Morgunblaðið - 11.01.2019, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það er uggur íatvinnurek-endum. Það
kom glöggt fram í
Morgunblaðinu í
gær þar sem rætt
var við fulltrúa úr ýmsum
greinum atvinnulífsins. Her-
skár tónn í kjaraviðræðum er
orsökin. Atvinnurekendur ótt-
ast bæði áhrif mögulegra
verkfalla og mikilla launa-
hækkana.
Jóhannes Þór Skúlason,
framkvæmdastjóri Samtaka
ferðaþjónustunnar, gengur
svo langt að segja að verði
„hér langvarandi árásir á
ferðaþjónustu í heild sinni,
eða á hluta hennar, gætum við
horft upp á að einhver fyrir-
tæki legðu hreinlega upp
laupana. Staðan er bara þann-
ig.“
Hvort sem það er í verslun
eða ferðaþjónustu er svigrúm-
ið sagt lítið. Hætt sé því við að
miklum launahækkunum
verði veitt beint út í verðlagið.
Ef það gerist munu launa-
hækkanirnar engu skila. Í
raun er hættan sú að verði
hækkanirnar umfram bol-
magn atvinnurekenda gæti
tvennt gerst. Annars vegar að
fyrirtækjum yrði lokað.
Hærri laun skila litlu til
þeirra sem missa vinnuna.
Hins vegar gætu verðhækk-
anir leitt til verðbólgu um-
fram hækkanir á launum
þannig að í stað þess að bæta
hag almennings yrði gengið á
þann umtalsverða kaupmátt,
sem unnist hefur á
undanförnum
misserum. Það
yrði grátleg nið-
urstaða.
Vissulega er
ekki víst að það komi til verk-
falla. Þótt oft hafi verið ólga á
vinnumarkaði á undanförnum
árum hafa verkföll verið fátíð
í einkageiranum á þessari öld
og ekki hefur komið til alls-
herjarverkfalla. Verður því að
vona að sem fyrr takist að
semja áður en í óefni er kom-
ið.
En það eitt að blikur séu á
lofti hefur einnig áhrif á at-
vinnulífið. Eggert Þór Krist-
jánsson, forstjóri hjá Festi,
sem rekur N1 og Krónuna,
segir hreint út að umræðan
um verkföll og launakröfur
hafi haft neikvæð áhrif á
verslun að undanförnu.
Það ætti ekki að koma á
óvart. Það er líklegt að neyt-
endur haldi að sér höndum
þegar blikur eru á lofti. Fyrir-
tæki reyna einnig að fara sér
hægt þegar óvissa blasir við.
Þau ráða síður nýtt starfsfólk,
slá nýjum verkefnum á frest
og draga úr auglýsingum.
Það á ekki að þurfa að vera
lögmál að kjarasamningar
byggist á störukeppni, sem
lýkur ekki fyrr en komið er
fram á ystu nöf. Þessi vinnu-
brögð virka eins og bremsa á
atvinnulífið og gera í raun að
verkum að svigrúmið til samn-
inga minnkar enn. Það getur
varla verið ætlunin.
Atvinnurekendur
óttast stöðuna í
kjaramálum}
Uggur í atvinnulífinu
Nicolas Mad-uro hóf í gær
annað kjörtímabil
sitt sem forseti
Venesúela. Það
væri synd að segja
að frammistaða
hans til þessa í embættinu
réttlætti það að hann sæti þar
áfram, en efnahagur landsins
er í rústum eftir áratugalanga
óstjórn sósíalista. Þannig hef-
ur Alþjóðagjaldeyrissjóður-
inn spáð því að samdráttur
verði í landinu upp á um 5% og
að verðbólga geti orðið tíu
milljónir prósenta. Það þykir
fremur mikil verðbólga, jafn-
vel í Venesúela, en í fyrra nam
hún „einungis“ um 1,35 millj-
ónum prósenta.
Efnahagsástandið hefur
skiljanlega valdið almenningi
í landinu umtalsverðum bú-
sifjum, en þar er iðulega
skortur á matvælum, lyfjum
og annarri nauðsynjavöru.
Margir hafa því valið að kjósa
með fótunum, þar sem kjör-
seðlarnir hafa ekki dugað til,
og eru rúmlega
tvær milljónir
manna á vergangi
í nágrannaríkjum
Venesúela. Því
hefur raunar verið
spáð að sú tala
geti margfaldast á næstu ár-
um og telja þeir svartsýnustu
að allt að átta milljónir manna
gætu flúið land í heildina á
næstu tveimur til þremur ár-
um.
Viðbrögð Maduros við öll-
um þessum búsifjum hafa ver-
ið þau að kenna öðrum, eink-
um Bandaríkjunum, um
vandann, sem er þó að öllu
leyti heimatilbúinn. Á sama
tíma hefur Maduro að hætti
sósíalista hert á heljartökum
sínum á stjórnmálum Vene-
súela með því að varpa stjórn-
arandstæðingum í fangelsi og
hefta þá fjölmiðla sem leyfa
sér að andmæla stjórnar-
háttum. Því miður bendir fátt
til þess að Maduro verði hagg-
að og þjáningum íbúa Vene-
súela linni á næstunni.
Maduro hefur nýtt
kjörtímabil í óða-
verðbólgu og efna-
hagsöngþveiti}
Venesúela á vergangi
M
eðal mikilvægustu verkfæra
unga fólksins okkar, sem
móta mun framtíð sam-
félagsins, eru sam-
vinnuhæfni, frumkvæði,
skapandi hugsun og það að geta unnið með
upplýsingar og tækni á fjölbreyttan hátt.
Fjórða iðnbyltingin krefur okkur með sínum
öru samfélags- og tæknibreytingum um
nýja nálgun á ýmis kerfi, þar með talið
menntun og starfþjálfun af öllu tagi.
Í gær tók ég þátt í óvenjulegri gangsetn-
ingu nýrrar verksmiðju. Sú verksmiðja er
hugmynda- og uppfinningakeppni þar sem
nemendur í efstu bekkjum grunnskóla raun-
gera og útfæra hugmyndir sínar með aðstoð
leiðbeinenda, fagfólks, fyrirtækja og hvetj-
andi sjónvarpsefnis. Verkefni þetta er unnið
í góðu samstarfi m.a. milli Samtaka iðnaðarins, Ný-
sköpunarmiðstöðvar Íslands og Ríkisútvarpsins og
framkvæmt með stuðningi mennta- og menningar-
málaráðuneytisins. Markmið þessa verkefnis er að
hvetja ungmenni til að veita hugmyndum sínum og
hæfileikum athygli, efla nýsköpun og fjalla á marg-
víslegan hátt um tækifæri sem felast í iðn- og tækni-
menntun. Verksmiðjan er stafræn og til húsa á slóð-
inni ungruv.is/verksmidjan.
Við lærum einna best gegnum athafnir
og með því að framkvæma það sem við
hugsum. Sköpun er veigamikill þáttur í
námi á öllum skólastigum og fjölbreytni er
brýn í skólakerfinu til þess að efla og
þroska einstaklinga til allra starfa og ekki
síður til þess að hjálpa nemendum að finna
sína fjöl – eða fjalir. Manneskjan er í mótun
alla ævi og því er mikilvægt að byrja
snemma að virkja hæfni eins og sköpun og
frumkvæði. Verksmiðjan nýja er að mínu
mati kjörin til þess. Aukin áhersla á ný-
sköpun og frumkvöðlafræðslu eflir unga
fólkið okkar og kynnir því ný tækifæri og
námsleiðir. Það er ekki síst brýnt fyrir
samfélag sem fjölga vill starfskröftum með
iðn-, verk- og tæknimenntun. Eitt okkar
forgangsmála nú er að fjölga nemum í slík-
um greinum og gleðilegt er að uppi eru vísbendingar
um að aðgerðir séu farnar að skila árangri, meðal ann-
ars með aukinni ásókn í slíkt nám. Ég er bjartsýn á að
grunnskólanemendur muni taka Verksmiðjunni fagn-
andi og hún muni opna hug þeirra, og foreldranna,
fyrir þeim möguleikum sem fólgnir eru í fjölbreyttu
námsframboði hér á landi.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Verksmiðjan gangsett
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Kveðið er á um að gerðverði landgræðsluáætluntil tíu ára í senn, í nýjumlögum um landgræðslu
sem samþykkt voru á Alþingi undir
lok nýliðins árs og tóku þá þegar
gildi. Í framhaldinu á að gera
svæðisáætlun fyrir hvern lands-
hluta.
Það er í höndum umhverfis-
ráðherra að gefa út landgræðslu-
áætlun til tíu ára og þarf hann að
gera það á fimm ára fresti. Í henni
skal kveðið á um framtíðarsýn og
stefnu stjórnvalda í landgræðslu.
Ráðherra mun skipa verkefnis-
stjórn til að stjórna gerð land-
græðsluáætlunar og verður land-
græðslustjóri formaður hennar.
„Þetta þýðir að búið er að
formfest ýmislegt sem við höfum
verið að þreifa á en ekki útfært að
fullu,“ segir Árni Bragason land-
græðslustjóri um áætlunina. Land-
græðslan á síðan að vinna svæð-
isáætlanir fyrir einstaka landshluta
á grunni landsáætlunarinnar. Árni
segir að það verði gert í samvinnu
við sveitarstjórnir og vonast hann
til þess að þær geti orðið eðlilegur
liður í skipulagsgerð þeirra.
Nýting skal vera sjálfbær
Annar mikilvægur þáttur nýju
löggjafarinnar er að kveðið er skýrt
á um það að nýting lands skuli vera
sjálfbær þannig að ekki sé gengið á
auðlindir þess og þær endurheimt-
ar eins og unnt er, og jafnframt að
vistkerfum verði viðhaldið.
Þá kemur spurningin: Hvað er
sjálfbær landnýting? Árni viður-
kennir að um það kunni að vera
skiptar skoðanir. Hann segir að
gert sé ráð fyrir að þetta verði skil-
greint í reglugerð. „Við undirbún-
ing þess verks munum við hafa
samstarf við landnotendur. Við get-
um byggt á samstarfsverkefni við
Bændasamtök Íslands og fleiri að-
ila, Grólind, sem gengur út á það að
vakta landnýtingu. Samið var um
það til tíu ára og er verkefnið fjár-
magnað að stórum hluta í búvöru-
samningi bænda og ríkisins. Má
segja að sá grunntónn sé nú kom-
inn inn í landgræðslulögin,“ segir
Árni.
Hann segir að við skilgrein-
ingu á því hvað teljist sjálfbær
landnýting sé hægt að líta til þess
hvort gróður og jarðvegur eru í
jafnvægi. „Við munum birta í vor
stöðumat á því hvert er ástand
helstu afréttarlanda. Vonandi gefur
það grófa mynd af því hvað er sjálf-
bært og hvað ekki. Við höfum einn-
ig á heilmiklu að byggja í erlendum
fræðiritum og reynslu annarra
þjóða. Mikilvægt er að vanda þessa
vinnu og setja mælikvarða þannig
að óháðir aðilar geti lagt mat á
vinnu okkar og niðurstöður,“ segir
Árni.
Leiðbeining og þvingun
Í nýju lögunum eru betri leið-
beiningar en í þeim eldri hvernig á
að bregðast við ef landnýting er
ekki sjálfbær og Landgræðslunni
færð tæki til að fylgja málum eftir.
Telji Landgræðslan að landnýting
sé ósjálfbær skal hún leiðbeina við-
komandi um gerð landgræðsluáætl-
unar. Ef ekki tekst að fá landnot-
anda til að bæta ráð sitt má beita
þvingunarúrræðum með því að
veita honum áminningu og að
loknum fresti til úrbóta má
ákvarða dagsektir sem geta num-
ið allt að 500 þúsund krónum
á dag.
Sérstök lög voru um
varnir gegn landbroti og
hafði Landgræðslan þar
mikilvægu hlutverki að
gegna. Þau eru nú orðin
hluti af landgræðslulög-
unum.
Gerð verður tíu ára
landgræðsluáætlun
Stjórnsýslustofnunin sem fer
með daglega stjórnun land-
græðslumála og annast eftirlit
með því að landgræðslulög-
unum sé framfylgt heitir nú
Landgræðslan.
Stofnunin hóf starfsemi á
árinu 1907 og hét hún Sand-
græðsla ríkisins í 58 ár og síð-
an Landgræðsla ríkisins í 53
ár. Sú nafnbreyting var til
marks um breytt verkefni.
Nýju lögin eru einnig til
marks um þróun. Árni Braga-
son landgræðslustjóri
segir að starfsemin eins
og hún er nú sé skrifuð
inn í lögin auk þess sem
lagðar séu nýjar áherslur.
Sem dæmi má nefna
að Landgræðslan
hefur stundað
rannsóknir í mörg
ár þótt ekki væri
gert ráð fyrir því
í gömlu lög-
unum.
Nýtt nafn á
stofnunina
LANDGRÆÐSLAN
Árni
Bragason
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Bakkafjara Þótt Landgræðslan sé aðallega stjórnsýslustofnun og annist
eftirlit eru hún enn með tækjabúnað til að safna fræi og græða upp land.