öll keyrsla í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á. PÁSKA- FERÐ 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2019 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta gekk framar vonum. Við er- um mjög ánægðir með gæðin og stærðina á fiskinum. Hann er um 5 kíló slægður. Það er stærðin sem markaðurinn sækist eftir,“ segir Sig- urður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish, um fyrstu slátrun á laxi af fyrstu kynslóð hjá sam- stæðunni á Vest- fjörðum. Laxinn er alinn í sjókví- um við Gemlufall í Dýrafirði og slátrað í vinnslu Arnarlax á Bíldu- dal. Arctic Fish og áður forveri þess, Dýrfiskur, hafa al- ið regnbogasilung í nokkur ár og slátrað silungi frá árinu 2010. Arctic Fish ákvað að hætta eldi á regnboga- silungi og snúa sér alfarið að laxeldi og eru fyrstu afurðirnar nú á leið á markað. 2.500 tonnum slátrað í ár Reiknað er með að slátrað verði vel á þriðja þúsund tonnum af laxi á árinu. Sigurður segir að það fari að- eins eftir skilyrðum í umhverfinu hvað komi upp úr kvíunum en lætur vel af vaxtarskilyrðum. Segir að lax- inn hafi dafnað vel í Dýrafirði. Sjór- inn hafi til að mynda verið hlýrri í vetur en á síðasta vetri. Arctic Fish hefur leyfi til að ala 4.200 tonn af laxi í Dýrafirði og er með stækkun leyfa í umhverfismats- ferli, upp í burðarþolsmat fjarðarins sem er 10 þúsund tonn. Þegar búið verður að slátra úr staðsetningunni við Gemlufall tekur næsta kynslóð við, Eyrarhlíð. Þá stefnir fyrirtækið að því að setja út stór seiði í kvíar í Patreksfirði í vor og Tálknafirði síð- ar í sumar. Það eru leyfi sem úr- skurðarnefnd felldi úr gildi en ráð- herrar umhverfis- og sjávarútvegs- mála hafa veitt bráðabirgðaleyfi fyrir á meðan unnið er að úrbótum á þeim ágöllum sem úrskurðarnefndin fann að leyfisveitingum viðkomandi stofnana. Arctic Fish flutti slátrunina til Bíldudals og vinnur að henni í sam- vinnu við Arnarlax sem hefur byggt upp öfluga vinnslu þar. „Við erum ekki komnir með nógu mikla fram- leiðslu. Þá spilar það inn í að ákveðin óvissa er um leyfin. Fyrirtækið er með áform um að byggja upp eigin vinnslu á norðursvæðinu en óvissa í leyfismálum setur þau í bið,“ segir Sigurður um ástæður þess að slátr- unin var flutt. Á markað um allan heim Fiskurinn er fluttur með brunn- báti til Bíldudals. Arctic Fish hefur vinnsluna út af fyrir sig til að byrja með en síðar er gert ráð fyrir að slátrað verði fyrir bæði fyrirtækin á sama tíma. Sigurður segir að betri nýting fáist á aðstöðu og þekking starfsfólksins nýtist vel. Fyrstu tonnin fara á markað í Frakklandi, hjá Novo Food sem er með öflugt dreifingarkerfi þar og hefur meðal annars selt lax fyrir Arnarlax. „Annars fer laxinn um all- an heim, mest til Evrópu og Banda- ríkjanna. Norway Royal Salmon (NRS) er með vítt og mikið sölunet sem við fáum aðgang að,“ segir Sig- urður en NRS er stærsti hluthafinn í Arctic Fish. Fiskurinn er fluttur með skipi Samskipa eða flutningabílum frá Bíldudal til Reykjavíkur og síðan með gámum til Evrópu eða flugi til Bandaríkjanna og Evrópu. Segir Sigurður að allar mögulegar dreifi- leiðir séu notaðar, þær séu valdar með tilliti til óska og krafna við- skiptavina. „Við njótum þess líka að allur okk- ar fiskur er ASC-vottaður og því með alþjóðlega viðurkenningu um að eldið uppfylli ströngustu kröfur sem gerðar eru í umhverfismálum. Það kemur til viðbótar þeirri ímynd að fiskurinn er íslensk framleiðsla,“ segir Sigurður. Hann segir að ASC- vottunin skili sér ekki nema lítillega í hærra verði. „Við þurfum að skapa okkur stöðu sem framleiðandi með jafnt framboð allt árið til að geta unnið betur í markaðsmálunum. Framleiðslan hér á landi er aðeins um tíu þúsund tonn og það er eins og hjá einum litlum framleiðanda í Nor- egi eða öðrum eldislöndum,“ segir Sigurður. Hafin slátrun á laxi úr Dýrafirði  Umbreytingu úr framleiðslu á regnbogasilungi í lax er lokið hjá Arctic Fish  Fyrstu kynslóð laxa úr sjókvíum hjá Gemlufalli í Dýrafirði slátrað á Bíldudal  Hafa aðgang að söluneti Norway Royal Salmon Ljósmynd/Arctic Fish Slátrun Bernharður Guðmundsson frá Valþjófsdal sem stýrir sjókvíaeldi Arctic Fish í Dýrafirði undirbýr slátrun. Sigurður Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.