Morgunblaðið - 11.01.2019, Side 17

Morgunblaðið - 11.01.2019, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2019 Viðræður sigldar í strand  Bandarískar ríkisstofnanir enn lokaðar  Ekkert þokast í viðræðum flokkanna  Trump heimsótti landamæri Bandaríkjanna og Mexíkós  Sættir ekki í sjónmáli Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsótti í gær landamæri Banda- ríkjanna og Mexíkós, degi eftir að fundur hans með leiðtogum demó- krata á Bandaríkjaþingi skilaði eng- um árangri. Mun fundurinn einungis hafa staðið í tæpan stundarfjórðung, en tilgangur hans var að finna leiðir til þess að binda enda á lokun banda- rískra ríkisstofnana. Tuttugu dagar eru liðnir síðan fjárheimildir nokkurra ríkisstofnana runnu út, en Trump deilir nú við demókrata á þingi um fjármögnun væntanlegs múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkós, sem var eitt helsta kosningaloforð hans. Trump vill fá 5,6 milljarða banda- ríkjadala til þess að láta reisa múr- inn, en demókratar hafa boðið í mesta lagi rúman milljarð, sem færi þá í aukna landamæravörslu og við- gerðir og viðhald á þeim girðingum sem þegar eru fyrir hendi. Lokunin að þessu sinni er sú lengsta frá árinu 1995, en um 800.000 ríkisstarfsmenn eiga að fá útborgað í dag. Stóð upp og sagði bless Fundur Trumps með Nancy Pel- osi, leiðtoga demókrata í fulltrúa- deildinni, og Chuck Schumer, leið- toga demókrata í öldungadeildinni, stóð í um 14 mínútur. Trump spurði Pelosi einfaldlega hvort demókratar myndu fjármagna múrinn og hún svaraði nei. Sagði Trump á sam- félagsmiðlinum Twitter að hann hefði þá einfaldlega staðið upp og sagt bless, enda væri ekki um neitt meira að ræða á fundinum. Schumer sakaði forsetann í kjölfarið um að hafa misst stjórn á skapi sínu þegar hann gekk út, en Trump hafnaði þeim ásökunum algjörlega. Repú- blikanar á Bandaríkjaþingi hafa flestir fylkt sér á bak við forsetann í málinu. Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni, sagði til dæmis að hegðun demókrata væri að sínu mati skammarleg. Fátt bendir til þess að sættir náist á milli fylkinga á næstunni, þar sem hvorki repúblikanar né demókratar virðast vilja gefa eftir. Þá sýna skoð- anakannanir að almenningur skipt- ist í tvær svipaðar fylkingar í afstöðu sinni til þess hvor eigi meiri sök á lokuninni. Ein möguleg lausn er að Trump lýsi yfir neyðarástandi á landamær- unum, sem myndi gefa honum heim- ildir til þess að nota fé, sem eyrna- merkt hefur verið til varnarmála, til þess að reisa múrinn. Sérfræðingar eru hins vegar ekki á einu máli um hvort slík aðgerð væri lögleg. AFP Ferðalag Trump hélt til landamæra Bandaríkjanna og Mexíkós í gær. Lögreglan í Nor- egi óskaði þess í gær að ná tali af þremur einstakl- ingum, sem sjást á eftirlits- myndböndum sem tekin voru sama dag og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen var rænt af heim- ili sínu. Voru myndböndin tekin upp við fyrirtæki Toms Hagens, eigin- manns hennar, en fyrirtækið er 3,5 kílómetra frá heimili þeirra. Mynd- böndin sýna þrjá einstaklinga ganga eða hjóla framhjá fyrirtækinu. Sagði lögreglan að fólkið á myndbönd- unum væri möguleg vitni að ein- hverju óvenjulegu og vildi ekki úti- loka að vinnustaður Hagens hefði verið undir eftirliti mannræningj- anna. Hagen sjálfur hefur verið settur undir lögregluvernd, en hermt hefur verið í norskum fjölmiðlum að lausn- argjaldskrafan nemi níu milljónum evra, sem greiðast eigi í rafmyntinni monero. Sérfræðingar sem norska blaðið Verdens Gang ræddi við í gær drógu í efa að hægt væri að verða við þeirri kröfu og Francisco Cabanas, einn af stofnendum myntarinnar, tók undir það. Sagði hann að fjár- hæðin sem beðið væri um væri of há til þess að hægt væri að útvega hana með skömmum fyrirvara. Lýsa eftir þremur vitnum Anne-Elisabeth Falkevik Hagen  Erfitt að útvega lausnargjaldið Greg Clark, við- skiptaráðherra Bretlands, sagði í gær að afleið- ingar þess að Bretar yfirgæfu Evrópusam- bandið án við- skiptasamnings myndu verða „hörmulegar“. Breska þingið ræðir nú samn- ing þann sem Theresa May for- sætisráðherra gerði við sam- bandið í fyrra, en hann hefur mælst illa fyrir í Bretlandi. Ríkis- stjórnin beið ósigur í tveimur at- kvæðagreiðslum í fyrradag um umræðuna. Jeremy Corbyn, leið- togi Verkamannaflokksins, hefur heitið því að leggja fram van- traust verði samningurinn sjálfur felldur, en þingið á að greiða at- kvæði um hann á þriðjudaginn næstkomandi. Varar við útgöngu án samnings STÓRA-BRETLAND Greg Clark Þessi venesúelska stúlka gægist út um tjald sitt í flóttamannabúðum í Bogóta, höfuðborg Kólumb- íu, en þar búa um 150 manns. Áætlað er að meira en tvær milljónir manna hafi yfirgefið Venesúela á síðustu þremur árum, og nýlegar spár gefa til kynna að fjöldi flóttamanna frá landinu gæti stokkið upp í að minnsta kosti fimm milljón manns á þessu ári. Flestir þeirra hafa leitað yfir landamærin til Kólumbíu og hafa stjórnvöld lýst yfir þungum áhyggjum sínum. Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sór í gær embættiseið og hóf nýtt sex ára kjörtímabil. Bandaríkjastjórn tilkynnti í gær að hún myndi ekki viðurkenna stjórn Maduros, þar sem kosn- ingarnar á síðasta ári hefðu verið ólöglegar. Milljónir manna á vergangi AFP Maduro hefur nýtt kjörtímabil sem forseti Venesúela Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.