Morgunblaðið - 11.01.2019, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 11.01.2019, Qupperneq 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2019 ✝ Árni Einars-son fæddist í Kaldárholti í Holtahreppi í Rangárvallasýslu 8. nóvember 1931. Hann lést á líkn- ardeild LSH í Kópavogi 3. jan- úar 2019. Foreldrar Árna voru Einar Jóns- son, f. 11. júlí 1895, d. 28. mars 1981, bóndi í Kaldárholti, ættaður frá Holts- múla í Landssveit, og Ingiríð- ur Árnadóttir, f. 5.maí 1894, d. 14. febrúar 1984, ættuð frá Látalæti (nú Múli) í sömu sveit. Systur Árna eru Unnur Einarsdóttir, f. 24. október 1933, og Jóna Einarsdóttir, f. 11. maí 1936. Árni kvæntist 16. júní 1957 Guðrúnu Lillý Ásgeirsdóttur, f. 29. janúar 1933, d. 1. nóv- ember 2007. Foreldrar Guðrúnar voru Ásgeir Guðmundsson prentari Árni gekk í Héraðsskólann á Laugarvatni og síðar Sam- vinnuskólann og brautskráðist þaðan 1950. Árni starfaði við verslunar- störf hjá Kaupfélagi Árnes- inga um 8-9 ára skeið en flutt- ist svo til Reykjavíkur 1957 og vann hjá Egilskjörum á Lauga- vegi í nokkur ár. Hann hóf eigin verslunarrekstur 1963 þegar hann setti á fót Ný- lenduvöruverslun Árnabúð Fálkagötu 13 í Vesturbæ Reykjavíkur sem hann starf- rækti í 28 ár. Árni kynntist frjálsíþróttum á Selfossi um 1950 en lagði köstin til hliðar þegar hann fluttist til Reykjavíkur 1957. Þegar konan hans féll frá byrjaði hann að æfa eftir 51 árs hlé og hefur tekið þátt í öllum helstu öldungamótum síðan, meðal annars Norður- landameistaramóti öldunga í Svíþjóð 2009 og Evrópumeist- aramót Öldunga í Ungverja- landi 2010. HSK útnefndi hann Öðling ársins árið 2010. Útför Árna fer fram frá Langholtskirkju í dag, 11. jan- úar 2019, klukkan 15. og Guðríður D. Kristjánsdóttir en þau eru bæði látin. Börn Árna og Guðrúnar Lillýjar en fyrir átti Guð- rún Lillý: 1) Ás- geir Heiðar, f. 20. nóvember 1951, maki Oddný Ei- ríksdóttir. 2) Inga Árnadóttir, f. 27. febrúar 1958, maki Sigurður Pálmason. 3) Danía Árnadóttir, f. 27. febr- úar 1958. 4) Bryndís Árnadótt- ir, f. 10. september 1962. 5) Danfríður Árnadóttir, f. 7. desember 1963, maki Halldór Ólafsson. 6) Margrét Lillý Árnadóttir, f. 20. maí 1965, maki Ásgeir Ásgeirsson. Barnabörnin eru 13 og barnabarnabörn 17. Árni ólst upp í Kaldárholti í Holtahreppi í Rangárvalla- sýslu. 15 ára gamall fluttist hann til Selfoss með foreldrum sínum er þau hættu búskap. Í dag kveðjum við systur hann pabba okkar. Við töldum hann hressan enda nýbúinn að fagna 87 ára afmæli sínu. Hann var maður sem kvart- aði aldrei, fór reglulega að æfa með félögum sínum og sá að öllu leyti um sig sjálfur. Hægur var hann, rólegur og glettnin var ekki langt undan. Hann var sterklegur, myndarlegur og fengum við systur oft að heyra það. Félagsskapurinn sem hann var í í seinni tíð eftir að móðir okkar kvaddi var ekki af verri endanum; góðvinur hans Rún- ar, en þeir sóttu saman fundi hjá Karli I. Svo dró pabbi fram frjáls- íþróttaskóna eftir 51 árs hlé og æfði í Laugardalnum með þeim Sigga Haralds, Jóni Magnús- syni, Elíasi Sveinssyni og fleiri öðlingum. Saman tóku þeir þátt í ýmsum mótum hér heima og erlendis. Það er ekki á allra færi að rífa sig upp eftir lát maka og fara að stunda íþróttir og vor- um við stelpurnar mjög stoltar af honum. Hann fór til læknis út af þrá- látum hósta og eftir ítarlegar rannsóknir kom í ljós að hann væri með krabbamein. Eftir greiningu tók við mjög stutt ferli. Hann náði að vera við- staddur skírn hjá yngsta lang- afabarni sínu í byrjun desem- ber. Síðan hrakaði honum og hann lagðist inn á LSH. Hann var ekki sáttur við krabbann, kallaði hann drasl, en hann var af þeirri kynslóð sem kvartaði ekki og sýndi mikið æðruleysi undir það síðasta. Við munum sakna hans og minnast með mikilli hlýju. Og svo við notum hans kveðjuorð: Hafðu það bara eins og þú vilt. Elsku pabbi okkar, þú kvaddir þennan heim og þínir nánustu sem eru búnir að kveðja taka á móti þér. Þínar dætur, Danfríður (Dabbý) og Margrét (Magga). Elsku yndislegi pabbi minn. Ég á ekki til nógu sterk orð til að lýsa því hvað ég sakna þín mikið. Ég sakna okkar daglegu sím- tala sem við byrjuðum á þegar mamma lést fyrir 11 árum. Við ræddum um allt milli himins og jarðar, frá fréttum til þátta sem voru í sjónvarpinu til æf- inga sem þú áttir með félögum þínum í frjálsum íþróttum. Í byrjun nóvember fluttir þú til mín á meðan það var verið að gera upp baðherbergið hjá þér. Við áttum dásamlegan tíma saman á meðan þú hafðir heilsu, göngutúrar, verslunar- ferðir, bíltúrar, hittir barna- barnabörnin þín, Daníelu og Árna Stefán, og auðvitað Sig- rúnu afastelpuna þína og henn- ar mann Óla. Amelía kisan mín dýrkaði þig, heimtaði klapp og knús frá þér öðru hvoru og þegar hún svaf til fóta hjá þér einstaka nótt fannst þér það mikill heiður. Eftirminnilegust var líka samvera okkar þegar við fórum út að borða á afmælisdaginn þinn og á flotta tónleika í Há- skólabíói, samræður okkar um allt og ekkert, meðal annars hvað skyldi hafa í matinn. Það var svo yndislegt að fá að dekra við þig. Hjartahlýrri mann var varla hægt að finna, ástin og umhyggjan sem fylgdi þér yljaði manni og alltaf stutt í spaugið. Mikið er ég þakklát fyrir þessar sex vikur sem við áttum saman. En snögglega fór heilsu þinni að hraka, þú hafðir verið greindur með krabbamein stuttu áður, og þá lá leiðin á Landspítalann og síðan á líkn- ardeildina í Kópavogi. Tæpum þremum vikum seinna fékkstu að kveðja eins og þú óskaðir, í værum svefni. Elsku pabbi, þú varst besti pabbi í heimi og ég er þakklát og stolt að hafa verið dóttir þín. Þín pabbastelpa, Bryndís. Elsku afi Árni hefur kvatt þennan heim. Við fjölskyldan minnumst hans með mikilli hlýju og bros á vör enda var hann einstak- lega góður og skemmtilegur maður. Minningarnar eru margar um afa, en hann var kaupmað- urinn á horninu og rak um ára- bil verslunina Árnabúð á Fálkagötu í Vesturbænum. Þangað fór ég sem ungur piltur að loknum skóladegi og fékk að aðstoða hann í versluninni. Hann var snillingur í að finna verkefni sem þurfti að leysa eins og að hjálpa eldra fólki með vörurnar heim, sækja skiptimynt, telja gler, sópa stéttina, telja karamellur og setja í poka fyrir fólk. Vinna af þessu tagi er frábært veganesti fyrir lífið fyrir ungt fólk. En Árni afi kenndi manni ekki ein- ungis að vinna heldur lagði hann ríka áherslu á hjálpsemi, virðingu og önnur gildi sem hann hafði í heiðri. Það var nefnilega þannig að afi var góð- ur við alla sem komu inn í verslunina og allir nutu virð- ingar, jafnt stórir sem smáir. Seinna seldi hann ferska ávexti í Kolaportinu af miklum móð og þar sá maður hversu vinsæll afi var, hann þekkti alveg ógrynni af fólki af öllum stéttum sam- félagsins. Afi Árni var svo sannarlega duglegur og skemmtilegur maður og af hon- um geislaði mikil orka, sem þeir sem urðu á vegi hans urðu varir við. Hann var raddsterk- ur, skýrmæltur og með afbrigð- um hraustur. Hann átti auðvelt með að vera í kringum fólk því honum þótti gaman að spjalla um daginn og veginn og var sögumaður góður. En einnig var hann gæddur þeim hæfi- leika að vera góður að hlusta á fólk og því var gott að leita til hans. Á seinni árum stundaði afi frjálsar íþróttir með góðum ár- angri og birtust oft viðtöl og myndir af kappanum í sjón- varpi og blöðum. Það er varla hægt að lýsa því hversu stoltur maður var af honum og má með sanni segja að hann hafi verið frábær fyrirmynd fyrir eldra fólk sem vill huga að andlegri og líkamlegri heilsu. Ég veit nefnilega að honum þótti óskaplega vænt um félaga sína í frjálsíþróttunum og þar fékk hann að vera hann sjálfur og vaxa og dafna í góðum fé- lagsskap. Með þessum orðum vil ég kveðja þig elsku afi minn, hvíl í friði mikli meistari og gefðu ömmu Lillý gott faðmlag frá okkur fjölskyldunni. Minning þín mun lifa meðal okkar um ókomna tíð. Elsku mamma, Heiðar, Inga, Bryndís, Dabbý, Magga, makar og börn, innilegar samúðar- kveðjur frá okkur. Árni Heiðar Ívarsson og fjölskylda. „Þú lætur hana heita Stopp- dísi,“ sagði Margrét móðir okk- ar þegar Árni tilkynnti henni að lítil stúlka hefði bæst í hóp- inn. Hún hlaut nafnið Margrét, stórmyndarleg eins og allar dætur Árna og Lillýar. Móðir okkar og móðir Árna voru syst- ur, þau voru 10 Látalætissystk- inin, samheldinn hópur þótt ekki ælust þau upp saman. Þessi samheldni og nábýli við Árna tryggði náinn vinskap sem aldrei bar skugga á. Láta- lætisfólk er stórlynt, sumt jafn- vel skapstórt, hrossabrestir innanum. En hún Ingiríður móðir Árna var einhver sú ljúfasta mann- eskja sem við minnumst og svo var einnig Einar maður hennar. Það er því ekki undarlegt að börn þeirra séu annáluð ljúf- menni. Árni, kaupmaðurinn á horn- inu, átti hug allra sem við hann áttu erindi. Brosti við öllum, vissi deili á fólki, tók þátt í gleði jafnt sem sorg. Hann þekkti alla sem komu inn í búð- arskonsuna, þótt ekki hefði hann séð viðkomandi árum saman. Um frændfólk sitt lét hann sér annt, móður okkar var hann til dánardægurs náinn vinur, okkur systkinum fagnaði hann sem sínum nánustu. Í hugann kemur ávarp Árna á ættarmóti Látalætisfóks í júlí 1990 þegar hann minntist nafna síns og afa okkar, Árna Árna- sonar bónda í Látalæti í Land- sveit. Þar dró hann upp afar ljúfa mynd af manni sem hann sá aldrei en lýsti sem „afreks- manni, meðalmanni á hæð, frekar þrekvöxnum, andlit bjart og frítt, yfirskegg mikið, skýr augu en í þeim var bæði glettni og alvara“. Burt séð frá yfirvaraskegginu finnst okkur þessi lýsing eiga afar vel við Árna frænda. Afreksmaður í íþróttum til dauðadags enda þótt hann hafi með glettni sinni útskýrt svo að í hans aldurs- flokki hafi allir aðrir verið dán- ir. Hann Árni þurfti svo lítið til að gleðjast. Sólarupprás við Þingvallavatn, þar áttu þau Lilly löngum athvarf, var upp- spretta gleði dögum saman. Fuglalífið í Vatnsmýrinni var æsispennandi, sífellt eitthvað nýtt að sjá. Eitt sinn fann hann fáráða sandlóu, sem vissi ekki betur, líklegast að verpa í fyrsta sinn, taldi hann. Hún valdi sér hreiðurstæði á mölinni á miðju bílastæði Háskólans. Árni vitjaði hennar daglega, hlóð grjóti í kringum hreiðrið henni til varnar. Hvernig sem viðraði mátti sjá Árna á göngu, teinréttan, glaðan og reifan. Með arnar- augum bar hann kennsl á þá sem hann mætti, eða þá sem gengu hinum megin á götunni, kallaði glaðlega til viðkomandi og skiptist á uppörvandi orðum við þá. Undantekningalaust glödd- ust allir við að hitta hann. Óþreytandi umhyggja Árna fyrir Lilly sem lengi barðist við erfið veikindi er okkur afar minnisstæð. Við kveðjum Árna frænda okkar með þakklæti og vottum dætrum hans og fjölskyldum okkar dýpstu samúð. Guðrún og Valgerður Hallgrímsdætur. Gleðigjafi margra Vestur- bæinga og reyndar miklu fleiri í áratugi er fallinn frá. Árni Einarsson, Árni í Árnamagas- íni, mætti öllum með brosi á vör og mikil eftirsjá er að manninum, sem gaf svo mikið af sér og lýsti upp umhverfið með jákvæðni og bjartsýni. Árni var mikil og góð fyrir- mynd og sýndi í verki að ekki þurfti að byggja hallir til þess að vera stór. Árnamagasín á horni Fálkagötu og Tómasar- haga var örugglega ein stærsta minnsta verslun í heimi og þeg- ar eitthvað vantaði eftir lokun var Árni alltaf reiðubúinn að ganga fyrir hornið og opna á ný. Nær allt sem þurfti fékkst hjá Árna, sem byrjaði daginn í mörg ár á því að bera út Mogg- ann til viðskiptavina. Knattspyrnufélagið Þróttur var stofnað við Grímsstaðavör 1949 og eftir að velunnarar reistu þar minnismerki um fé- lagið 2009 sáu félagarnir Árni og Sölvi Óskarsson, heiðurs- félagi Þróttar, um að halda um- hverfi þess snyrtilegu. Hann hélt alla tíð tryggð við félagið, en seldi samt getraunaseðla fyrir KR enda var það hverf- isfélagið hans eftir að Þróttarar fluttu úr Vesturbænum 1969. Fyrir nokkrum árum byrjaði Árni að æfa frjálsíþróttir á ný eftir um hálfrar aldar hlé, keppti undir merkjum Umf. Selfoss, þar sem hann kynntist íþróttum sem unglingur, og tók þátt í mörgum öldungamótum, meðal annars Norðurlanda- meistaramóti og heimsmeist- aramóti. Á þessum tíma lagði hann áherslu á að hann væri ekki af- reksmaður, þrátt fyrir öll verð- launin, heldur væri það þátt- takan sem skipti öllu máli. Hann fór á æfingar með „strák- unum“ í Laugardalnum og gekk reglulega „hringinn“ í Vesturbænum. Við röltum oft saman og göngutúrarnir voru alltaf upplífgandi og fræðandi. Sérstaklega þótti honum gam- an að fylgjast með og segja frá selum úti fyrir ströndinni og rekja ferðir þeirra. Árni var orðinn fótalúinn og sagði mér í haust sem leið að hann gæti ekki kastað lengur. Hann bar sig samt vel, hafði ruslatunnurnar til fyrir ösku- karlana og brosið var á sínum stað, bjartsýnin og gleðin. Sú mynd lifir nú, þegar þessi heiðursmaður hefur gengið sitt síðasta skref og Grímsstaða- holtið misst eina af sínum traustu stoðum. Blessuð sé minning Árna Einarssonar. Steinþór Guðbjartsson. Í dag er æfingafélagi okkar og vinur Árni Einarsson borinn til grafar. Við höfum æft kastgreinar frjálsra íþrótta (kúlu, spjót, kringlu, sleggju og lóð) í ára- raðir á kastsvæðinu í Laugar- dal á sumrin og í frjálsíþrótta- höllinni á veturna. Keppnisferðirnar hafa verið margar, hérlendis sem erlendis, og alls staðar var Árni hrókur alls fagnaðar, félagslyndur og jákvæður með afbrigðum. Öllum heilsaði Árni með virktum og spjallaði, spurði um ætt og uppruna. Enginn sem kom á æfingasvæðið komst hjá traustu og þéttu handtaki Árna. Á æfingum hrósaði hann okkur og hvatti til dáða og ekki vantaði þakkirnar þegar köstin hans voru mæld. Áður en Árni kom á æfingar hafði hann gengið sína 5-6 km í Vesturbænum. Seinni part sumars og í haust var farið að dofna yfir honum og kenndi hann slæmsku í fæti um. Samt kom hann á æfingar og líklega meira af vilja en mætti enda voru æfingarnar og félagsskap- urinn hans líf og yndi. Við æfingafélagar Árna söknum þessa góða drengs en minningarnar um uppörvun, góðvild og einstaklega notalega nærveru munu fylgja okkur um ókomnar stundir. Aðstandend- um sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Jón H. Magnússon, Sigmundur Stefánsson, Sigurður Haraldsson, Sigurður Þ. Jónsson. Árni í Árnabúð er allur. Í huga þeirra sem ólust upp á Grímsstaðaholtinu á seinni hluta síðustu aldar má segja að lát Árna marki tímamót. Tími mannlífs sem hverfðist um verslanir og smábúðir allt frá Dunhaga, slóðum Gríms heitins Egilssonar, í vestri út að Raggabúð við Suðurgötu í austri er þar með liðinn og gleymist skjótt. Þungamiðja þessa mannlífs var óefað Árnabúð þar sem þessi öðlingur, Árni Einarsson, stóð vaktina frá morgni til kvölds við töluvert erfiðar að- stæður af því að gólfið í búðinni var ekki slétt heldur á þrepum sem Árni þurfi sífellt að fara upp og niður með misþungan varning. Síðasta kveðjan sem við- skiptavinurinn hlaut þegar hann yfirgaf Árnabúð var ævin- lega: „Þakka þér mikið vel og skilaðu kveðju.“ Þegar við unglingarnir feng- um bílpróf og brunað var eftir Fálkagötunni hikaði Árni ekki við að setja okkur reglurnar um hraðakstur enda átti hann börn sem þar léku sér; því fylgdi enginn æsingur heldur yfirvegaðar útskýringar og rök- festa. Einn félagi vor orðaði þetta svo: „Ég man sérstaklega eftir fyrirlestrinum sem ég fékk frá honum eftir að ég keyrði Volvo- inn hans föður míns heldur hratt eftir Fálkagötunni. Ég hef reynt að hafa varnaðarorð hans í heiðri síðan.“ Orðstír slíks ljúfmennis deyr aldrei. Meyvant Þórólfsson. Árni Einarsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og ættmóðir, SVANFRÍÐUR ÞORKELSDÓTTIR frá Arnórsstöðum á Jökuldal, lést föstudaginn 4. janúar. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 30. janúar klukkan 15. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hjálparstofnun kirkjunnar. Sólveig B. Eyjólfsdóttir Sigurður E. Þorkelsson Steinarr Höskuldsson Helga K. Eyjólfsdóttir Sigurður V. Bjarnason Guðrún S. Eyjólfsdóttir Helgi Þórsson Guðmundur Þ. Eyjólfsson Díana J. Svavarsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og fjölskyldur þeirra Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR S. SIGMUNDSDÓTTIR, Völlum, Suðurmýri 60, Seltjarnarnesi, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík 24. desember. Kveðjuathöfn og bálför hafa farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 3. hæðar á Skjóli fyrir umönnun og hlýju. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarkort Skjóls. Elísabet G. Kabel Borghildur Rannveig Alfreðsdóttir Ingólfur Gígja Ingibjörg M. Alfreðsdóttir Anna Sigríður Alfreðsdóttir Magnús Hjörleifsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.