Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Blaðsíða 22
Höfuðstöðvarnar
í Dessau.
GettyImages/iStockphoto
Bauhaus-skólinn, sem sameinaði listgreinar,
handverk og iðnað í nýja móderníska heild,
fagnar hundrað ára afmæli á þessu ári. Skólinn
var aðeins starfandi í rúman áratug en er engu
að síður mjög áhrifamikill í hönnunarsögunni.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.1. 2019
HÖNNUN OG TÍSKA
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is
Peter Keler fékk innblástur
frá Kandinsky við hönnun
þessarar vöggu.
Bauhaus, einhver áhrifamesti lista- og hönnunarskóli sögunnar fagnaraldarafmæli sínu í ár. Það var Walter Gropius sem stofnaði Bauhaus.Hann sagði að þessir nýju tímar þyrftu sitt eigið form og var tilgang-
urinn m.a. að sameina list og handverk undir einu þaki og brjóta um leið
þekktar hefðir og virðingarröð. Skólinn hóf starfsemi í Weimar en flutti síð-
ar til Dessau.
Gropius skrifaði í tengslum við Bauhaus-sýninguna 1923 að Bauhaus-
stefnan tryði því að vélin væri nútíma miðill hönnunnar og að hún vildi
sættast við hana. Listir, handverk og iðnaður komu innan stefnunnar
saman í nýrri, módernískri heild.
Mies van der Rohe var við stjórnvölinn í skólanum síðustu árin sem
skólinn starfaði en honum var lokað árið 1933 þegar margir af
hugsuðum stefnunnar fluttu til Bandaríkjanna og þróuðu þar hug-
myndafræðina áfram.
Á meðfylgjandi myndum eru m.a. nokkrir af þekktustu hönn-
unargripum Bauhaus-tímabilsins og aðrir hlutir eða byggingar
sem endurspegla þetta þekkta skeið í listasögunni.
Grafíska hönnunin á plakati
Joost Schmidt fyrir Bauhaus-
sýningu árið 1923 endur-
speglar margt af því sem
skólinn er þekktur fyrir.
Wassily-stóllinn, módel B3, er hönnun
Marcel Breuer frá árunum 1925-1926.
Brno-stóllinn eftir arkitektinn Mies
van der Rohe er hannaður 1929-
1939. Báðir stólarnir á þessari síðu
eru nú framleiddir af Knoll.
Skólinn sem
breytti heiminum
Einfalt og stílhreint taflsett eftir Josef Hartwig frá 1923-1924 þar
sem hönnun taflmannanna endurspeglar hreyfanleika þeirra.
Josef Albers hannaði þessi
borð í anda málverka sinna.
GettyImages/iStockphotoBauhaus-bygging í Berlín.