Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.1. 2019
MATUR
Það er eitthvað afslappað við aðborða borgara með fjölskyld-unni eða í matarboði. Þeir
sem hafa ekki prófað grænmetis-
borgara ættu að gera það. Útfærsl-
urnar eru ótalmargar, svo margar að
Nina Olsson gerði heila bók, bara um
grænmetisborgara sem kom út hjá
Angústúru fyrir jólin. Bókin heitir
Góðborgarar og er undirtitillinn ein-
stakar uppskriftir að næringarríkum
grænmetisborgurum, brauði, sósum
og hnossgæti. Sunnudagsblaðið fékk
leyfi til að birta nokkrar uppskriftir
úr bókinni.
Grænmetisborgarar ættu að vera
reglulega á borðum, líka hjá kjötæt-
um, enda eru þetta jafnan fallegir og
ljúffengir réttir. Borgarar, sem oftar
en ekki flokkast sem skyndibitafæði,
geta vel verið heilsufæði, í réttu út-
færslunni. Olsson lýsir á skemmti-
legan hátt hvernig grænmetisborg-
arinn hafi ekki alltaf verið sú
stjörnumáltíð sem hann er nú. Upp-
gangur hans er að mörgu leyti eins
og sagan af litla, ljóta andarung-
anum, sem breyttist í fallegan svan;
eitt sinn smáður en nú í hávegum
hafður.
Grænmetismatur hefur breytt um
svip og getur vel verið að minnsta
kosti jafn girnilegur og matur með
dýraafurðum. Þetta veit Guðrún Sól-
ey vel en blaðið fékk líka leyfi til að
birta tvær uppskriftir úr Grænkera-
krásum hennar, sem kom út hjá
Sölku. Hún segir að ef hún mætti
bara útbúa eina máltíð að eilífu, væri
það borgari. Þeir séu einfaldir en
endalaust sé hægt að föndra með þá
og leika sér með álegg, sósur og buff.
Hún tekur því virkan þátt í grill-
íþróttinni, þjóðarsportinu, sem er vel
hægt að stunda þó borgararnir séu
grænmetis.
GettyImages/iStockphoto
Girnilegir
grænmetis-
borgarar
Eftir formleg jólaboð, steikur og sætindi er
kominn tími á eitthvað annað á diskinn. Græn-
metisborgarar eru frábær kostur og fjölbreyttur og
líka góð tilbreyting frá hátíðamatnum.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Þessi uppskrift er líka úr
Grænkerakrásum Guðrúnar
Sóleyjar.
1 portobellosveppur
KRYDDLÖGUR
3 msk. ólífuolía
1 hvítlauksrif
1 tsk. balsamikedik
1 tsk. sítrónusafi
2 tsk. sojasósa
1 tsk. paprikukrydd
1 tsk. timjan
1 rauðlaukur
2 msk. síróp
hamborgarabrauð
vegan majónes
srirachasósa
vegan rjómaostur
Skerið stilkinn af porto-
bellosveppnum. Pressið
hvítlaukinn og blandið hon-
um saman við önnur inni-
haldsefni í kryddlegi. Látið
marinerast við stofuhita í 30
mínútur. Á meðan er gott
að útbúa karamellíseraðan
lauk. Steikið saxaðan lauk á
miðlungsheitri pönnu ásamt
sírópinu þar til laukurinn er
orðinn glær og mjúkur. Fjar-
lægið portobellosveppinn úr
marineringu og látið löginn
til hliðar. Grillið sveppinn í
3-4 mínútur á hvorri hlið og
penslið með restinni af
kryddleginum.
Útbúið chilimajó með því
að blanda srirachasósu sam-
an við majónes og smakka
til. Grillið brauð, smyrjið
með chilimajó, smyrjið
sveppinn með vegan rjóma-
osti og látið karamellíser-
aðan lauk ofan á. Bætið káli,
klettasalati, lauk og tómat
við.
Portobelloborgari með
karamellíseruðum lauk
Ljósmynd/Rut Sigurðardóttir
Þessi uppskrift er úr
Grænkerakrásum Guð-
rúnar Sóleyjar.
ein og hálf handfylli spínat
ein handfylli brokkolí
1 gulrót
1 tsk. ferskt engifer
1 msk. raspaður sítrónu-
börkur
1 chilialdin
1 dl hveiti
½ dós kjúklingabaunir, um
150 g
½ dl hafrar
½ tsk. garam masala
1½ tsk. sítrónusafi
100 g rasp
hamborgarabrauð
hvítlauksmajó (hrærið press-
uðum hvítlauksgeira saman
við 1½ dl af vegan majónesi,
saltið og piprið)
vegan cheddar ostur
hvítlaukssteiktir sveppir
salat
Hitið olíu á pönnu. Saxið
allt grænmeti mjög smátt.
Blandið öllum innihalds-
efnum nema raspi saman í
stórri skál með höndunum
og kreistið dálítið vel sam-
an. Mótið í buff. Veltið buff-
unum upp úr raspi og steik-
ið við miðlungshita þangað
til þau verða gullinbrún á
annarri hliðinni, snúið þeim
þá við og steikið á hinni
hliðinni. Með þessum hætti
verða þau stökk að utan og
mjúk að innan, það ætti að
taka um 10–12 mínútur.
Spínat- og brokkolíborgari
Ljósmynd/Rut Sigurðardóttir