Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Síða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Síða 17
kannski minni en oft áður. En við erum búin að fá þvílík viðbrögð við þessari mynd að kannski er ég að mislesa áhorfendur. Áhorfið og at- hyglin sem þessir þættir hafa fengið er langt umfram það sem okkur dreymdi um. Kristján er svo jákvæður og hvetjandi og kannski gerir maður ekki nóg af verkum um fólk sem lætur drauma sína rætast. Þetta kom mér yndislega á óvart,“ segir hún. Öðru og mun stærra verkefni hefur Margrét unnið að í nokkur ár, ásamt Hrafnhildi Gunn- arsdóttur. Það er heimildamynd um vídeó- listafólkið Steinu og Woody Vasulka, en Steina er íslensk og Woody frá Tékklandi. „Þau eru um áttrætt, stórkostlegt fólk og við erum að klára u.þ.b. níutíu mínútna mynd fyrir alþjóðamarkað. Þegar við byrjuðum árið 2014 voru þau að berjast í bökkum því fólk var hætt að hringja og þau hætt að sýna verkin. Hrafn- hildur hefur þekkt þau lengi, og við ákváðum að fara af stað og erlendir vinir mínir, sölu- aðilar, hristu höfuðið góðlátlega og sögðu, gangi ykkur vel að selja mynd um vídeólist! Við ströggluðum áfram og náðum loks að fjár- magna myndina enda eru þau heimsfræg í listaheiminum, miklir húmoristar og voru í fé- lagsskap Andy Warhol, Jimmy Hendrix, Philip Glass, Nam June Paik og fleiri. Núna eru þau hins vegar á nýjum stað, fólk er að endur- uppgötva þau og stór listasöfn víða um heim eru að berjast um að eignast verk þeirra og að sýna þau,“ segir Margrét og segir það skemmtilega tilviljun að það hafi gerst á sama tíma og myndin var í vinnslu. Umkringd rokkurum og leikurum Margrét er um þessar mundir í startholunum fyrir afar spennandi heimildamynd sem hún segir sína fyrstu mynd sem á sér í raun enga tengingu við Ísland. „Hún fjallar um Carinthiu West, breskan ljósmyndara sem var leikkona og fyrirsæta. Við í Sagafilm ákváðum að fara í þessa mynd þó að ég sæi fyrir mér vandræði, þar sem bestu vinir ljósmyndarans eru frægustu rokk- stjörnur og leikarar í heiminum. West er í raun amatör ljósmyndari. Hún var uppgötvuð sex- tán ára gömul, þar sem hún stóð á strætó- stoppistöð í London, af hirðljósmyndara Bítl- anna, Robert Whitaker, en sá maður deildi vinnustofu með Eric Clapton. Hún er einka- barn foreldra sinna og faðir hennar var hers- höfðingi í breska hernum og listhneigður mjög. Hún var því alin upp við það að umgangast frægt fólk. Svo æxlast það þannig að hún kynn- ist ýmsum úr rokk- og leiklistarheiminum. Hún leigði t.d. með Helen Mirren og þær eru vinkonur og Ronnie Wood úr Rolling Stones og Krissy kona hans voru vinir hennar. Þannig kynntist hún líka Mick Jagger. Hún var alltaf með myndavél um hálsinn og var alltaf að taka myndir af vinum sínum. Þetta eru svona mynd- ir eins og í gömlu albúmum okkar, vinir á ferðalagi og úti að djamma,“ segir Margrét. Nýlega hélt West sýningu á myndum sínum og sýna þær vini hennar, stórstjörnurnar, í ýmsum venjulegum og óvenjulegum að- stæðum. „Carinthia hefur alltaf farið vel með mynd- irnar og ekki viljað sýna þær. Þrír af hennar góðu vinum eru látnir, þeir David Bowie, John Hurt og Robin Williams, og þá fór hún að hugsa að nú væri kominn tími til að fara yfir þetta tímabil og var tilbúin að gera mynd. En það verður ekki auðvelt því það er ekkert hlaupið að því að ná viðtölum við þetta fræga fólk, vini hennar,“ segir hún og bætir við að West ætli nú að opna safnið sitt upp á gátt og hjálpa þeim að ná tali af vinum hennar. Stressuð að hitta Mick Jagger Margrét og Ragnar Agnarsson leikstjóri ákváðu að ráðast ekki á garðinn þar sem hann væri lægstur og byrjuðu á að taka viðtal við Mick Jagger, áður en farið væri í fjármögnun. „Mick Jagger samþykkti í vor að koma í við- tal og við tókum það upp á skrifstofu hans í London núna í desember. Og þótt ég hafi tekið viðtöl við alls konar þekkt fólk þá er hann sá langfrægasti hingað til.“ Hvernig var hann? „Hann var bara æðislegur. Ég var auðvitað dálítið stressuð en maður er það alltaf fyrir öll viðtöl. Hann var búinn að fá spurningar fyrir- fram og snerust þær um þeirra vináttu en myndin fjallar að miklu leyti um vináttuna og svo líf Carinthiu. Hann stóð fyllilega undir væntingum. Hann var bara miklu betri en ég átti von á. Ég reyndi að nálgast þetta eins og hvert annað viðtal enda eru allir merkilegir, hvort sem það eru togarasjómenn frá Hull eða Mick Jagger,“ segir hún. Blaðamaður vill vita meira og biður um smá- atriði. „Hann skrúfaði nú sjarmann í botn og sló á létta strengi. Og hann er dálítið sætur og sjarmerandi þrátt fyrir að vera 75 ára, en ég hef nú alltaf verið svolítið veik fyrir eldri körl- um með góðar sögur,“ segir hún hlæjandi. Margrét gaf honum að skilnaði nýju ljós- myndabókina Glacier eftir Ragnar Axelsson og þakkaði hann fyrir sig. Daginn eftir hélt hún til fundar við BBC til þess að ræða næstu verkefni. Næst á dagskrá er að ná tali af nokkrum vinum Carinthiu West í viðbót. Kannski verður Helen Mirren næsti við- mælandi? Margrét er hógvær og vill ekki lofa upp í ermina á sér. „Við tökum þessu auðvitað með okkar stó- ísku ró. Það er ekkert öruggt í þessum bransa. Við lifum bara á brúninni með hvert verk og erum auðvitað ekki að bjarga neinum manns- lífum með þessu starfi, bara góðum sögum.“ Þessi mynd er tekin í Færeyjum þegar Margrét og tökulið hennar myndaði grindhvaladráp fyrir þættina Nautnir Norðursins. Á myndinni eru Árni Benediktsson, Arnar Þór Þórisson, Gísli Örn Garðarsson, Margrét, Hrafn- hildur Gunnarsdóttir og Leif Sörensen. Margrét hefur séð margt spennandi í starfi sínu. Hér er hún vð gosið á Fimmvörðuhálsi. Morgunblaðið/Ásdís Nýjasta mynd Margrétar mun fjalla um ljósmyndarann Carinthiu West, sem myndaði fræga vini sína í gegnum árin. Margrét tók viðtal við Mick Jagger um daginn og segir hann afskaplega sjarmerandi. Margrét og Benedikt Erlings- son störfuðu saman að gerð myndarinnar The Show of the Shows sem var um sirkus- listamenn en hún var unnin upp úr gömlu myndefni. Sú mynd fór víða um heim. Morgunblaðið/Árni Sæberg 6.1. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.