Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Blaðsíða 31
nýja lögmáli. Bloomberg hefur sömu staðfestuna í stjórnmálum og Trump. Hann var lengst af demó- krati, en bauð sig fram sem repúblikani í borgar- stjóraembættið. Þegar hann leitaði eftir endurkjöri, sem hann fékk, var hann orðinn óháður og nú hefur hann nýlega gengið í Demókrataflokkinn aftur þar sem Trump og hann voru löngum flokksbræður. Bernie Sanders, sem náði ótrúlega góðum árangri í prófkjöri demókrata síðast og sýndi mikinn styrk og úthald, hefur sagst vera að íhuga framboð. Það hlýt- ur að styrkja Bernie að hann verður orðinn 79 ára á kjördag 2020 og slær þar með Biden og Bloomberg út að því leyti. Vandi þessara þriggja gæti verið sá að smástelpa, Elísabet Warren, hefur boðað forseta- framboð. Það hlýtur þó að há henni verulega að hún verður ekki nema 71 árs á kjördag í nóvember 2020 svo að hinir geta bent á að lágmarkskrafa sé að frambjóðendur hafi slitið barnsskónum fyrir kjör- dag. Þá hefur Warren það í sínu farteski að hafa krí- að út sérstaka stöðu í háskóla forðum tíð út á þá full- yrðingu að hún væri af indjánum komin. Hefur hún ríghaldið í þá fullyrðingu og birti fyrir fáeinum mán- uðum DNA-rannsókn sem átti að sanna ætternið. En sérfræðingar bentu á að nær allir Bandaríkja- menn væru meiri indjánar en Warren samkvæmt þessari mælingu. Áður en Warren tilkynnti framboð sitt til forseta höfðu stuðningsmenn hennar fengið hana til að viðurkenna að þetta indjánatal væri á einhverjum misskilningi byggt í þeirri von að fyrnst hefði yfir það fyrir kosningar. Það gæti þó orðið flóknara en þeir halda. Trump, sem fagnaði framboði Warren, kallar hana aldrei annað en Pocahontas, og segist gera það í virðingarskyni við ættbálkinn. Misvísandi mælikvarðar Einhver gæti bent á það að demókrötum hafi þótt í síðustu kosningum sérlega óviðfelldið að Trump væri svo ríkur sem hann var og töldu það mjög tor- tryggilegt. Því gætu repúblikanar nú bent á að Bloomberg sé talinn vera 10 sinnum ríkari en Trump. En demókratar og allir fjölmiðlar þeirra gætu á móti bent á að Bloomberg væri orðinn demó- krati sem Trump var nýhættur að vera þegar hann bauð sig fram. Það gilda allt aðrar reglur um demó- krata en repúblikana bæði um kvennamál, lögbrot um öryggismál eða skattgreiðslur og þá auðvitað um auð sem er talinn illa fenginn, eigi repúblikanar í hlut, en smurður ilmefnum sem hjálpi til að bjarga heiminum í loftslagsmálum, eigi demókratar í hlut. Þannig var auður Kennedy-fjölskyldunnar ekki minni að núvirði en Trumps (sem menn saka reyndar um að ljúga sinn auð upp) og alltaf var klappað lengi og innilega fyrir þeim aurum. Sumir hafa haldið því fram að hluta auðæfa Josephs Kennedy, sem hafði horn í síðu gyðinga og var veikur fyrir Hitler, hafi mátt rekja til ólöglegrar starfsemi á bannárunum og svo pólitískrar fyrir- greiðslu til hans um arðvænleg vínumboð eftir þau. En aðrir andmæla tengslum við ólöglega sprútt- sölu og segja slíkar ásakanir með öllu ósannaðar. Það hefði vissulega verið frétt ef Ellert „gamli“ hefði á ný fengið miðvarðarstöðu í landsliðinu í knattspyrnu sem hann gegndi forðum með reisn og prýði. En hitt að hann hafi mætt í fáeina daga til að hækka meðalaldur þingmanna pínulítið innan árs- ins er önnur saga. Það gat aldrei gert annað en gott. Spyrjið Ingimund gamla, eða sendið honum póst. Póst? Hvað er það? Morgunblaðið/Hari 6.1. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.