Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Qupperneq 6
ERLENT 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.1. 2019 Það hefur löngum þótt ráðgátahvernig sex mínútna langtlag með óperukafla og óskilj- anlegum texta, lag sem fylgdi eng- um formúlum vinsælda gat slegið svo hressilega í gegn eins og lagið Bohemian Rhapsody með Queen gerði þegar það kom út árið 1975. Einhvern veginn og einhverra hluta vegna þá bara virkaði það, fólk hlustaði og er enn að hlusta á þetta ódauðlega lag sem virðist hafa fjöl- mörg líf. Bohemian Rhapsody var gefið út árið 1975 þrátt fyrir að liðsmenn- Queen hefðu fengið margar viðvar- anir um að lagið gæti aldrei slegið í gegn. Enginn myndi spila svo langt lag í útvarpi. Þeir hlustuðu ekki á úr- töluraddir og gáfu lagið út óstytt, tæpar sex mínútur að lengd. Þvert á það sem spáð hafði verið náði lagið efsta sæti vinsældalista í Bretlandi og vermdi sætið í níu vikur. Í Banda- ríkjunum náði það í níunda sæti Billboard-listans en í nokkrum öðr- um löndum, þ.á m. Ástralíu og Kan- ada, komst lagið á toppinn líkt og í Bretlandi. Eftir andlát Freddie Mercury, söngvara Queen, árið 1991, var lagið endurútgefið og náði að nýju á topp- inn bæði í Bretlandi og á Írlandi og komst ofarlega á lista víða annars staðar. Ári síðar, árið 1992, kom síðan út gamanmyndin Waynés World sem notaði lagið sem nokkurs konar ein- kennislag og enn náði Bohemian Rhapsody að klífa vinsældastigann. Að þessu sinni náði það í annað sæti Billboard-listans í Bandaríkjunum, enn hærra en þegar það var upp- haflega gefið út. Segja má að með Waynés World hafi þriðja vinsælda- bylgja lagsins komið. Og sú fjórða gekk yfir á síðasta ári þegar mynd sem ber heiti lagsins, Bohemian Rhapsody, kom út. Enn á ný tekur lagið sér sæti ofarlega á listum yfir vinsæl lög í mörgum löndum. Áhætta sem borgaði sig Engu öðru lagi sem samið var á 20. öldinni hefur verið streymt eins oft og Bohemian Rhapsody á veitum á borð við YouTube og Spotify sam- kvæmt nýlegum tölum. Lagið virðist höfða til margra kynslóða. „Þetta er auð- vitað stór- furðulegt lag. En einhvern veginn er eitthvað þarna sem fólk fílar og Queen er hljóm- sveit sem hefur eitthvað sem höfðar til mjög margra, hún nær að heilla bæði bolinn og pælarana,“ segir dr. Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt í félags- og fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur um tónlist. Hann segir Queen hafa tekið mikla áhættu með útgáfu lags- ins á sínum tíma. „Annaðhvort verða svona lög al- gjörlega á jaðrinum eða slá í gegn. Það er eitthvað í uppbyggingunni á þessu lagi sem við tengjum við, það er kannski þetta drama sem byrjar með „Mama, just killed a man...“ og svo byggist lagið upp skemmtilega frá því. Síðan koma þessi furðuleg- heit um miðbikið og maður sperrir eyrun og langar að vita hvað gerist næst. Hvað er að gerast í þessu lagi, er þetta ópera, er þetta rokk?“ Mörg dæmi eru um að lög hafi gengið í endurnýjun lífdaga eftir að hafa verið endurvakin í kvikmynd- um en þau ná ekki alltaf viðlíka vin- sældum og Bohemian Rhapsody. „Það hafa oft komið svona myndir um tónlistarmenn en tónlistin þeirra fer ekkert endilega aftur af stað upp vinsældalistana. En það er mjög áhugavert að skoða hvernig lög ferðast um tíma. Kvikmyndir, sjón- varpsþættir, auglýsingar og jafnvel tölvuleikir eru oft að vekja upp klassísk lög. Okkar börn eru oft að heyra gömul lög gegnum myndbönd á Youtube eða í tölvuleikjum, þar öðlast tónlistin nýtt líf,“ segir Arnar. Endurvaknar vinsældir Bohemian Rhapsody í kjölfar myndarinnar með Rami Malek í aðalhlutverki gætu talist fjórða líf lagsins. Freddie Mercury var mikill kattaaðdáandi og aldrei að vita nema lagið hans gæti átt níu líf eins og kettirnir. Fjórða bylgja Bohemian Rhapsody Lagið Bohemian Rhapsody með Queen náði að tylla sér ofarlega á vinsældalista víða um heim enn á ný á árinu 2018. Þrátt fyrir misjafna dóma náði lagið geysilegum vinsældum þegar það kom út árið 1975 og skaust aftur upp listana í tvígang á tíunda áratugnum. Engu lagi frá 20.öldinni hefur verið streymt jafnoft á tónlistarveitum. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is AFP Rami Malek hefur hlotið mik- ið lof fyrir túlkun sína á Freddie Mercury í kvikmynd- inni Bohemian Rhapsody, sem fjallar um hljómsveitina Queen og ekki síst um ævi Mercury, söngvara og nokkurs konar leiðtoga sveitarinnar. Mercury var sá sem samdi Bohemian Rhapsody, en hljómsveitin var í þrjár vikur í stúdíói að taka lagið upp. Texti lagsins hefur orðið tilefni í fjörugar umræður gegnum ár- in en Mercury sagði sjálfur að fólk ætti að hlusta, hugsa um textann og svo ákveða sjálft hvaða þýðingu lagið og text- inn hefðu. Engin ein túlkun væri rétt. Lagið sjálft og tilurð þess er eins og gefur að skilja fyrirferðarmikill þáttur í myndinni sem heitir eftir laginu, enda er lagið ekki eingöngu talið hafa markað djúp spor í sögu hljómsveitarinnar held- ur einnig tónlist- arsögunnar í heild sinni. Hver túlki fyrir sig NOREGUR VARHAUG 17 ára drengur sem játaði morðið á hinni 13 ára gömlu Sunniva Ødegård í bænum Varhaug í Noregi er metinn sakhæfur af réttarsálfræðingum. Sunniva fannst skammt frá heimili sínu í lok júlí á síðasta ári en hún hafði verið beitt harkalegu ofbeldi. Drengurinn gaf sig fram og játaði brot sitt við skýrslutöku. RÚSSLAND MAGNITOGORSK Tala látinna eftir gas- sprengingu í tíu hæða fjölbýlishúsi í Magnitogorsk í Rússlandi á gamlársdag er komin upp í 37, þar af eru sex börn látin. Í byrjun vikunnar fannst 10 mánaða drengur á lífi en talið er að vaggan sem hann lá í hafi bjargað honum. Aðeins hafa sex fundist á lífi og fjögurra er enn saknað. BANDARÍKIN Mike Pompeo, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hefur áhyggjur af aukinni framleiðslu kókalaufa í Kólumbíu, sem not- uð eru til framleiðslu á kókaíni. Á fundi sínum með forseta Kólumbíu, Ivan Duque, viðraði hann þessar áhyggjur sínar og sammæltust þeir um að grípa til sameiginlegra aðgerða til að koma böndum á framleiðsluna og minnka hana um 50% á næstu fjórum árum. NORÐUR-KÓREA Sendiherra Norður-Kóreu á Ítalíu, Jo Song-gil, ásamt eigin- konu sinni, er í felum að því er BBC greinir frá en jafnframt hefur sendiherrann sótt um hæli í vestrænu ríki. Sendiherr- ann átti að ljúka störfum sem sendiherra í Róm í nóvember á síðasta ári en fl úði snemma í nóvember og hafa yfi rvöld í Norður-Kóreu ekki haft af honum spurnir síðan. Rami Malek sló í gegn sem Freddie Mercury. Freddie Mercury með Queen á tónleikum í París í september 1984. Mynd um líf hans og feril hljómsveitarinnar Queen sem ber heiti eins vinsældasta lags sveitarinnar, Bohemian Rhapsody, hefur skotið laginu að nýju upp vinsældalista. Kvikmyndin Waynés World skóp þriðju vinsældabylgju lagsins Bohemian Rhapsody. Spurning hversu margar bylgjur lagið á inni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.