Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Síða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Síða 16
kaupandi okkar greiðir lágt verð en svo er það auðvitað 25% endurgreiðslan sem munar ald- eilis um. Í stærri myndum nær íslensk fjár- mögnun varla 50% af kostnaði. Þá þarf að sækja það sem á vantar annað.“ Hún segir þau einblína aðallega á íslenskar sögur sem ættu samt sem áður erindi við um- heiminn eða sögur sem ferðast. „Eins og myndin um þorskastríðin, Vest- mannaeyjagosið, Andlit norðursins um Ragnar Axelsson ljósmyndara, myndin um íslensku björgunarsveitirnar og svo The Show of Shows, sem var reyndar óvenjuleg heimilda- mynd, og loks Out of Thin Air sem auðvitað fellur vel inn í norrænu glæpasagnabylgjuna. Við veljum verkefni sem við teljum að við get- um selt erlendis af því að fjármögnunin er svo erfið hér á landi. Við erum því í raun í sam- keppni við stóru fyrirtækin úti í heimi sem sér- hæfa sig í heimildamyndagerð og við erum bara að standa okkur ansi vel. Nú erum við í Sagafilm að fara að framleiða fimmtu myndina okkar fyrir BBC og það þykir nú harla góður árangur í þessum bransa.“ Á útkallslista í fimm ár Hvað stendur upp úr ef þú horfir yfir ferilinn? Margrét hlær og hugsar sig um. „Auðvitað þykir mér kannski ennþá vænst um fyrstu myndina, Síðasta valsinn. Það var svo mikið ævintýri og ég lærði svo mikið á því ferli. Við seldum hana til BBC sem var auðvit- að ótrúlegt fyrir svona byrjendur,“ segir hún. „Svo var eftirminnilegt að gera mynd um ís- lensku björgunarsveitirnar en við Magnús Við- ar leikstjóri vorum á útkallslista hjá öllum ís- lenskum björgunarsveitum landsins, nótt og dag í fimm ár. Ég fékk öll útköll, 4-5 þúsund á ári og þurfti að velja úr þeim hvað við mynd- uðum. Við vorum með allt undir alltaf. Það voru tökugræjur í skottinu á bílnum, tal- stöðvar og aðrar græjur og við ræstum oft út tökumenn um miðjar nætur. Ég skil ekki hvernig okkur datt í hug að gera þetta!“ segir Margrét og bætir við að oft hafi aðstæður verið bæði sorglegar og gríð- arlega erfiðar. „Björgunarsveitirnar tóku okkur rosalega vel og við reyndum að vinna þetta af virðingu við alla en þetta var svakalega stórt og mikið verkefni. Ég var ofsalega fegin þegar þetta var búið og ég var tekin af útkallslistunum.“ Pípti síminn þinn allar nætur í fimm ár? „Á óveðursnóttum og í stórum útköllum eins og eldgosum og jarðskjálftum, já. Ég man að í fyrsta óveðurshvellinum komu 40-50 útköll. Auðvitað víða af landinu. Fyrst gat ég ekki sof- ið fyrir þessu en svo bara vandist það,“ segir hún og skellihlær. „Við fórum í yfir 300 útköll á þessu tímabili svo það var úr vöndu að ráða,“ segir hún. Ef hann skýtur sel „Myndin um Raxa var líka alveg ógleymanleg. Það var svo gaman í tökunum og svo merkilegt að ferðast með Raxa um bæði Grænland og Ís- land. Það elska hann allir en það gat verið erf- itt að festa hann niður í tökur því hann var allt- af út um allar trissur. Loksins þegar við vorum komin til Grænlands, í tökurnar sem við vorum svo spennt að fara í, fór Eyjafjallajökull að gjósa. Hann var alveg friðlaus úti á ísnum að fylgjast með gosinu og á endanum fórum við bara heim,“ segir Margrét en á þeim tíma- punkti voru þau stödd á afskekktum stað í Grænlandi og yfir vofði að askan frá gosinu gæti mögulega valdið því að þau yrðu teppt þarna vikum saman. Þá voru góð ráð dýr. „Ég man að við stóðum þarna við ísröndina og vorum að mynda grænlenska veiðimenn en okkur vantaði skot af þeim að veiða sel. Þá sagði ég við strákana: „ef hann skýtur sel, þá er það farmiðinn heim“,“ segir Margrét. „Til allrar hamingju var selur skotinn og heimferðin ákveðin svo Raxi myndi ekki missa af gosinu. Mér tókst að húkka far með lítilli flugvél sem var á leiðinni frá Grænlandi til Ak- ureyrar. Þessi vél hafði verið að kasta af sér vistum á Grænlandsjökul og hún kippti okkur með frá Scoresbysundi. Það voru akkúrat sex sæti og við vorum sex og svo vorum við með 400 kíló af búnaði. Sem betur fer var vélin að fara tóm til baka. Þetta var rétt eftir hrunið og þeir voru eitthvað smeykir um að þetta kvik- myndafyrirtæki ætti ekki fyrir þessu en ég man að ég staðgreiddi flugið með verðmætum dönskum krónum sem ég átti í umslagi,“ segir hún og hlær. Ein á meðal ísbjarna Það er af mörgu af taka þegar Margrét er beð- in um að rifja upp eftirminnileg augnablik úr starfinu. „Ég tók viðtal við gamla konu í Kanada sem var gift togarasjómanni og hún sagði við mig: „Mér fannst ég aldrei hafa átt merkilegt líf fyrr en þú komst.“ Þetta þótti mér vænt um og snerti mig. Það sýnir líka að það eiga allir merkilegt líf og það eiga allir sögur. Það var líka svo fallegt að hún náði að fara yfir allt sitt líf með eiginmanni sínum en hann dó áður en við náðum að klára myndina,“ segir hún. Aðspurð hvort hún hafi lent í hættum í þess- um ferðum sínum hlær Margrét og viður- kennir að hafa svo sem lent í ofsaveðri úti á sjó en segist ekki hafa orðið hrædd. „Ég hugsa stundum hlutina ekkert til enda. Það er þægilegast; ég er ekki að hugsa um það sem gæti farið úrskeiðis,“ segir hún. Í hugann kemur eitt atvik frá tökum á Grænlandi þar sem fór aðeins um hana. „Ég var eitt sinn skilin eftir úti á ísnum á Grænlandi á bak við einhvern borgarísjaka þegar ég var að gera myndina um Raxa. Töku- liðið var marga kílómetra frá mér en ég stóð þarna með talstöð af því að leikstjórinn þurfti að hrópa til mín hvenær ég mætti senda veiði- mennina af stað til þess að ná fallegu skoti af ísbreiðunni og þeim á sleðunum. Þá hugsaði ég með mér þar sem ég stóð dúðuð og gat varla hreyft mig fyrir fatnaði, í 25°C frosti, að þetta yrði góð saga en erfið fyrir dóttur mína þegar leikstjórinn hringdi í hana og segði að ísbjörn hefði étið móður hennar. Ég reyndi að bægja þessari hugsun frá mér en það fór nú um mig enda var ég ekki með nein vopn og menn langt í burtu og þetta var ísbjarnasvæði. Svo kunni ég varla á talstöðina og átti í vandræðum með að kalla,“ segir hún og brosir. „Þetta er allt alls konar ævintýri, það er það skemmtilega við þetta starf. Þetta er meiri lífs- stíll en vinna því maður er alltaf í þessu upp á líf og dauða og alltaf að reyna að gera betur en síðast. Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir því hvað liggur mikil vinna á bak við eina heim- ildamynd. En það er gaman að fylgja þeim eft- ir og sjá þær eignast sitt eigið líf á erlendum markaði. Við Benedikt Erlingsson fórum ansi víða með myndina okkar The Show of Shows, um sirkuslistamenn en hún var unnin upp úr gömlu myndefni, með tónlist eftir Georg og Orra úr Sigur Rós, Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoða, sem ég hef unnið mikið með og Kjartan Holm. Benni er auðvitað svo mikill listamaður og skemmtilegri ferðafélaga finnur maður vart í svona verkefni. Þetta líf framleið- andans og þessi vinna er skipulagt kaos en sem betur fer á ég góða að sem passa barnið þegar ég er á flandri,“ segir Margrét. Þá trilluðu tárin Mynd Sagafilm og Mosaic Films, Out of Thin Air, fjallar um Guðmundar- og Geirfinnsmálið og hefur sú mynd farið víða og vakið mikla at- hygli. „Ég hafði auðvitað eins og aðrir fylgst með þessum málum í gegnum tíðina og þegar rætt var um að fá málin endurupptekin hugsaði ég strax með mér að það yrði hreinlega að gera mynd um það. En um leið hugsaði ég, guð minn almáttugur, ég er ekki viss um að ég treysti mér í þetta. Ég var með ansi mikið á mínu borði en þá kom breskt framleiðslufyrirtæki til mín sem var að leita að meðframleiðanda hér á Íslandi og vildu þeir gera mynd um þessi mál fyrir alþjóðamarkað. Mér leist vel á þá og ákvað að slá til. Þetta var bæði átakanlegt og merkilegt að fara í gegnum það,“ segir hún. „Og svo núna að horfa á málin fara aftur fyr- ir hæstarétt. Þeir voru sýknaðir sakborning- arnir, karlmennirnir fimm. Ég fylgdist með þessu alveg til enda, þó að myndin væri farin í umferð, og var stödd í New York í upptökum þegar dómur var kveðinn upp. Tárin trilluðu bara niður þegar ég heyrði niðurstöðuna. Þó að þetta sé enginn fullnaðarsigur þá var bara svo gasalegt hvernig var búið að koma fram við þetta fólk. Og allar þeirra fjölskyldur sem voru líka búnar að þjást,“ segir hún. „Það var auðvitað löngu ljóst að það var víða pottur brotinn,“ segir Margrét og segir sér hafa þótt undarleg tregðan í stjórnvöldum til að taka málið aftur upp sem og að taka ekki upp mál Erlu Bolladóttur. „En það er margt svona hér á landi og það var eins og það væri búið að ákveða að þessu máli yrði ekki haggað,“ segir Margrét. Hringfarinn og vídeólist Mörg verkefni liggja á teikniborðinu hjá Mar- gréti þessa dagana eða eru nýfarin í loftið en það er alltaf nóg að gera. Haustið var upp- skerutíð; sýnd var myndin Í kjölfar feðranna, tíu þættir um Fullveldisöldina og Hringfarinn svo eitthvað sé nefnt. „Það er ein mynd í bígerð sem erlendu stöðvarnar eru að bítast um og Íslendingar bara ranghvolfa í sér augunum yfir. Það er mynd sem ber vinnutitilinn Baráttan um Ís- land og fjallar um hvernig undið var ofan af hruninu. BBC og fjölmargar aðrar sjónvarps- töðvar hafa þegar komið um borð. Ég er í und- irbúningi fyrir þessa mynd en þetta er mjög flókið, og ég er ekki sérfræðingur í fjármálum, en ég vel gott fólk með mér. Útkoma allra verka byggist á samstarfi góðra vinnufélaga. Ég er að ráða erlendan leikstjóra í verkið, sem mér finnst mjög mikilvægt, eins og við Out of Thin Air, því hann horfir á þetta utan frá,“ seg- ir hún. „Svo eru það verkefni eins og Öldin hennar sem ég vann með Hrafnhildi Gunnarsdóttur, 52 örþættir í tengslum við 100 ára kosninga- réttarafmæli kvenna og svo aftur örþættirnir Fullveldisöldin sem nú á að vinna upp í stærra form fyrir alþjóðamarkað.“ Eitt af ótal mörgum verkefnum ársins var myndin Hringfarinn; þriggja þátta sería um Kristján Gíslason sem keyrði hringinn um heiminn á mótorhjóli. Margrét segir að við- brögðin við þáttunum hafi komið sér ánægju- lega á óvart. „Kristján fór í heimsreisu og kom til okkar með efnið. Ég hugsaði með mér að ég ætti erf- itt með að fjármagna þetta en Ragnar Agnars- son leikstjóri taldi mig á að gera þetta með sér. Þetta var áhugaverð ferðasaga, sögð á mjög einlægan hátt, en dramatískur strúktúr var „Hann stóð fyllilega undir vænt- ingum. Hann var bara miklu betri en ég átti von á. Ég reyndi að nálgast þetta eins og hvert annað viðtal enda eru allir merkilegir, hvort sem það eru togarasjómenn frá Hull eða Mick Jagger,“ segir Margrét en hún tók viðtal við Jagger í desember. Margrét hefur margoft ferðast til Grænlands vegna vinnu sinn- ar. Hér bregður hún á leik fyrir ljósmyndarann Raxa og leiðir grænlenskan veiðimann. ’ Þá hugsaði ég með mérþar sem ég stóð dúðuð oggat varla hreyft mig fyrirfatnaði, í 25°C frosti, að þetta yrði góð saga en erfið fyrir dóttur mína þegar leikstjórinn hringdi í hana og segði að ís- björn hefði étið móður hennar. Morgunblaðið/RAX VIÐTAL 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.1. 2019

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.