Morgunblaðið - 11.01.2019, Side 27

Morgunblaðið - 11.01.2019, Side 27
sat á þingi til 1995. Kristín starfaði fyrir Félag háskólakennara (1995- 1999), starfaði hjá Reykjavíkurborg 1999-2014 sem framkvæmdastjóri miðborgar Reykjavíkur, fram- kvæmdastjóri skipulagssjóðs og síð- ustu sex árin sem aðstoðarsviðs- stjóri framkvæmda- og eignasviðs. „Ég ætlaði mér alltaf að vera vís- indakona en svo var það skyndi- ákvörðun að taka sæti á Kvennalist- anum. Þegar ég hætti á þingi var ég búin að vera svo lengi í burtu að þá var ekki hægt að snúa aftur í vís- indin. Þá fór ég í viðskiptafræði og vann við stjórnun eftir það. Mér hef- ur alltaf fundist ég vera í skemmti- legu starfi.“ Kristín hefur verið í stjórn Samtaka um mergæxli frá 2013 en þá greindist hún með sjúk- dóminn. Helstu áhugamál Kristínar eru golf og göngur um fjöll og firnindi. „Ég hef gengið mest innanlands en seinni árin hef ég einnig verið að ganga með sex konum erlendis og það er mjög gaman. Ég spila mikið golf og hef farið með góðu fólki til útlanda þegar ekki er hægt að spila golf á Íslandi.“ Fjölskylda Eiginmaður Kristínar er Kristján Már Sigurjónsson, f. 18.7. 1946, verkfræðingur. Foreldrar: Hjónin Kristín Ketilsdóttir, f. 6.8. 2014, d. 3.2. 1985, og Sigurjón Kristjánsson, f. 25.1. 1908, d. 11.9. 1990, bændur í Forsæti í Flóa. Börn: 1) Einar hagfræðingur, f. 3.6. 1969 í Reykjavík, eiginkona: Lilja Þyri Björnsdóttir læknir. 2) Drengur andvana, f. 3.6. 1969. 3) Dagur sagnfræðingur, f. 22.7. 1980 í Reykjavík, eiginkona: Guðrún Jóns- dóttir hreyfihönnuður. Börn Einars: Kristján Frank, f. 1998, Lilja Þórunn, f. 2007, Sóley Kristín, f. 2007, og Birta Lovísa, f. 2010. Sonur Dags: Úlfur, f. 2014. Systkini Kristínar: Guðrún, hús- móðir í Kópavogi, f. 21.9. 1950, Helga, f. 8.7. 1952, d. 8.10. 1970, Þor- steinn húsasmíðameistari í Keflavík, f. 23.5. 1955. Foreldrar: Sigrid Luise Solveig Elisabet Toft skrifstofustjóri, f. 24.12. 1924, d. 15.9. 2009, og Einar Þorsteinsson húsa- og skipa- smíðameistari, f. 7.11. 1919, d. 9.6. 1982. Þau bjuggu í Keflavík, en skildu árið 1970. Stjúpfaðir: Magnús Pálsson, formaður Verslunarmanna- félags Austurlands, f. 28.10. 1926. Þau Sigrid giftust árið 1974 og bjuggu á Egilsstöðum þar sem Magnús er enn búsettur. Kristín Einarsdóttir Jón Þorsteinsson bóndi í Neðri-Hreppi Guðrún Þorsteinsdóttir bóndakona Neðri-Hreppi í Skorradal Þorsteinn Jónsson bóndi í Efri-Hreppi Einar Þorsteinsson húsa- og skipasmíðameistari í Keflavík Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir bóndakona í Efri-Hreppi í Skorradal Guðmundur Símonarson bóndi í Melshúsum Margrét Símonardóttir bóndakona í Melshúsum í Leiru Guðrún Einarsdóttir húsmóðir í Kópavogi Sigríður Valdimarsdóttir verslunarstjóri Fríhafnarinnar Magnús Valdimarsson (Maggi Mix) skemmikraftur Þorsteinn Einarsson húsasmíða- meistari í Keflavík Helga Lyngdal Þorsteinsdóttir kennari áAkureyri Harpa Þor- steinsdóttir fótboltakona og uppeldisfræðingur Einar Ben Þorsteinsson hestamaður á Egilsstöðum Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir augnlæknir á Akranesi Guðmundur Þorsteinsson fv. bóndi í Efri-Hrepp,i bús. áAkranesi Anna Luise Toft fv. aðstoðarkona sjúkraþjálfara í Rvík Guðrún Indriðadóttir hársnyrtimeistari í Rvík Indriði Freyr Indriðason viðskiptafræðingur í Rvík Margrét Kristine Toft fv. verslunarkona á Ólafsfirði Ólafur Björnsson íþróttakennari áAkureyri Kristinn Björnsson skíðakappi og skíðakennari í Noregi Irmgard Toft fv. starfskona í Sundhöllinni Iðunn Leósdóttir spænskukennari í MR Nis Toft kaupmaður í Åbenrå Margret Arnesen Toft kaupkona í Åbenrå á Suður-Jótlandi Hartwig Toft kaupmaður í Reykjavík Christine Harms Toft húsmóðir í Reykjavík Ludwig Harms skógarhöggsmaður og bóndi í Gros Grönau Christine Ramm Harms húsmóðir í Gros Grönau í Slesvík-Holtsetalandi, Þýs. Úr frændgarði Kristínar Einarsdóttur Sigrid Luise Solveig Elisabet Toft skrifstofustjóri á Egilsstöðum Hjónin Stödd í 3.700 m hæð á Inka- stígnum í Perú í október síðastliðnum. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2019 95 ára Jón R. Haraldsson 90 ára Lára Gunnarsdóttir 85 ára Jóhanna Þóroddsdóttir 80 ára Ármann Pétursson Ester Ingibjörg Sigfinnsdóttir Ólöf Sigurlásdóttir Svanhildur Vagnsdóttir 75 ára Ari Sigjón Magnússon Dagný Gerður Sigurðardóttir Sigríður Kristjánsdóttir 70 ára Garðar Sverrisson Guðbjörg Hrafnsdóttir Gunnar Þorvaldsson Guttormur Rafnkelsson Hannes Örn Þór Blandon Kristín Einarsdóttir Sigurlína Jónsdóttir Unnur Sigursveinsdóttir 60 ára Aðalbjörg Hafsteinsdóttir Aðalbjörg Ólafsdóttir Agnes Böðvarsdóttir Árni Haraldsson Björg Friðmarsdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Jóhanna M. Sigurgeirsdóttir Jóhannes Áslaugsson Logi Dýrfjörð Sigríður Áslaug Guðmundsdóttir Símon Ingvar Tómasson 50 ára Anna Steinarsdóttir Hafdís Elfa Ingimarsdóttir Hörður Sævar Erlingsson Jörundur Sveinn Matthíasson Sigurrós Tryggvadóttir 40 ára Arnar Hrafn Jóhannsson Arndís Anna Hilmarsdóttir Ásdís Haraldsdóttir Daníel Pétur Axelsson Eva Kamilla Einarsdóttir Ingólfur Ágúst Hreinsson Ingvi Hrafn Aðalsteinsson Jill Marlene Christian Katla Sigurðardóttir Katrín Elly Björnsdóttir Kristján Sigurður Jónsson Marcin Henryk Garus Melissa Guðlaug Haire Patricio Cerqueira Alves Selma Margrét Arnardóttir Sigrún Halla Tryggvadóttir Stefán P. Jones Þórdís Ósk Kristjánsd. Sandholt 30 ára Aleksandra Monika Kudlak Arnar Ingi Friðriksson Arne Karl Wehmeier Aron Freyr Eyjólfsson Árný Rut Jónsdóttir Diana Cepurnaja Haraldur Björnsson Helgi Hrafn Hallsteinsson Kristján Ingi Sigurðsson Krystian Zawadzki Leire Aguirre Arruabarrena Marta Alicja Biernacka Patrycja S. Lewandowska Ragnhildur Lind Borgarsd. Rustams Steinbergs Stefán Ingi Þórisson Vilborg Pétursdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Kamilla er Reyk- víkingur, rithöfundur og bókavörður á Þjóðar- bókhlöðunni. Maki: Loki Rúnarsson, f. 1993, sölustjóri hjá Miðl- un. Börn: Júlía Kristín, f. 2000, Ninja Björt, f. 2001, og Karitas Lóa, f. 2010. Foreldrar: Einar Kárason, f. 1955, rithöfundur, og Hildur Baldursdóttir, f. 1957, bókasafnsfræð- ingur á Kringlusafninu. Eva Kamilla Einarsdóttir 40 ára Ingvi er Sandari, fæddur og uppalinn á Hellissandi og býr þar. Hann rær á eigin bát á sumrin og vinnur hjá Fisk- markaðnum á veturna. Maki: Adriana Parol, f. 1980, skólaliði í Grunn- skóla Snæfellsbæjar. Sonur: Filip Steinn, f. 2010. Foreldrar: Aðalsteinn Ólafsson, f. 1952, og Birna Sigurðardóttir, f. 1956, bús. á Hellissandi. Ingvi Hrafn Aðalsteinsson 30 ára Helgi Hrafn er Akureyringur, ættaður frá Raufarhöfn. Hann er mjólkurfr. hjá Mjólkur- samlaginu á Akureyri. Dóttir: Birta Karen, f. 2014. Systkini: Þorgrímur, f. 1974, og Sólveig, f. 1984. Foreldrar: Hallsteinn Guðmundsson, f. 1955, útgerðarmaður og rekur Hafblik, og Elínborg Þor- grímsdótttir, f. 1952, ritari hjá Náttúrufræðistofnun. Helgi Hrafn Hallsteinsson  Áróra Rós Ingadóttir hefur varið doktorsritgerð sína í næringarfræði við matvæla- og næringarfræðideild Há- skóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Skimun á næringarástandi og næring- armeðferð sjúklinga með langvinna lungnateppu (LLT) (Nutritional risk screening and nutrition therapy for patients with chronic obstructive pulmonary disease (COPD)). Leiðbein- endur voru dr. Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor við matvæla- og næringar- fræðideild, og dr. Anne Marie Beck, dósent við Copenhagen University Col- lege í Danmörku. Markmið doktorsverkefnisins var að auka þekkingu á skimun á næringar- ástandi og næringarmeðferð sjúklinga með langvinna lungnateppu (LLT). Rit- gerðin er byggð á gögnum um sjúk- linga með LLT sem lögðust inn á lungnadeild Landspítala á tímabilinu september 2014 til desember 2016. Allir þátttakendur voru skimaðir fyrir hættu á vannæringu (n=492). Líkams- samsetning var metin með leiðnimæl- ingu, lungnastarfsemi með önd- unarmælingu og orku- og próteinneysla í innlögn með gildis- metnu skráningarblaði. Sjúklingar með sterkar líkur á van- næringu sam- kvæmt skimun (=4 stig) tóku þátt í íhlutunarrannsókn. Þátttakendum var slembidreift í tvo hópa, næringar- drykkjahóp (hefð- bundin næring- armeðferð í dag) og millibitahóp sem fékk orku- og próteinríka millibita (ný aðferð). Báðir hópar fengu 600 kkal á dag aukalega við hefðbundið fæði í 12 mánuði. Sjúklingar í lítilli eða meðal- áhættu á vannæringu (0-3 stig) tóku þátt í víxlunarrannsókn. Þar voru áhrif næringardrykkja og millibita, fastandi eða eftir morgunverð, metin með mæl- ingum á blóðsykri, fastandi og í kjölfar- ið reglulega í tvær klukkustundir eftir neyslu. Niðurstöðurnar benda til þess að auka mætti fjölbreytileika í næring- armeðferð vannærðra sjúklinga með því að nota orku- og próteinríka milli- bita jafnhliða hefðbundnum næring- ardrykkjum. Rannsaka þarf betur mis- munandi áhrif næringardrykkja og millibita á blóðsykur sjúklinga með LLT, sem og klíníska þýðingu. Áróra Rós Ingadóttir  Áróra Rós Ingadóttir er fædd á Selfossi árið 1982. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi árið 2004, BS-prófi frá matvæla- og næringar- fræðideild Háskóla Íslands árið 2012 og MS-prófi frá sömu deild árið 2014. Áróra er aðjunkt við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og næring- arfræðingur á Næringarstofu Landspítala. Foreldrar hennar eru Dýrleif Tómasdóttir og Ingi Rafn Hauksson. Áróra er gift Þórði Þrastarsyni. Þau búa í Mosfellsbæ ásamt börnum sínum, Tristani og Thelmu Rós. Doktor

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.